Óboðleg tillaga að deiliskipulagi í Kjarnaskógi og Hömrum.

 

 

Nú styttist í að deiliskipulag af tjaldsvæðunum á Hömrum og útvistarsvæðinu í Kjarnaskógi líti dagins ljós og fari í auglýsingu. Yfir þessi svæði liggja þrjár háspennulínur og teygja þær sig um Kjarnaskóg, tjaldsvæðin á Hömrum og um útivistarsvæði í Naustaborgum.

Í tillögu að deiliskipulagi er lítt eða ekki tekið á þessum málum. Gerð er grein fyrir línunum á teikningum og í greinargerð er loðin og máttlaus texti um að þessar línur hverfi.

 Sem dæmi um texta sem fjallar um Kröflulínu 1.  Tvær aðrar línur eru á svæðinu en þessi texti tekinn sem dæmi.

 

„  Kröflulína 1 er 132 kV. Línan er byggð árið 1975. Landsnet hf er eigandi línunnar og er líftími

línunnar áætlaður 50-60 ár, en Landsnet stefnir að því að hún standi út líftíma sinn. Fyrir Kröflulínu 1

er skilgreint 40 m breytt helgunarsvæði.

Stefnt er að því að Kröflulína 1 verði tekin niður á núverandi stað áður en líftími línunnar verður liðinn

og fundin önnur lega.

 

Það sér hver maður að hér mun ekkert gerast fyrr en eftir tvo til þrjá áratugi. Hér vantar að tímasetja fresti og ljúka þessum málum á sem skemmstum tíma. Ekki kemur til greina að láta línufyrirtækjum eftir að stjórna för í þessum málum. Það vita allir. Þessi texti er óásættanlegur.

 

Fyrir liggur að umhverfisnefnd Akureyrar markaði þá stefnu 2007 að þessar línur ættu að hverfa.  Bókunin frá 2007 var svohljóðandi.

 

Raflínur í Naustaborgum, Hömrum og Kjarnaskógi

Umhverfisnefnd óskar eftir því við Landsnet og Rafmagnsveitur ríkisins að raflínur þær er liggja yfir útivistarsvæðið í Naustaborgum, tjaldsvæðið að Hömrum og Kjarnaskóg verði plægðar í jörð þar sem mikið lýti er af þeim og þar að auki er trjágróður í Kjarnaskógi farinn að slaga upp í hæð rafmagnslínanna.
Forstöðumanni umhverfismála er falið að kynna hlutaðeigandi áform og stefnu umhverfisnefndar og bæjaryfirvalda í þessu máli.

 

Samkvæmt áætlun nefndarinnar er stefnt að að þessu verki verði lokið fyrir mitt ár 2010.

 

Einu viðbrögðin við þessar bókun frá eigendum þessara lína var að semja við rekstraraðila Kjarnaskógar um að höggva tré undan línunum gegn gjaldi. Það var gert án heimildar eiganda skógarins, Akureyrarkaupstaðar.  Sorgleg staðreynd og íbúar Akureyrar sitja enn uppi með óásættalega stöðu á útvistarsvæðunum.

 

Það á auðvitað ekki að þekkjast að stórar raflínur liggi yfir útvistarsvæði þar sem tugir þúsunda njóta útvistar á hverju ári og enn fráleitara er að raflínur liggi fyrir tjaldsvæði bæjarins.

 

Það er auðvitað alveg úr takti við þá ásýnd sem við viljum að gestir okkar hafi af dvöl sinni í bænum.

 

Það er því skylda bæjarstjórnar Akureyrar að sjá til þess að í þessu deiliskipulagi komi skýrt fram að þessar línur skuli hverfa og hvenær.

 

Annað væri virðingarleysi við bæjarbúa og útivistarsvæðin.

 

Jón Ingi Cæsarsson.

 

( birtist í Akureyri vikublað þann 19.9.2013. )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 818136

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband