Samgöngumálin í brennidepli í Norðaustrinu

Kristján L Möller hefur verið að rifja upp málsmeðferð samgönguráðherra hér á svæðinu að undanförnu. Ég vissi eiginlega ekki að klúðrið væri eins mikið og raun ber vitni. Sennilega er þetta ekki klúður einu sinni heldur vísvitandi aðgerð ráðherrans gegn Akureyringum og kjördæminu í heild. Hann hefur einfaldlega raðað okkur afturfyrir í forgangsröðinni.

Ég sá í dag í fyrsta sinn myndir að svokallaðri Grímseyjarferju. Ég var við ýmsu búinn en það sem ég sá á myndunum kom mér verulega á óvart. Þetta er drápsdolla og ónýtt skip. Hverjum dettur í bug að kaupa svona dall ???

http://kristjanmoller.blog.is/blog/kristjanmoller/entry/194743/  Myndir hér.

Vaðlaheiðargöng hafa komið til umræðu að undanförnu. Kristján bloggar um málið í dag og segir.

Það að ráðherrann hafi ekki ætlað einni einustu krónu til framkvæmdarinnar lýsir því best hvar hnífurinn stendur í kúnni, áhugaleysi ráðherrans er algjört og því algjörlega fráleitt að tala um pólitískt skemmdarverk runnið undan rifjum Samfylkingarinnar eins og Sturla orðaði það.

Áhugaleysi Sturlu til gangnanna lýsir sér best í orðum Halldórs Blöndal þess efnis að hann ætlaði ekki að verja gjörðir ráðherrans, segir það nú meira en mörg orð.

 Og að lokum segir Kristján....

Töfin á framkvæmdunum er því algjörlega áhugaleysi Sturlu um að kenna. Ég tel að hefja eigi framkvæmdirnar sem allra fyrst og að hægt sé að vinna upp tafir og áhugaleysi núverandi samgönguráðherra og hefja framkvæmdir sumarið 2008 og að þeim ljúki 2010.

http://kristjanmoller.blog.is/blog/kristjanmoller/entry/200575/

Hér er slóðin á síðu KLM ef menn hafa áhuga á að lesa í heild sinni.

Ég veit að það sem Kristján skrifar er satt og rétt. Við í kjördæminu vitum manna best hvernig samgönguráðherra hefur ítrekað skorið niður framkvæmdir á svæðinu og sérstaklega er Akureyringum minnisstæðar trakterningar ráðherrans varðandi Akureyrarflugvöll. Lappadráttur hans þar er að skaða atvinnulíf á Akureyri stórlega bæði hvað varðar beint flug með farþega auk þess sem beint flug með fisk til útlanda dregst úr hömlu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir orð Kristjáns. Að ekki hafi verið fjármagn til Vaðlaheiðargangna í upphaflegu samgönguáætluninni sýnir svart á hvítu að Sturla hefur minni en engan áhuga á þessari framkvæmd.

Nýja ríkisstjórn takk

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Heyr - heyr og halleljúja - áfram X-S.

Páll Jóhannesson, 6.5.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband