Stíflað fréttanef Moggans ? Aumur fréttaflutningur.

Vil­hjálm­ur Þor­steins­son fjár­fest­ir hef­ur frá alda­mót­um byggt upp eign­ar­halds­fé­lag sem hef­ur tengsl við mörg skatta­skjól.

 

Óttalega er nú Mogginn hallærislegur.

Fyrrum gjaldkeri Samfó sem er ekki kjörinn fulltrúi á þingi eða sveitastjórn er aðalmálið hjá Íhaldssneplinum.

Einhver hefði nú ályktað að það væri áhugaverðara að fjalla um aflandsfélög Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra auk aflandfélaga formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

En þar sem MOGGGINN er pólítískur flokksnepill stjórnarflokkanna er ekki á það minnst nema í smáaletursgreinum á blaðsíðu innarlega.

Þetta er ákaflega ófagleg vinnubrögð.

Svo mætti þá kannski nefna að þetta er eini maður sem hefur þó tekið það alvarlega og axlað ábyrgð á meintu óhæfi.

Það dettur íhaldselítunni ekki í hug.

 


mbl.is Á þremur aflandseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér dettur náttúrulega ekki í hug að það felist einhver hræsni í málflutningi ykkar jafnaðarmanna um vanhæfi Sigmundar Davíðs vegna eigna eiginkonu hans hafandi þungaviktarmann innan Samfylkingar sem hefur gert flest það sem þið áskakið Sigmund Davíð um að hafa kannski getað gert?

Vilhjálmur Þorsteinsson er ekki bara einhver Samfylkingarmaður, hefur t.d. verið í stefnumótun Samfylkingarinnar um orkumál og um leið leitt fjárfesta sem vilja nýta orkuna.

Össör Skarphéðinsson sagði rétt fyrir Hrun að þetta væri sú framtíð sem þau í Samfylkingunni vildu sjá, þegar Vilhjálmur Þorsteinsson leiddi Björgúlf yngri og fleiri erlenda fjárfesta að matarborði Samfylkingar varðandi nýtingu á orku til gagnavers.

Áfram var haldið eftir Hrun og þá í mynd bjargvættarins.

En svo hljóp snuðra á þráðinn þegar ESA taldi ríkisvaldið hafa veitt fyrirtækinu full mikil fríðindi miðað við aðra. 

Ekki fór nú mikið fyrir þessu ofursiðgæði Samfylkingarmanna og V.G. varðandi hagsmunatengsl þar.

Þetta er náttúrulega ekki boðleg umræða hjá ykkur greyin mín!

http://www.visir.is/segja-stjornarformann-gagnavers-sitja-beggja-vegna-bordsins/article/2010233719063

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 12:05

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þér finnst þetta sem sagt í lagi..ekkert við því að segja.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.4.2016 kl. 12:10

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fellur í sömu gryfju og Mogginn, velja þér umræðuefni, sleppa hinu.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.4.2016 kl. 12:12

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í yfirlýsingu sinni vegna málsins sagði gjaldkeri Samfylkingarinnar: "Félagið er ekki í Lúxemborg vegna skattahagræðis, heldur fyrst og fremst vegna krónunnar, gjaldeyrishafta og óstöðugleika íslensks efnahags- og stjórnmálaumhverfis. Ef við værum í ESB og með evru væri engin ástæða að hafa svona félag annars staðar en á Íslandi."

Þessi ummæli eru merkileg í ljósi þess að fé­lagið var með krónu sem upp­gjörs­mynt þar til í árs­byrj­un 2014.

Síðan þá hefur íslenska krónan svo verið einn stöðugasti gjaldmiðill heims: Arion banki - Sérefni_krónan_2016.pdf

Gjaldkerinn virðist því hvorki gera sér fyllilega grein fyrir sínum eigin viðskiptum, né hvers hann fer á mis við.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2016 kl. 16:59

5 identicon

Það er náttúrulega vel möguleiki að þú áttir þig ekkert á því hvað þú ert að tala um Jón Ingi.

Þú virðist alla vega ekki skilja tvískinnunginn í málflutningi ykkar jafnaðarmanna. 

Það er eiginlega eins og að þið kratar hlaupið nú berrassaðir um göturnar og heimtið að fólk sýni siðsemi í klæðaburði. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband