MMR könnun - fá atkvæði - sérstök niðurstaða.

000 2021 24 08 eyrin +-0263Sam­kvæmt nýrri könn­un MMR í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is kæmust frambjóðendur sjö flokka í Norðausturkjördæmi á þing að loknum kosningunum 25. september. Af 11 þingmönnum kjördæmisins yrðu sex nýliðar. Samkvæmt könnuninni næði VG ekki manni á þing.

(akureyri.net)

 

Kosningar nálgast, kannanir fara nú að birtast þétt og reglulega. Ein birtist í morgun, könnun MMR fyrir Moggann.  Vafalaust ekki mjög marktækt, rúmlega 700 tóku þátt og vikmörk því mjög há, sérstaklega í landsbyggðarkjördæmunum ef að líkum lætur.

 

Í NA kjördæmi var sérstök niðurstaða sem vert er að huga að þó svo vikmörk séu mikil. Það má samt lesa út úr þessari könnun ákveðnar vísbendingar.

 

  • Sjálfstæðisflokkurinn er líklega með lakast fylgi í NA kjördæmi og nær tveimur kjördæmakjörnum naumlega. Þeirra annar maður er síðastur inn kjördæmakjörinna.
  • Vinstri grænir ná ekki inn manni en NA kjördæmi hefur verið þeirra sterkasta vígi frá stofnun flokksins. Brotthvarf Steingríms og vandræðagangur með fyrsta sætið nú hefur líklega haft neikvæði áhrif.  Margir fylgismenn þeirra hafa vafalaust stokkið á Sósialistaflokkinn í þessari könnun. Það er vafalaust hrollur í herbúðum VG þessa dagana í NA kjördæmi.
  • Samfylkingin nær inn tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum og Logi Einarsson er fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þetta kannski staðfestir að NA er sterkasta vígi flokksins eins og verið hefur í síðustu tvennum kosningum.
  • Framsóknarflokkurinn er á pari og nokkuð ljóst að fylgismenn Miðflokksins hafa drifið sig heim og þeir sem ekki hafa snúið heim setja  merki sitt við Sossanna. Miðflokkurinn er mjög líklega að syngja sinn svanasöng á þingi núna og hverfur á spjöld sögunnar í næstu kosningum eftir þessar.
  • Piratar sigla lygnan sjó og ná einum manni inn eins og í næst síðustu kosningum. Viðreisn fær enga viðspyrnu hér frekar ein síðast þó þeir tefli fram þekktum og vinsælum manni í fyrsta sæti. 
  • Sossar og Flokkur fólksins ná inn mönnum. Flokkur fólksins fær jöfnunarsætið.  Þetta með jöfnunarsæti verður seint í hendi.

 

Nú er að fylgjast með næstu könnunum. Stutt í næstu Gallup sem var mjög ólík þessar síðast.  En nú eru flokkanir komnir á fullt í kosningabáráttu og ef til vill breytast þessar línur þegar kjósendur fara að fá alvöru umræðu um framtíð þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband