París og Glerárgatan.

000 2021 16.8. sol-0181Í dag tóku gildi nýjar hraðatakmarkanir á götum Parísar. Aðgerðunum er ætlað að fækka bílum í borginni og draga úr slysum, hljóð-, og loftmengun. Óheimilt er að aka á meira en þrjátíu kílómetra hraða á langflestum af götum Parísar frá og með deginum í dag. Í raun gildir hámarkshraðinn alls staðar í borginni nema á þjóðvegum og hraðbrautum umhverfis borgina.

( ruv.is )

 

Stjórnmálamenn á Akureyri ( sumir hverjir ) hafa lagst gegn hraðatakmörkunum á smá stubbi af Glerárgötu, þ.e. frá Strandgötu að Kaupvangsstræti. Til stóð að lækka hraða til ná betri tenginum við hafnarsvæðið og auk þess að fækka akreinum úr fjórum í tvær.

 

Þetta var í hugum þessara sömu stjórnmálamanna alveg óhugsandi og alveg út í hött að láta sér detta í hug að lækka hraðan úr 50 km. í 30 km.  Það átti að kosta ómælanleg vandræði ef þetta yrði framkvæmt. Í hugum þeirra var fækkun akreina og lækkum hámarkshraða algjörlega óyfirstíganleg vandamál. 

 

Nú er þetta skipulag í vinnslu eina ferðina enn og fyrir liggur tillaga um þetta stórhættulega svæði, nokkrir tugir metra í Miðbæ Akureyrar.

 

Nú berast fréttir af því að París ætlar að lækka umferðarhraða í 30 km í 60% gatna í borginni og þar með taldar hraðbrautir, þó ekki þeim sem liggja UMHVERFIS borgina.

 

59% borgarbúa styðja þessar hugmyndir og því ljóst að þær munu ganga eftir.

 

Á meðan þora stjórnmálmenn á Akureyri ekki að lækka hraða á lykilstað í bænum okkar, sjálfum Miðbænum, hvað þá fækka akreinum.  Það er á örstuttum kafla og mundi gjörbreyta Miðbæjarmyndinni til góða fyrir mannlíf og umhverfi.

 

En svona er þetta þegar sjóndeildarhringurinn er þröngur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband