Hótelin á Akureyri í bið. Leikinn millileikur.

2017 keaÚtlit er fyrir að bygging á nýju hóteli KEA, í innbænum á Akureyri, frestist um heilt ár. Hluti lóðarinnar sígur stöðugt og á meðan er ekki hægt að hefja þar framkvæmdir. Að öðru leyti segir framkvæmdastjóri KEA áformin um nýtt hótel óbreytt.

Það eru blikur á lofti í ferðabransanum á Íslandi, eftir gríðarlega uppsveiflu virðist hafa hægst um.

Allt of hátt gengi krónunnar og verðlag úr öllu hófi hefur mikil áhrif. Ísland er að fá á sig orkurorðspor.

Fyrir einu ári síðan leit út fyrir að hótelherbergjum á Akureyri mundi fjölga gríðarlega.

Til stóð að byggja tvö stór hótel, annað á Sjallareitnum og hitt við Drottningarbraut.

Skilaboð frá sölumönnum ferða til Íslands er að nú dragi mjög úr bókunum og mikið sé um afbókanir. Hvað er að marka það veit maður ekki en óneitanlega eru blikur á lofti.

Þeir sem ætluðu að byggja á Sjallareitnum hafa nú frestað þeim áformum og ljóst að þar verður ekki byggt næstu tvö árin.

Nýjustu tíðindin eru að nú hefur KEA hætt við byggingu hótels í bili, frestað framkvæmdum heitir það.

Vísað er í að lóðin sígi og þess vegna verður að bíða og sjá til.

Samtímis rísa þrjú stór fjölbýlishús á sama reit, sömu uppfyllingu frá árunum 1980 - 90.

Örugglega satt og rétt og kemur á besta tíma ef maður ætlar að leika millileik og sjá til hvert þessi þróun leiðir ferðaþjónustuna á Íslandi.

Þetta " sig " hefur því komið á besta tíma fyrir þá KEA menn og samherja þeirra í hótelbyggingu á Drottningarbrautarreit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband