Sótt að Kristjáni Þór, hverjir vilja losna við hann úr forustunni ?

 

Það er augljóst að einhverjir innan þess harðlínuhægri flokks sem verið er að smíða á landsfundi Sjálfstæðimanna vilja draga úr árhrifum Kristjáns Þórs oddvita flokksins í NA kjördæmi.

Í gær sagði formaður flokksins að jafn hlutfall kynja yrðu ráðherrar yrði flokkurinn í ríkisstjórn næst.

Það þýðir að Kristján Þór er afar ólíklegt ráðherraefni og flestir telja að það yrði Illugi Gunnarsson sem yrði karlráðherra með formanninum.

Í dag kemur síðan mótframboð í annan varaformann og augljóst að það er sótt að Kristjáni, líklega er hann ekki í náðinni hjá flokksforustunni og einhverjir vilja koma honum fjær kjötkötlunum.

Það verður svolítið spennandi að sjá hvort tekst að henda KÞJ út af áhrifasvæði þeirra sem ráða í flokknum, kannski hentar hann ekki þar þegar kemur að því að keyra harðlínustefnu með hagsmunaöflunum því tengsl hans við sægreifaveldið gæti gert flokknum svolítið erfiðara með að hygla þeim eins og til stendur.

Það væri of augljóst með KÞJ í innsta hring.


mbl.is Sjálfstæðiskonur líklega aldrei öflugri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818112

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband