Engisprettufaraldurinn í stjórnkerfinu.

Ástæðan fyrir því er sú að við þolum ekki þessa óvissu lengur. Það er annaðhvort að hætta við flutninginn eða taka skrefið og klára það að taka ákvörðun. Við erum búin að vera í heljargreipum óvissunnar frá því í júní í fyrra. Við höfum ekki getað ráðið í allar stöður sem hafa losnað og verið í endalausum reddingum, þegar fólk hefur hætt, til þess að setja undir lekana og bjarga okkur tímabundið, af því að við höfum alltaf verið að bíða eftir niðurstöðu,“ sagði Eyþór en ráðherrann tilkynnti í gær að Fiskistofa myndi eki flytja á þessu ári til Akureyrar eins og tilkynnt var um á síðasta ári og olli tluverðum styr á meðal starfsfólks stofnunarinnar.

(dv.is)

Ráðherrar Framsóknarflokksins eru eins og engisprettufaraldur í stjórnkerfinu.

Það líður varla sú vika að forsætisráðherra fari ekki í einhverjar skógarferðir í umræðunni og þvælir um allskonar mál sem eru ekki á dagskrá.

Merkilegt hvað honum tekst að rugla fjölmiðla með þessum innistæðulausu skógarferðum.

Sjávarútvegsráðherra er síðan kapítuli útaf fyrir sig, slær úr og í og sannarlega búinn að koma málum í uppnám.

Utanríkisráðherra ( bréfberinn ) fer með marklaust plagg út í heim og þar eru gert góðlátlegt grín að sveitamanninum sem ekki kann á diplómatíið.

Félagsmálaráðherra sendir barnaleg skeyti á starfsmenn annarra ráðuneyta vegna þess að hún er með allt niður um sig í flestum málum. Reyndar hefur stofnað aragrúa nefnda en ekkert komið út úr því enn sem komið er þrátt fyrir að margt af því sé löngu komið á eindaga.

Umhverfisráðherra, já hver er það nú aftur ?

Það er alveg hægt að láta sér detta í hug að Sjálfstæðisflokkurinn sé pirraður á frammistöðu Framsóknarráðherrannna.

Ekki það að hægt sé að halda því fram að fyrrum dómsmálaráðherra eða ferðamálaráðherra séu sérstaklega gæfusamir í sínum embættisfærslum en heildarmynd ráðherra Sjálfstæðisflokkins er önnur en Framsóknar, þrátt fyrir áhugaleysi þeirra í ýmsum málaflokkum, t.d. aðstæðum á vinnumarkaði.

Það er dálítið hrollvekjandi að afturhaldsstjórnin núverandi eigi eftir að sitja í tvö ár enn, þ.e. ef þetta stjórnarsamstarf heldur.

Það er ekki endilega víst að þolinmæðin endist tvö ár enn.

Allavegna er langlundargeð meirihluta þjóðarinnar búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband