Helmingaskipti íhaldsflokkanna að opinberast.

Stofna á nýtt fé­lag sem heyr­ir und­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið sem held­ur utan um eign­ir rík­is­ins sem kunna að koma til vegna stöðug­leika­eign­ar. Kem­ur það í stað þess að fé­lagið heyri und­ir Seðlabank­ann. Ríkið þarf að leggja slíku fé­lagi til stofn­fé að upp­hæð 150 millj­ón­ir til að mæta út­gjöld­um eins og ráðgjöf við mat, aug­lýs­ing­ar og lög­fræðiþjón­ustu. Þetta kem­ur fram í meiri­hluta­áliti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is.

____________

Nú líður að lokum þessa kjörtímabils og íhaldsflokkunum liggur á að koma málum í farveg.

Nýr búvörusamningur Framsóknar er vafalaust hluti af þessu " díl " sem er í smíðum þessa dagana.

Framsóknarflokkurinn hefur örugglega tryggt sér samþykki Sjálfstæðisflokksins fyrir þeim 170 milljörðum sem á að færa frá landsmönnum í valdar greinar landbúnaðarins.

Framundan er að selja ríkiseignir og áreiðanlega verður sala ríkisins á hlut þess í bönkunum sett á þessa vogarskál

Sennilega hefur Sjálfstæðisflokkurinn tryggt sér stefnumótun í þeim gjörningi.

Væntalega munum við sjá svipaða hluti og sjá mátti í Borgunarmálinu.

Vildarvinir munu sitja fyrir í hrossakaupum íhaldsflokkanna.

Smátt og smátt munu þetta birtast landsmönnum og þetta félag sem nú er stofnað mun væntanlega gegna mikilvægu hlutverki í þessum helmingaskiptum.

Við höfum þegar séð hvernig Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa ráðstafað fjármunum skattgreiðenda til annarsvegar sjávarútvegsgreifanna og nú hvernig Framsóknarflokkurinn ráðstafar eigum okkar til vildarvina sinna í landbúnaðinum.

Það hefur nákvæmlega ekkert breyst og atburðarásin núna er nákvæmlega eins og þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu með sér á árunum frá 1995 - 2007.

Sama spillingin, sömu vinnubrögðin.


mbl.is Stöðugleikaeignir verði undir ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig tengjast þessar vangaveltur eiginlega efni fréttarinnar?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2016 kl. 17:55

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin er dauð.Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.

Sigurgeir Jónsson, 5.3.2016 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband