Hverjir bera ábyrgðina ?

Þrátt fyrir að dómur Hæstaréttar í gær um ólögmæt gengislán víki fordæmisgildi fyrri dóms um sama mál á enn eftir að fá leyst úr nokkrum álitaefnum. Í báðum tilvikum voru lántakendur nefnilega í skilum og eru áhrif á lán sem ekki voru í skilum því enn á huldu.

___________________________

Þeir sem tóku hvatningu sjálfskipaðra hópa í kreppunni geta lent utan sviga og orðið réttlausir í uppgjöri á ólöglegum lánum.

Þar er átt við herferðir sem hvöttu lántakendur til að hætta að greiða af lánum sínum. Ef ég man rétt þá voru svokölluð Hagsmunasamtök heimilanna framarlega í þeim hópi eða talsmenn sem töluðu í þeirra nafni.

Þetta er nokkuð síðan þannig að ég gæti munað það rangt.

En ef svo er.... er einhver ábyrgð sem slík samtök bera á slíkri hvatningu sem síðan gæti skilið þá eftir á köldum klaka sem létu glepjast..

Auðvitað ekki, svoleiðis samtök bera ekki ábyrgð enda talsmenn þeirra sjálfskipaðir og töluðu af fullkomnu ábyrðgarleysi um þessi mál á þeim tíma.


mbl.is Óvíst um áhrif fyrir óskilvísa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... væri ekki eðlilegra hjá þér að velta því fyrir þér hvort það hafið verið yfirleitt mögulegt fyrir fólk og fyrirtæki að standa í skilum sem voru með ólöglega stökkbreytta höfuðstóla, jafnvel þrefalda greiðslubirgði miðað við greiðsluáætlun! Hvað átti þetta fólk að gera, hvað gat það gert? Helgi Hjörvar er búinn að svara heiðarlega og vel í þeim viðtölum sem ég hef séð eftir dóminn en Steingrímur virðist því miður halda sig við sama heygarðshornið þ.e. að verja hagsmuni bankanna út í rauðan ....

Ómar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 21:07

2 identicon

Ólögleg, ólöglega endurreiknuð og ólöglega innheimt lán geta aldrei verið í vanskilum.

 Þetta er bara enn ein vesæl tilraunin hjá bönkunum að fá lengri frest á þessi mál.

 Það er ekki hægt að vera í skilum með lán á meðan ekki einu sinni bankinn sjálfur hefur minnstu hugmynd um hvað lántakandinn á að borga.

Sigurður (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 22:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fullyrðingar síðuhaldara eru einfaldlega rangar. Fordæmisgildi dómsins er skýrt fyrir alla þegar greidda gjallddaga. Alveg sama hvað síðar kann að hafa orðið í einstaklingsbundnum tilvikum.

Það þýðir að sá sem tók lán t.d. 2007 og var búinn að greiða af því t.d. 24 gjalddaga þegar komið var fram til ársins 2009 og hann hætti að borga, á samt rétt á samningsvöxtum fyrir 24 greidda gjalddaga.

Þegar þar var komið við sögu var hann búinn að ofgreiða talsvert og hann á rétt á því að ráðstafa þeirri inneign upp í innheimtur næstu gjalddaga þar á eftir, segjum fram á mitt ár 2010 þegar dómur féll?

Samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu og samningalögum er það réttur neytenda að halda eftir greiðslu vegna vanefnda lánveitanda eins og á við í þessu tilfelli þar sem samningurinn var ólöglegur.

Á þeim tíma sem hann hefur gert það er jafnframt óheimilt að krefja hann um dráttarvexti. Loks er óheimilt að svipta hann til framtíðar þeim vöxtum sem hann samdi um í byrjun.

Lesið bara íslensk lög og þá kemur í ljós að þau eru bara ansi góð ef fólk og sérstaklega fyrirtæki myndu drattast til að fara eftir þeim.

Sú barátta sem Hagsmunasamtök heimilanna og aðrir hafa staðið fyrir gegn lögleysunni varðandi gengistryggðu lánin hefur fram til þessa skilað íslenskum aðilum eitthvað nálægt 150 milljarða ávinningi og á líklega eftir að skila öðru eins í viðbót ef allt gengur eftir, miðað við upplýsingar sem koma fram í ársskýrslu FME.

Ef það á einhver að njóta ábyrgðar á því þá bendi ég á málskostnaðarreikning samtakanna vegna málaferla gegn almennu verðtryggingunni: Reikn. 1110-05-250427 kt. 520209-2120.

Allt sem hefur verið gert varðandi gengistrygginguna mun gagnast í því máli, til leiðréttingar og afnáms verðtryggingar. Njótið vel kæra þjóð.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2012 kl. 23:54

4 Smámynd: Sandy

Það er með öllu óásættanlegt að það þurfi tvo Hæstaréttadóma til að ýta við bönkunum og enn tala þeir um að það þurfi fleiri dóma til að þeir skilji hvernig á að reikna út úr þessu dæmi. Bankarnir voru ekki lengi eftir að þeir fengu í gegn frá sitjandi ríkisstjórn ólögleg lög þ.e. Árna Páls lögin til að reikna út úr gengislánum þá,enda sáu þeir að þeir gætu haldið eftir töluverðu fjármagni með því móti.

Ég kom nálægt því að hjálpa einum einstakling við gengistryggt bílalán, hann hafði ávallt verið í skilum með sitt lán, hann er með 8.35% samningsvexti,þegar verið var að reikna út eftir uppáhaldslögum bankanna þá fóru breytilegir vextir Seðlabankanns hæst í rúm 23% svo þessi einstaklingur á ennþá inni hjá bankanum töluverða fjármuni,en hann hefur ávallt síðan staðið við sitt lán og ætti því ekki að þurfa að bíða frekar eftir útreikningi, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar liggur það alveg ljóst fyrir að þeir sem  hafa fullnaða kvittun eigi að fá endurútreikning samkvæmt því og ættu ekki að þurfa að bíða eftir að bankarnir fullnusta dóminn.

Annað dæmi veit ég um og öllu alvarlegra, hjón sem áttu íbúð með láni frá Íbúðalánasjóði sem tekið var 2003 þeim gekk vel að borga framan af, því þau lögðu sjálf fram 10 millj við kaupin, árið 2007 og framan af árinu 2008 hækkuðu þessi lán alveg út úr korti,en áfram reyndu þau að greiða af þessu, þau höfðu einnig keypt sér gamlan bíl og honum fylgdi gengislán frá Lýsingu. Svo kom hrunið og allt fór í flækju afborganir af íbúðinni komnar upp úr öllu og einnig erfitt að borga af bílnum, svo þegar boðið var upp á frystingu þá tóku þau því. þegar svo kom að því að reikna út gengislánið þá fengu þau enga leiðréttingu á þeim forsendum að þau hefðu keypt bílinn af öðrum, svo fáránleg sem þessi rök eru, því að mínu viti áttu þau að fá greitt til baka samkvæmt þeim greiðslukvittunum sem þau höfðu í höndunum.Íbúðin kom svo úr frystingu og hvað skeði greiðslubyrgðin var þá orðin svo há að engin leið var að greiða og ekki stóð þeim til boða að dreifa þeim greiðslum á lengri tíma svo þau töpuðu öllu sem þau áttu og hafa enga möguleika að byrja að nýju. Svo ef við veltum fyrir okkur ábyrgðinni þá liggur hún hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum og ætti ekki nokkur maður að taka þeirra málstað.Að mínu viti ætti fólk sem hefur lent í því að missa sitt hvort sem það er vegna gengis eða verðtryggðra lána að taka sig saman og höfða skaðabótamál á hendur bönkum og einnig ríkinu setji þeir lög sem vísvitandi eru ætluð til að skerða þann rétt sem almenningur á.

Sandy, 20.10.2012 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818126

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband