Mun alltaf vera á móti - sama hvað sagt verður.

„Í fyrradag sat sá, sem þetta ritar, fund svonefndrar Evrópustofu, sem kynnir sig sem hlutlæga upplýsingaveitu um málefni ESB. Nú er flestum ljóst að Evrópusambandið er ekki hlutlaus stofnun heldur hápólitísk,“ segir Tómas Ingi Olrich, fv. alþingismaður og ráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Tómas Ingi er einn þeirra manna sem mun alltaf vera á móti ESB aðild. Það er ekki vegna þess að hann hafi einhverja hugmynd um hvernig samningur verður á borðinu eða af málefnalegum ástæðum

Hann er bara í flokki með Ragnari Arnalds og Hjörleifi Guttormssyni í þjóðrembuleiðangrinum sem einkenndi kaldastríðsárin á Íslandi.

Þessir menn munu aldrei breytast....sama hvað.


mbl.is Tómas Ingi: Fyrstu skrefin ekki gæfuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sumir geta ekki hugsað sér annað en ESB hvað sem á gengur, þeir sjá ekki raunveruleikann fyrir glamurbirtunni sem stafar af stjörnum ESB-fánans.  Já, sumir láta ekki segjast, þeir beygja sig og bugta fyrir fylkingunni sem hefur aðeins eitt á stefnuskrá sinni, sama hversu vitlaust það er.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.3.2012 kl. 14:57

2 identicon

Ég las það í fréttum að þennan fund ESB stofu á Akureyri hefðu sótt aðeins 20 til 30 manns þrátt fyrir að hafa verið mikið auglýstur. Öllu var til tjaldað fjöldi starfsmanna ESB stofu og ESB sendiráðsins með sjálfan sendiherra ESB í broddi fylkingar. Sem var ekki lengi að brjóta þær allar þær reglur um hlutleysi sem þessi ESB apparöt höfðu í upphafi hátíðlega reynt að ljúga að fjölmiðlum og þjóðinni. Ekki furða að tómas Ingi hafi sagt að þetta hundruða milljarða áróðursverkefni ESB færi ekki gæfulega á stað.

Gera má ráð fyrir að vel helmingur af þessum örfáu hræðum sem þarna mættu hafi verið svipað innréttaðir og Tómas Ingi er að mati síðuhöfundar, þ.e. að þeirra skoðunum gegn ESB innlimun verði ekki breytt.

Hvað þá með þessa fimmtán eins og Jón Inga og kannski svo örfáa sem enn eru ekki búnir að gera upp hug sinn í þessu ESB máli. Gera má ráð fyrir að svona fundur með flugfargjöldum og uppihaldi á dýrustu hótelum bæjarins ásamt undirbúningi og leigu á rándýrum fundarsal og eflaust veitingum þar líka kosti sitt. Ég reikna með að kostnaður fari ekki undir 500.000 krónum fyrir svona silkihúfulið. Þannig að herkostnaðurinn á þessa ca 15 manns sem enn eru ESB sinnaðir eða hafa ekki gert upp hug sinn hefur verið vel yfir 150.000 krónur per haus.

Annars ættir þú Jón Ingi ekki að gera lítið úr skoðunum Tómasar Inga í andstöðu sinni við ESB valdið. Hann þekkir þetta vel maðurinn sem alþingismaður til margra ára, formaður utanríkismálanefndar alþingis um tíma og síðan sendiherra í ESB landinu Frakklandi til margra ára. Hann ætti því að vera fróðari um þessi mál en margur annar sem tjáir sig.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband