Icesave - móri gengur aftur og aftur.

Fjármálaráðherra segir í sjálfu sér ekki skipta máli hverjir eigi kröfurnar á þrotabú Landsbankans vegna Icesave. Sala Hollendinga á þeirra kröfum sýni að þrotabúið muni að fullu endurgreiða forgangskröfur í búið.

Bjarni Benediktsson segir þessa sölu staðfesti það sem íslensk stjórnvöld hafi sagt við bresk og hollensk stjórnvöld og aðra forgangskröfuhafa að menn myndu fá í fyllingu tímans fullar endurheimtur. Bjarni segist ekki geta staðfest fullyrðingar Hollendinga um að Icesave kröfurnar verði ekki að fullu bættar fyrr en árið 2018.

__________________

Forsetinn náði auðveldri endurkosningu m.a. vegna þessa að stór hluti þjóðarinnar trúði því að hann hefði reddað okkur frá Icesave.

Framsóknarflokkurinn náði kosningu m.a. vegna þess að hópur kjósenda trúði að það hefði verið SDG og Framsókn að Icesave hvarf.

Blekkingarnar tókust fullkomlega.

Nú er staðan sú að Icesaveskuldin lifir góðu lífi ( svo góðu að hún er söluvara ) inni í þrotabúi Landsbankans.

Allir viðurkenna í dag að þrotabúið á fyrir þeim skuldum.

Stórsigrar forsetans og annarra sem hampað var í þessari umræðu breyttu nákvæmlega engu.

Þeir voru bara vel lukkað PR sem lítt hugsandi kjósendur gleyptu án athugasemda. 

Eitt stærsta deilumál þjóðarinnar eftir hrun var því bara prump í vatnsglasi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ótrúlegt er hvað sumir geta verið illa að sér um eitt stærsta deilumál þessarar þjóðar, eða er bara um að ræða yfirklór þeirra sem beittu sér fyrir landráðum í Icesave-deilunni ?

 

Kröfur Bretlands og Hollands á hendur almenningi á Íslandi áttu sér engar lagalegar forsendur og það staðfesti EFTA-dómstóllinn, með hætti sem veitt var eftirtekt um allan heim.

 

Kröfur innistæðueigenda voru á Landsbankann og tryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi keyptu þær kröfur, eins og þeim var skylt samkvæmt lögum og reglugerðum í þessum löndum. Það að tryggingasjóðirnir selja nú þessar kröfur til óþekktra aðila og á óþekktu gengi, hefur ekkert með Icesave-kúgunina að gera.

 

Icesave-deilan snérist því ekki um þessar kröfur sem erlendir aðilar áttu og voru gerðar verðmætar með Neyðarlögunum. Sá hluti Neyðarlaganna, sem veitti þessum kröfum forgang, var settur til að létta byrðum af erlendum bönkum. Byrðum sem voru þó ekki þyngri en svo að ekki þurfti að hækka trygginga-iðgjöldin um eitt Pund eða eina Evru.

 

Til að kóróna Icesave-glæpinn, gerðu nýlenduveldin kröfu á almenning á Íslandi að vextir væru greiddir af hinum löglausu og siðlausu kröfum. Þessi vaxta-krafa væri núna orðin yfir 75 milljarðar króna og stækkar með degi hverjum.

 

http://samstadathjodar.123.is/

 

Stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar ættu að hafa vit á að þegja yfir ódæðisverkum hennar. Jóhanna var auðmýkt aftur og aftur í Icesave-málinu, en komst upp með að brjóta ákvæði Stjórnarskrárinnar með umsókninni um innlimun Íslands í Evrópusambandið. Margir nefna Samfylkinguna landráða-lið og ekki ætla ég að verða til að andmæla því.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 27.8.2014 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband