Hvar eru Bændasamtökin núna ?

Matvælastofnun (MAST) segir að ekkert bendi til þess að neytendum stafi hætta af iðnaðarsalti, sem notað hefur verið í matvælaframleiðslu hér á landi.

_______________

Það er búið að æpa mikið á Matvælastofnun og fyrirtækið sem seldi saltið. Merkingar eru samt sem áður greinilegar á umbúðum og allir þeir sem vinna í matvælafraleiðslu ættu að vita að merkingarnar segðu að þetta ætti ekki að nota í matvæli.

Sum fyrirtæki hafa gefið upp í hvað salti var notað og í það minnsta eitt fyrirtæki hefur innkallað vörur.

Fram að þessu hafa Bændasamtökin og landbúnaðurinn átt sér einn óvin, þ.e. jafnaðarmenn sem hafa vilja taka á landbúnaðarkerfinu og færa það til nútímans.

Nú hafa þeir eignast einn í viðbót, Matvælastofnun og þar með hefur óvinum þeirra fjölgað um helming.

En ég sakna þess að Bændasamtökin sem sjaldan þegja ef það hentar þeim hafa þagað þunnu hljóði yfir þætti framleiðslufyrirtækjanna í matvælaiðnaði sem notuðu þetta salt þrátt fyrir að þeim ætti að vera ljóst að það var ekki ætlað í matvæli.

Kannski tengist þögn Bændasamtakanna þeirri staðreynd að bændur eiga meirihluta í hinum ýmsu matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr landbúnaðarafurðum.

Mér hefur fundist skorta á að Bændasamtökin hafi ályktað og skorað á þessi fyrirtæki að gefa það upp hvort og þá í hvað þau hafa notað iðnaðarsalt.

Stundum verður þögnin hrópandi.


mbl.is Iðnaðarsaltið ekki hættulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega er það vegna þess að Jói Fél. er orðinn formaður Bændasamtakanna.   Biddu hann um að þurrka saknaðartárin !

Ágúst J. (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 17:21

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er nú einusinni þannig að bændur salta ekki kjötið- búa ekki til álegg- því miður- og eru afar lítið að skoða hvað aðilar sem fara höndum um afurðir þeirra- gera.

 Afurðin er í sínum uppruna góð- en meðferð hennar eftir að hún fer á markað er önnur saga.

 Þarna þurfa bændur að gera eitthvað.

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.1.2012 kl. 17:35

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eigum við ekki að hætta að kaupa gróft salt úti í búð, vegna þess að það er ekki sigtað?

Það er einhver græðgis-spilling í kerfinu, á bak við þetta íslenska rugl-svika-regluverk, sem ekki virðis vera að virka eðlilega.

Það skyldi þó ekki vera spillt flokks-eigenda-stjórnmála-klíkan óflokksbundna, sem vill hafa svona göt á reglukerfinu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2012 kl. 19:31

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Legg til að við sveitamenn landsins sameinumst gegn þeim sem hafa okkur að fíflum. Auðvitað voru það „milliliðirnir“ sem hugðust græða á tá og fingri að flytja til landsmanna maðkað mjöl, fúnar spýtur, svínafóðurskartöflur og nú síðast iðnaðarsalt og áburð þaulmengaðan af þungamálmum allt frá 18. öld og fram á þennan tíma.

Leiðari Bændablaðsins í gær var ágætur þangað til hann fer að agnúast í okkur sem viljum gjarnan EBE fremur en kínversku leiðina til uppbyggingar atvinnulífi landsmanna.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2012 kl. 19:50

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Lásuð þið ekki féttina?  Þetta er sama saltið - bara mismunadi stærðarflokkað

Kristinn Pétursson, 20.1.2012 kl. 20:32

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í iðnaðarsaltinu er 99% NaCl, - en hvað er í þessu eina prósenti sem upp á vantar í blönduna? Það gætu verið varhugaverð efni og efnasambönd! Saltið er ekki nógu hreint til framleiðslu matvæla en hefur sennilega ekki haft neinn skaða enn sem vitað er um.

Er réttlætanlegt að spara örfáa aura með að nota ódýrara iðnaðarsalt en hreint salt sem er framleitt til matvælaframleiðslu?

Mér finnst það jaðra við heimsku.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2012 kl. 20:51

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Nei sjáið þið þetta er ræingarherferð á vegum ESB hugmynda. Iðnaðarsalt er salt sem notað í matariðnað. Það geta allir séð að þeir fara ekki að kaupa sér saltstauk til að salta nokkur tonn að kjöti eða öðrum matvörum.Hvað með saltið sem notað er að salta fisk. Það er mokað með gröfum upp í síló og síaðn sett í 500 kg poka. Í gamladaga var þetta flutt sem lestarvara þ.e. bulk containers. Það er akkur ESB að allt gangi sem verst hér svo fólk verði önugt ít í hið opinbera. Munið að ESB hefir sendiréð hér sem vinnur að svona málumþ Bretar núna eru að fordæma ESB vegna áróðurs á skólabörn. Það er seld sápa sem merkt er for industrial use en það er yfirleitt vegna magns sem fyrirtæki vilja ekki vegna efna.

Valdimar Samúelsson, 20.1.2012 kl. 21:01

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Í iðnaðarsaltinu er 99% NaCl, - en hvað er í þessu eina prósenti sem upp á vantar í blönduna?" Guðjón, það er ekkert varhugavert í þessu eina prósenti, þar er að finna hin ýmsu lífsnauðsinleg næringarefni, og það allt "lífrænt", þannig að ef eithvað er varhugavert við þetta að þá þurfum við að skoða hugtakið "lífrænt" sem eiturefni.

 Ágúst, hvar kemur fram að jói fel sé kominn inn í MAST eða Bændasamtökin?

"Það er búið að æpa mikið á Matvælastofnun og fyrirtækið sem seldi saltið. Merkingar eru samt sem áður greinilegar á umbúðum og allir þeir sem vinna í matvælafraleiðslu ættu að vita að merkingarnar segðu að þetta ætti ekki að nota í matvæli."  Skil ekki af hverju það er verið að "æpa" á MAST eða Lýðheilsustöðina. Þeir hjá Lýðheilsustöðinni gera ekkert annað en að mæla næringagildið sem almenningur innbyrðir, hreyfingu sem þjóðin framkvæmir og að rannsaka lyfnaðarhætti landans og koma með úrbætur til handa þjóðinni. MAST Sér um að taka stikkprufur og mæla lífsýni þar sem á sem og að fylgjast með því hvort vel sé farið með sláturdýrin; Lýðheilsustöð sér ekkert athugavert við næringuna sem er í saltinu og MAST sér ekkert óeðlilegt. Það er heibrigðiseftirlitið sem á að fylgjast með því að framleiðandin sé vottaður. Einnig hefur ölgerðin fengið á sig skammir sem margar eiga rétt á sér en alls ekki allar. Fyrirtækið Akzo Nobel er vottað fyrir framleiðslu matvæla(fyrirtækin og framleiðsla þeirra eru vottuð ekki einstaka vörur) og sendir efnalýsingu með hverri pöntun og allar eru þær (vel) innan þeirra marka sem salt þarf að vera til að teljast neysluhæft. Þetta er ekkert annað en stormur í vatnsglasi sem hefur verið þyrlað upp í þeirri von að það auki stuðning við ESB bröltið.

Brynjar Þór Guðmundsson, 20.1.2012 kl. 21:48

9 identicon

Jón Ingi, - hvað ertu eiginlega að gagga? Þú lætur eins og bændasamtökinn hafi flutt þetta inn, en það rétta er að:

- Innflutningsaðili er nú bara Egill Skalla í Reykjavík.

- Saltið er vita skaðlaust með öllu, og nokk hollara en venjulegt salt úr búðarhillu. 

- Saltið er jafn gróft og allt annað salt þegar uppleyst er.

Og svo hvað varðar prósentið, - þá eru það snefilefni í mjög góðum balans. Ekkert skaðlegt í saltinu við stór-inntöku nema þessi 99% af NaCl.

Þvílík aula-túlkun á þessu. Kíkið næst á pakkann á Kornax hveiti, og svo skal ég promptlega útskýra margt þar, haha.

- EINA fyrirtækið sem innkallaði vöru var í eigu bænda, og voru þeir grandalausir, þar sem þeir fengu iðnaðarsaltið góða í stað þess hefðbundna. Þeir pöntuðu  það ekki einu sinni!

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 22:09

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Logi..ég sé það á því sem þú skrifar að þú skilur ekki hvað ég er að segja...prófaðu að lesa þetta aftur.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.1.2012 kl. 22:28

11 Smámynd: Kristinn Pétursson

99% NaCl.  Hvað er þá í þessu eina?

Ég rak fyrirtæki sem saltaði þorsk í um 30 ár og við fengum efnagreiningar til að geyma  á lager í Innra Eftirliti fyrirtækisins. Eftir minni er  stærri hlutinn af því sem upp á vantar í eina prósentið Magnesíum og  Kalsíum,...

bæði þessi efni eru seld sem fæðubótarefni - svo ekki skaða þau...

Allt málið var  aldrei nein frétt.   Þetta er bull frá upphafi til enda - eins og sést glögglega á þessum kafla í yfirlýsingu MAST (Matvælastofnunar) ...

... umrætt salt er framleitt í lokuðu kerfi hjá Akzo Nobel í Danmörku og sé á öllum stigum framleiðsluferils varið fyrir utanaðkomandi mengun. Það sé flokkað með sigtun í iðnaðarsalt, þar sem hámarkskornastærð er 4 mm, og matarsalt þar sem hámarkskornastærð er 1,9 mm."

...MAST segir, að  Saltið sé geymt í sílóum þar til því sé pakkað. Fyrir pökkun sé salt til matvælavinnslu sigtað að nýju en iðnaðarsaltinu sé pakkað án frekari sigtunar. Saltið sé geymt í húsnæði sem sé þétt gagnvart vindi og regni.

Er þá ekki málið alveg á HREINU??   Risastór misskilningur sem varð að "frétt".

enda - af hverju mætti ekki nota iðanaðarsalt   í matvælaiðnað?

eini munurinn er kornastærðin.

Þetta er jafn gáfuleg umfjöllun - og það mætti vara drekka  - eitt glas af vatni.  Ef vetnið væri sett á brúsa - þyrfi "vottorð" - til að hella vatni í glasið aftur...

Kristinn Pétursson, 21.1.2012 kl. 00:13

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Valdimar: hvað ertu að tengja þessu salti við EBE? Ef farið er nákvæmlega eftir regluverki EBE þá hefði þetta iðnaðarsalt aldrei verið selt til matvælaframleiðslu hvorki á Íslandi né öðrum löndum í Evrópu.

Brynjar: Hefðuru rannsakað þetta salt eða hefurðu aðgang að rannsóknarniðurstöðum? Hvernig  getur þú sett fram fullyrðingu án þess að hafa eitthvað til að styðja mál þitt?

Ef minnsti grun ur er um að þetta salt inniheldur varasöm efni eins og þungamálma, þá er það óhæft til framleiðslu vara ætluðum til manneldis.

Í gamla daga var mikill sóðaskapur í tengslum við salt. Hver man ekki eftir frásögnum Þórbergs á skútuárunum hans? Þá var töluvert um það að menn „kukkuðu“ í saltið. Gamlir menn muna enn eftir sóðaskap tengdu við saltfiskverkun bæði á sjó og í landi.

Guðjón Sigþór Jensson, 22.1.2012 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818225

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband