Vinstri grænir á krossgötum.

2021 11 vg á krossgötumRúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi.

(visir.is)

 

Forusta VG myndaði ríkisstjórn með hægri flokkunum fyrir fjórum árum þrátt fyrir mikla andstöðu grasrótarinnar. Formaður flokksins hefur að undanförnu lýst mikilli ánægju með samastarfið þrá fyrir þá augljósu staðreynd að mörg aðal mál Vg náðu ekki fram að ganga.

 

Afleiðingar þessa er að fylgi flokksins hefur dregist verulega saman samkvæmt skoðanakönnunum og tveir þingmenn flokksins farnir. Auk þess féll góður meirihluti þingmanna flokksins í prófkjörum.

 

Óánægjan er því flestum ljós og ný skoðanakönnun Maskínu sýnir svart á hvítu að almennum kjósendum flokksins hugnast ekki þessi undirlægjustjórnmál forustunnar eru ekki að skora. 70% eru á móti áframhaldandi samstarfi við auðmangns og íhaldsflokkanna.

 

En staðreyndin er sannarlega að Katrín Jakobsdóttir og forustan er afturhaldssöm og eiga því auðvelt með að stunda kyrrstöðustjórnmál með íhaldsflokkunum og vilja halda því áfram

 

Það er því hætt við að óbreytt VG muni eiga erfitt uppdráttar og hvort persónulegar vinsældir formannsins dugi til að hala inn fylgi sem dugar til samstarfs og áframhaldandi undirlægjustjórnmála með hægri flokkunum.

 

Það er hætt við að lítið fylgi skili sér upp úr kjörkössum ef kjósendum flokksins er aftur tilkynnt að VG ætli að viðhalda kyrrstöðu og hægri hagnaðarpólítík á næstu árum.

 

Þá er VG einfaldlega búnir að vera sem trúverðugur vinstri flokkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband