Raka til sín fjármunum á kostnað annarra.

Stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélagsins Jötuns mótmælir harðlega þeim málflutningi LÍÚ að sjómenn skuli taka á sig 15% launaskerðingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jötni.

„Í fyrsta lagi þykir sjómönnum það koma úr hörðustu átt að útgerðarmenn krefjist launalækkunar hjá sjómönnum. Sjómenn hafa staðið eins og klettar við hlið útgerðarmanna og mótmælt harðlega auðlindagjaldslögunum sem og óútkomnu frumvarpi um stjórn fiskveiða. Rýtingurinn er kominn á bólakaf í bak sjómanna. Þetta eru launin fyrir samstöðuna.

________________________

Óbilgirni LÍÚ og sérhagsmunagæsla hefur náð nýjum hæðum. Þeir hafa verið í hálfgerðri hryðjuverkastarfssemi gegn stjórnvöldum og kjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Næstu fórnarlömb þeirra eru þeirra eigin starfsmenn sem reyndar hafa látið kvótagreifaveldið kúga sig til þátttöku í ótrúlegustu hlutum.

Nú fá þeir að kenna á sérhagsmunagæslunni og LÍÚ aðallinn ræðst gegn þeim með smánarlegum hætti, heimta 15% launaskerðingu og auk þess hóta lögbanni.

Nú held ég að þessi útgerðamannaþjóðflokkur hafi gengið of langt og opinberað sig í ótrúlegri lágkúru og eigingirni.


mbl.is Segja kröfu LÍÚ koma úr hörðustu átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LÍÚ mafían launar undirlæjuháttinn. Annars eru það stærstu mistök þessarar ríkisstjórnar að hafa ekki hafið innköllun á kvótanum strax 2009 eins og var í stjórnarsáttmálanum, og einnig að innkalla ekki strax allan kvótan frá þeim út útgerðum sem fengu stórar afskriftir. Þessi svokallaða sáttaleið er tómt rugl. Það verður aldrei friður í landinu fyrr en kvótinn verður innkallaður og settur á markað.

Trausti (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 16:37

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Nú er ég smmála þér, þeir traðka á Sjómönnum og væla um að þeir séu að fara á hausinn en á sama tíma borga þeir sér tug miljarða í arð..Hver andskotinn er að hjá þessum fyrirtækjum og mönnum sem þar stjórna?Skinney ,þinganes voru að kaupa Kvóta fyrir  2,5miljarð rétt í þessu og fengu afskrifaðar 2miljarða hjá Landsbankanum,",,Sukkið heldur áfram.

Vilhjálmur Stefánsson, 2.11.2012 kl. 16:42

3 identicon

Ferlegir aumingja hljóta allir þessi sjómenn að vera í dag

"hafa látið kvótagreifaveldið kúga sig til þátttöku í ótrúlegustu hlutum" og svo hafa þeir aldrei fengist til að vitna til um brottkastið heldur

svo samkvæmt þessu þá hljóta þeir að  kyssa á þá hönd sem réttir þeim þessa "launaleiðréttingu" þó svo Sævar sé eitthvað að ybba gogg

Þeir sjómenn sem ég hef þekkt í gegnum tíðina  hljóta að vera löngu hættir að vera sjómenn - allavega trúi ég þessu ekki uppá þá menn

Grímur (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 16:43

4 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Ef ad teir hja Jøkull virkilega trua tvi sem teir seigja tarna ta eru teir i alika sambandi vid sjomenn og ASI er vid verkamenn nakvæmlega eingu

Lang stærsti hluti sjomanna voru tarna vegna tess ad teir tekkja tad af byturri reinslu ad turfa ad taka a sig kostnadarauka uttgerdarinar,og yfirleitt med dyggum studningi Rikisstjorna Isalnds,hafdi ekkert med tad ad gera ad stydja utgerdamenn

Þorsteinn J Þorsteinsson, 2.11.2012 kl. 18:51

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

I stadin fyrir ad æpa um innkøllun a kvotum,tad eigi bara ad setja alt draslid a hausin eda tadan af verra  hvernig væri ta ad utskira adeins hvernig tid viljid framkvæma tad,margir tala um ad lata tessa glæpamenn bara fara a hausin,en TAD TEKUR JU TIMA AD BJODA UPP NOKKUR HUNDRUD FISKISKIP,auk tess sem tarf ad skaffa lansfe til ad kaupa skip an veidirettinda,og hingad til hefur Islenska Rikid ekki haft efni a ad flotin lægi i landi i 2-3 vikur,eins og fjølmørg brdabyrgdaløg a sjomenn i gegnum tidina bera med ser hvad ta fleiri manudi eda ar,en teir snyllingar sem hropa svona hatt hljota nu ad byrta lausnir a svona sma vandamali

Þorsteinn J Þorsteinsson, 2.11.2012 kl. 18:57

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Vonandi standa sjómenn nú saman gegn þeesri kröfu LÍÚ, það er kannski hægara sagt en gert, en það er mál til komið að sjómenn sýni að þeir geti staðið saman þegar á reynir. Það geta sjómenn vel gert, en það vantar góða forustumenn fyrir sjómenn í stóru sjómannafélögunum, eini maðurinn í þeim hópi sem að mínum dómi stendur sig vel er Sævar Gunnarsson hjá Sjómannasambandinu.

Maður hefur samt takmarkaða trú á forustumönnum stæðstu sjómannafélagana í Reykjavík, þar sem þeir geta ekki einu sinni varið nafn Sjómannadagsins hvað þá meira, en Sjómannadagurinn hefur nú í nokkur ár hefur verið uppnefndur Hátíð hafsins með samþykki forystumanna sjómannasamtaka í Reykjavík.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2012 kl. 19:00

7 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Malid er Sigmar,ad sjomenn fyrir tad fyrsta(og tad er bara teim sjafum ad kenna)hafa steindauda forystu sem ekkert er i sambandi vid syna felagsmenn,synir sig ju bestmed tessari yfirlisingu fra Jøkull stettarfelag,hvenær ser madur ord a bladi eda pappir fra sjomannaforustuni.Sjomenn hafa oft sint samstødu,yfirleitt med teim afleidingum ad mysmunandi Rikisstjornir bædi hægri og vinstri manna hafa set a ta Bradabyrgdaløg,af tvi tjodarbuid hafdi ekki efni a ad hafa flotan liggjandi.Bradabyrgdaløg sem yfirleitt hafa kostad verri kjør,vegna tess ad altaf er tekid meira og meira framhja skiftum adur en laun eru reiknud.Alt upp i 30% fer framhja skiftum a islenskum skipum i dag

Þorsteinn J Þorsteinsson, 2.11.2012 kl. 19:48

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorsteinn, já það er mikið til í því hjá þér að forustumenn sjómanna virðast ekki vera í miklum tengslum við sjómenn. Það má líka segja að það sé sjómönnum sjálfum að kenna að kjósa þessa sömu menn til forustu ár eftir ár þrátt fyrir að þeir standi sig illa eða ekki. Það er rétt hjá þér að skiptaprósentan er orðin brandari og enn vilja LÍÚ menn taka enn meira. En vonandi verður þessi frekja LÍÚ manna til þess að menn opna augun, og sjá hvað er að gerast hvað varðar kaup og kjör sjómanna.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2012 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband