Búið að selja þjóðaríþróttina til gróðaafla.

Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik hefur valið 17 leikmanna hóp sem mætir Svíum í vináttulandsleik í Svíþjóð á þriðjudaginn.

______________

Í fyrsta sinn frá því maður komst til vits og ára mun maður ekki sjá landslið Íslands í HM eða EM keppni.

Ástæða þess er að forusta HSÍ ákvað að selja réttinn til sjónvarpssendinga til lokaðrar einkastöðvar sem síðan ætlar að nota þessar útsendingar til að raka fjármunum í eigin sjóði.

Þar með er búið að loka á þjóðaríþróttina og enginn getur séð handboltaleiki nema kaupa sér aðgang að lokaðri stöð.

Auðvitað er þetta sorglegt og sammtímasjónarmið HSÍ forustunnar hafa ráðið för. 

En til lengri tíma mun þetta draga úr áhuga á handbolta á Íslandi og þar með tekjum HSÍ.

En sumir sjá ekki lengra fram í tímann en nokkur ár eða jafnvel ekki svo langt.


mbl.is Aron valdi 17 leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þessum pistli.

Er þetta ekki líka í fyrsta skiptið sem að það er enginn liðsmaður í lansliðinu sem spilar með íslenzku félagsliði?

Ekki veit ég hvort þetta er góð þróun fyrir framtíðina hjá HSÍ, ef þetta er rétt hjá mér?

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 6.1.2013 kl. 14:16

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er það ekki Samfylkingin sem ræður.Og komst þetta ekki á með hennar samþykki.Þarftu ekki að muna í hvaða flokki þú ert Jón.

Sigurgeir Jónsson, 6.1.2013 kl. 14:46

3 identicon

Síðasta HM í handbolta 2011 var einnig í lokaðri dagskrá. Menntamálaráðherra taldi sig ekki geta stöðuað þetta.

Það er hægt að sjá eitthvað af leikjum Íslands á erlendum stöðvum, og ef menn vilja hafa lýsingu á Íslensku er hægt að hlusta á rás 2 með, þar eru alltaf góðar lýsingar ef Einar lýsir.

Trausti (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 17:07

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir..það er örgugglega hægt að fá eitthvað við þessu 

Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2013 kl. 17:37

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Reyndar er einn markvarðanna í Haukum Jóhann.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2013 kl. 17:38

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er kannski ágætt að HM hafi verið lokað inni í kústaskáp 365 miðla, hef hvort eð er oft séð eftir tímanum sem fer í að glápa á þetta. HSÍ er samt að gera mikil mistök, þetta getur orðið til að áhugi á handbolta minnki og þar með dragi úr gæðum landsliðsins með tímanum, ef færri unglingar sjá fyrirmyndirnar í sjónvarpinu. Það getur leitt til að færri munu styrkja HSÍ, því mörg fyrirtæki nota styrki til að auglýsa sig og það er minni auglýsing að styrkja íþrótt sem hefur ekki athygli þjóðarinnar.

Theódór Norðkvist, 6.1.2013 kl. 21:39

7 identicon

Afhverju haldið þið að HSÍ hafi eitthvað með útsendingarrétt á alþjóðlegu handboltamóti að gera? Þeir sem halda mótið áframselja sýningarréttinn til erlendis fyrirtækis sem sér um upptöku og útsendingu, og Stöð 2 hefur svo boðið því hæsta verðið fyrir sýningarrétt á Íslandi. Kynnið þér málið Jón og dragðu svo þessar ósvífnu ásakanir þínar á hendur HSÍ tilbaka.

Og hverju skiptir það þó að tilviljun hafi ráðið því að stundum séu leikmenn íslenskra félagsliða í landsliðinu? Ættum við ekki alltaf að tefla okkar sterkasta liði? Finnst þér Jóhann að það ætti að vera eitt frátekið sæti fyrir leikmenn íslensks félagsliðs eða hvað ertu að fara með þessari setningu?

Gummi (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband