Ritskoðunarlöngun Framsóknarflokksins er staðreynd.

Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, lagði áherslu á hat­ursorðræðu í upp­hafs­ræðu sinni á Jafn­rétt­isþing yfirstandandi á Reykja­vík Hilt­on-Nordica og til að sporna gegn slíku kallar hún eftir aðgerðum, hún vill koma böndum á netið með einhverjum hætti.

Framsóknarflokkurinn vill koma böndum á umræðuna.

Framsóknarflokkurinn vill koma á einhverskonar ritskoðun.

En hvað á að ritskoða ?

Flestir forustumenn Framsóknarflokkins hafa kvartað undan skrifum á neti og í fjölmiðlum.

Þar stynja þeir mest undan gagnrýni á flokkinn og það sem hann gerir eða gerir ekki.

Einstakir ráðherrar hafa verið gagnrýndir fyrir bullyfirlýsingar og sumir fyrir fullkomið verkleysi.

Forsætisráðherra hefur þótt loðmæltur og óskýr og endalaust misskilinn.

Eygló fær gagnrýni fyrir verkleysi og innantómar yfirlýsingar.

Varaformanni flokksins hefur verið líkt við fíl í glervörubúð.

Utanríkisráðherra hefur síðan þó sérstakur kafli, þar sem honum verður endalaust fótaskortur í stjórnsýslunni.

Auðvitað er þetta óþægilegt fyrir ráðherranna og ekkert undarlegt að þeir vilji koma á ritskoðun svo þessar óþægilegu staðreyndir verði minna áberandi.

Ritskoðunarárátta Framsóknarmanna er því skiljanleg í ljósi aðstæðna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband