Hver greiðir ferðina ?

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, og Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang Nubo hér á landi, eru nú á leið til Kína til fundar við Huang um fjárfestingar í Norðurþingi.

Svona í ljósi umræðu um ferðir stjórnar og starfsmanna lífeyrissjóðanna væri fróðlegt að vita hvort N-Þing eða Huang greiðir fyrir þessa ferð.

Þetta hefur valdið hvað mestum hávaða í lífeyrismálaumræðunni og menn þar á bæ hafa varið þessar ferðir með því að þeir væru að skoða fjárfestingamöguleika og kynna sér þá.

Ekki illa meint, en hér er um sambærilegt ferðalag að ræða og því gaman að vita hver borgar.


mbl.is Fundar með Huang í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Af ýmsu verða menn frægir. Sennilega verður varla lengra farið með grasið i skónum. Vel kann að vera að meira en milljarður manna hlægi sig máttlausa af þessari dellu um allt Kínaveldi.

Hver skyldi borga? Það er góð spurning.

Ætli Kínverjar spyrji ekki þessa langferðamenn hvort þeir séu ekki tilbúnir að veita aðgang að höfn, svona sem aukabónus?

Kveðja norður heiðar.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2012 kl. 14:03

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

talandi um þessa vitleysu og þú Guðjón minnist á hlátur í kína. Ég var í Kína þegar að Icesafe málið var í algleymingi. Á göngu með konu minni þá komu nokkrir skólaunglingar og buðu þjónustu þér leiðsögn fyrir að fá að tala ensku við okkur. Þau spurði hvaðan við værum og þegar við sögðum Ísland þá hló allur hópurinn á kínversku. Þeir hlóu og hlógu og sögði Icesafe, icesafe í bunu. Já ég er viss um að kínverjar hlægja að þessari þjóð sem reynir að selja móðurland sitt með allskonar prettum. Er þetta ekki grátlegt.

Valdimar Samúelsson, 9.2.2012 kl. 16:59

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Valdimar... ertu að reyna að halda því fram að Kínverjar hefi skilið Icesave og hlegið þess vegna .... meirihluti Íslendinga skildi aldrei icesave og skilja ekki enn...hvað þá Kínverjar.... en líklega eykst skilningurinn þegar búið verður að dæma okkur þar.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.2.2012 kl. 17:52

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það átti ALDREI að kjósa um þessa Icesave vitleysu. Málið var að nægar eignir voru fyrir þessari skuld í Landsbankanum , hófu þetta hundómerkilega mál upp í efstu hæðir þó svo að búið væri að semja um það. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og einhverjir aðrir með Ólaf Ragnar í broddi fylkingar ákváðu að gera þetta að einhverri tilfinningavellu um „afsal“ á sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Svipuð rök eru höfð frammi varðandi EBE. Þetta allt hefur tafið fyrir endurreisninni sem stjórnarandstæðan er seint og snemma er aftur að skamma ríkisstjórnina fyrir: að gera ekkert neitt!

Ekki aðhöfðust þessir aðilar neitt í einkavæðingu bankanna. Þeir létu vildarvini sína ekki einu sinni greiða bankana fullu verði enda voru þeir mjög iðnir við að greiða í kosningasjóði ýmissa eins og Guðlaugs Þórs, styrkjakóngsins ókrýnda.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2012 kl. 18:45

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kínversku unglingarnir skildu hve ruglað þetta dæmi var að fá pening frá fólki til að braska með út í loftið. Hvað var annars planið að gera við þessar innlagnir.

Valdimar Samúelsson, 9.2.2012 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband