Forhertur.

Það verður ekki af Gunnari Birgissyni skafið. Eftir að Kópavogsbær og Klæðning réðust gegn helsta útivistarsvæði Reykvíkinga með miklu offorsi hótar hann skaðabótamáli. Eftir hrikalegar afleiðingar árásar Kópavogs gegn náttúru og hugsjónastarfi þeirra sem þarna hafa unnið í áratugi ber bæjarstjórinn sér á brjóst og hótar lögsókn. Sér er nú hver forherðingin.

Þegar hefur Kópavogsbær og Klæðing verið kærð af Skógrækt ríkisins og Náttúrverndarsamtökum Íslands. Flestum sem fylgst hafa með þessu máli blöskrar siðleysið og blindan á alvarleika málsins. Bæjarstjórinn í Kópavogi er ekki í neinu sambandi við þann veruleika sem blasir við, þess í stað forherðist hann í afstöðu sinni.

Það er mjög mikilvægt að sökudólgar í þessu máli fái skýr skilaboð. Þau verða að vara það skýr að menn hugsi sig um áður en þeir ráðast gegn landi og líffstarfi fjölda manna til áratuga. Svona atburðir mega alls ekki eiga sér stað í framtíðinni, þá er voðinn vís víða.


mbl.is Bæjarstjóri Kópavogs hótar skaðabótamáli vegna Heiðmerkurmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnari liggur á að leggja þessa leiðslu vegna nauðasamnings hans sjálfs um niðurgreidda vatnssölu til Garðabæjar. Sem var afleiðing og aðkoma hans að Gustsmálinu fræga

Þorsteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 08:19

2 identicon

Í þessari sjálfheldu sem bæjarstjórinn er búinn að koma sjálfum sér í er líklega rétt mat í taflinu að sókn gegn Reykjavíkurborg sé besta vörnin. Einnig telur hann að hann fái notið pólitísks stuðnings vissra ofstækisafla innan flokks síns með pópúlisma, gegn skrifræði Reykjavíkurborgar.

Sérkennilegt þykir mér þó hve lítinn áhuga fjölmiðlar virðast sýna málefnum eignarhalds á umræddu verktakafyrirtæki, en náin hagsmunatengsl milli forráðamanna Kópavogsbæjar og fyrirtækisins eru augljós af orðum og gjörðum bæjarstjórans í þessu máli, og þeim mörgu verkefnum sem fyrirtækið hefur fengið frá Kópavogsbæ, að því er virðist án útboða (í tilviki Heiðmerkurvatnslagnarinnar liggja ekki fyrir nein útboðsgögn, t.d.). Grunsemdirnar kalla a.m.k. á betri skýringar og helst sjálfstæða rannsókn, a.m.k. betri rannsóknablaðamennsku.

 Framkvæmdastjóri Klæðningar hefur nokkrum sinnum komið fram með athugasemdir við blogg (D: HÉR) og sagt að Gunnar Birgisson sé EKKI eigandi að Klæðningu ehf. En hann lætur ógert að geta þess í leiðinni hverjir eru eigendurnir. Sögusagnir hrannast hins vegar upp um að fyrirtækið sé í eigu erlends eignarhaldsfélags og að formaður stjórnar þess eignarhaldsfélags sé náinn ættingi bæjarstjórans.

Ef enginn fótur er fyrir kviksögum um spillingu í þessu máli, ættu viðkomandi aðilar að fagna sjálfstæðri rannsókn, svo hreinsa megi fyrirtækið og yfirstjórn bæjarfélagsins af öllum áburði um spillingu.

Vésteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband