Heimsmet í vinsældahruni.

Yfir helmingur landsmanna er óánægður með störf ráðherra ríkisstjórnarinnar og segjast innan við 30% ánægð með störf flestra ráðherra.

Mest óánægja er með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar, en flestir lýsa ánægju með  Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Eygló Harðardóttur, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

 Um 28% voru ánægð með störf Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, 27% með störf Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra, 26% voru ánægð með störf Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 25% voru ánægð með störf  Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og 24% með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Um 21% var ánægt með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar sem umhverfis- og auðlindaráðherra og 18% voru ánægð með störf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra.

( mbl.is ) 

___________

Núverandi ríkisstjórn er með allt niður um sig. Fáir treysta ráðherrum hennar og enn fleiri eru óánægðir með þessa ríkisstjórn en þá síðustu þrátt fyrir að hún stæði í miklum stórræðum.

Traust á ráðherrum er skelfilega lítið og í fullu samræmi við framistöðu þeirra í embættum.

Forsætisráðherra nýtur trausts innan við fjórðungs kjósenda og botninn skrapar hinn mislukkaði utanríkisráðherra.... 82 % eru ekki ánægð með hans störf.

Það má búast við að forsætisráðherra hafi þá skoðun að þetta sé misskilningur hjá kjósendum, hann eigi miklu meira skilið og þessar óvinsældir megi rekja til óbilgirni stjórnarandstöðunnar og vondra fjölmiðla.

Einkenni SDG og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Íslands er að þeir líta ekki í eigin barm, þeir kenna öðrum um.

En svona að öðru slepptu, þetta er líklega heimsmet í vinsældahruni, hvað sem veldur. 


mbl.is 63% óánægð með Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband