Ísavía forgangsraðar á kostnað landsbyggðarflugvalla.

Fjör á flugvellinum-8388Á næstu þrem­ur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með inn­an­lands­flug­kerfið og setja þarf frek­ari fjár­muni í upp­bygg­ingu flug­valla á lands­byggðinni eigi ekki að þurfa að loka völl­um og leggja inn­an­lands­flugið niður að ein­hverju leyti. Þetta seg­ir Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via, en fé­lagið hélt morg­un­fund í dag þar sem rætt var um framtíð inn­an­lands­flugs.

Það dylst engum að Isavia og stjórnvöld forgangsraða á kostnað landsbyggðarflugvalla.

Stærstur hluti þess fjármagns sem notað er fer til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli.

Var á kynningarfundi í Keflavík fyrir nokkrum misserum og sá kynningu á metnaðarfullri uppbyggingu þar.

Ég var forvitinn um hvaða áform væru uppi með landsbyggðarflugvellina, þá var þegar orðið ljóst að t.d. að stjórnvöld voru að draga lappirnar í fjárveitingum til flughlaðs á Akureyri.

Í stuttu máli, það varð fátt um svör og engin kynning til reiðu til að fræða mig um uppbyggingu úti á landi og áform tengd innanlandsfluginu.

Þessi fundur í morgun er í sjálfu sér aðeins staðfesting á því hver staða innanlandsflugs og innanlandsflugvalla er.

Engin stefna til og inniviðir og búnaður flugvalla úti á landi grotnar niður.

Það er ábyrgðarhluti að hér sé stefna sem miðar eingöngu að því að byggja upp Keflavíkurflugvöll.

Annað er hunsað og engin stefna eða áform í gangi.

Og hætt við að engin breyting verði þar á með sömu valdhafa við stjórnvölinn.

En að málin séu rædd af hreinskilni er þó skref framávið og eykur vonir um að tekið verði á þessum málum af festu.

 


mbl.is Gætu þurft að loka flugvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818220

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband