Fyrirgreiðsla og spilling ?

Það kemur ekki á óvart að fyrirtæki sækist eftir að komast inn í íslenska orkugeiran. Það kemur heldur ekki á óvart að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn gefi tækifæri á að slíkt eigi sér stað.

Það sem kemur aftur á móti óvart hversu purkunarlaust er unnið er að þessu máli. Borgarstjóri hefur að mínu viti misnotað gróflega stöðu sína til að búa til atburðarás sem lyktar af spillingu um gáttir og dyr. Ólyktin magnast síðan um allan helming þegar upplýsist að lykilmenn í þessari atburðarás fá að kaupa hlutabréf í fyrirbærinu á algjöru undirverði.

Það skyldi þó aldrei vera að gamli góði Villi sé bara spilltur kommissar sem misnotar aðtöðu sína og vald ? Mér sýnist að þarna sé kominn verðgur arftaki Alfreðs frammsókargúrus í vafasömu bissness. Í það minnsta eru félagar gamla góða Villa snargalnir og mikið má ganga á áður en Sjálfstæðismenn láta í ljósi skoðun sína opinberlega eins og nú er að gerast. Gamli góði Villi virðist hafa spilað á bak félaga sinna í borgarstjórninni og ljóst að erfitt verður fyrir karlinn að þvo af sér þann spillingarstimpil sem hann hefur nú fengið.

Allt þetta mál ber vott um flýti og baktjaldamakk. Enn einu sinni verðum við vitni að því að misvitrir stjórnmálamenn gefa fjármálaköllum eigur almennings. Bankarnir og síminn eru ekki gleymdir og nú er komið að því að spilltir hægri stjórnmálamenn færi auðmönnum næstu gjöf og fái smárræði fyrir í hlutabréfum á undirverði.


mbl.is Vilhjálmur: Kannast ekki við að hart hafi verið sótt að mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Jón

Mér finnst þú taka fulldjúpt í árina og ýja að spilling sé það sem hefur verið drifkrafturinn í þessu stóra máli í dag. Þó svo að um mikla hagsmuni sé að tefla þá er ljóst að orkufyrirtækin voru orðin of mörg. Aðdraginn að þessari sameiningu þessara orkufyrirtækja ber brátt að en reikna hefði mátt með því að þessir hlutir gætu átt sér stað.

Auðvitað er vandræðalegt að Vilhjálmur borgarstjóri virðist vera sá eini sem hefur fengið vitneskju um þessi mál. Formlega séð er boðun fundarins í borgarstjórn og áður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ekki rétt en hefði verið unnt að undirbúa þetta betur t.d. með því að koma upplýsingum fyrr á framfæri og óska eftir trúnaði meðan engar ákvarðanir um sameiningu fyrirtækjanna lá fyrir.

En í viðskiptum ganga hlutirnir oft mjög hratt. Stjórnendur þurfa að meta strax hvort rétti tímapunkturinn sé upp runninn og hann hefur borið upp með óvenjuskömmum aðdraganda.

Mosa finnst rétt að doka og sjá hvaða ákvarðanir eru næstar. Ljóst er að íslensk þekking og reynsla í hagnýtingu jarðvarma er allt í einu orðin mjög efirsótt og því þurfi heimavinnan og undirbúningurinn að vera sem vandaðastur.

En ætli við verðum ekki að vona það besta. Um stjórnvölinn á þessu fyrirtæki eru margir mjög reyndir stjórnendur sem ábyggilega vita hvað þeir eru að gera. Ef ekki - verður auðvitað ekki auðvelt að fyrirgefa þeim þeir vita hvaða freistingar  geta verið bak við næsta leiti.

Mosi - alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

sæll Guðjón...má vera að ég sé full bráður með það. Þó eiga menn sem eru að höndla með eignir annarra að gæta forms og heiðarleika. Einn maður hefur ekki umboð til að gera  samninga bak við alla og láta þá standa frammi fyrir orðnum hlut. Þetta fyrirtæki er í eigu skattborgara og er ekki rekið á kennitölu Vilhjálms borgarstjóra. Það er spilling þegar menn misnota vald og það hefur gamli góði Villi gert í þessu tilfelli.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2007 kl. 21:03

3 identicon

Sælir

Já heyrðu Jón, ég er bara nokkuð sammála þér með þetta Orkuveitumál. Nú er kominn tími til að fólk þurfi að axla ábyrgð og má Villi vera fyrstur að gera það.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband