Fordómar lýsa sér í þessari fyrirsögn.

Refur flæðir nú fram um byggðir í Borgarfirði þar sem hann hefur lítt sést áður og er nú jafnvel farinn að sjást í sumarhúsabyggð. Þetta segir Páll Snævar Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð.

Það lýsir fordómum og þekkingarleysi að kalla refinn varg. Heimskautarefurinn er merkt dýr og hefur verið hér í árþúsundir.

Sumir eiga sér þann draum að útrýma refnum úr náttúrunni svo þeir geti haft hana út af fyrir sig. Sama átti sér stað með erni á sínum tíma þegar bændur og hagsmunaaðilar gengu svo langt að eitra fyrir þeim og tókst nærri að útrýma. Maður skynjar stundum það sama gagnvart refnum.

Það er jafnvægi í náttúrunni, ef einhver hefur raskað því jafnvægi er það maðurinn en ekki refurinn.

Sorgleg afstaða sem lýsir fordómum og þekkingarleysi á náttúrunni.


mbl.is Vargurinn flæðir fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér

Óskar Þorkelsson, 29.8.2011 kl. 11:17

2 identicon

Ég held að það hafi aldrei verið eitrað fyrir erni, en ernir fóru í eitraðan útburð sem var borinn út fyrir ref. Náttúran leitar alltaf jafnvægis, það er spurning hvort þú viljir  ekki  láta hana sjá um að halda mannkyninu í skefjum og hætta allri félags og heilbrigðisþjónustu, láta náttúruna bara  sjá um þetta þeir hæfustu lifa  af.

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 14:00

3 identicon

P. s. ég er alls ekki hlynntur refaveiðum og tel mig vita um  mýmörg dæmi þar sem refur er hafður fyrir rangri sök. oftast  af völdum vorhreta og hunda. S.S.

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 14:04

4 identicon

Refurinn er bölvaður vargur sem og minkurinn. Það er full þörf á að útrýma minknum og grisja refastofninn.

K (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 14:48

5 identicon

Hver er munurinn á rándýri og vargi ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 18:02

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Ertu þá að segja að það eigi að fækka fólki í Borgarfirði og láta refinn vera?;)  Ég hef þekkt margt ágætt fólk þarna og myndi sjá eftir því!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 29.8.2011 kl. 18:36

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sá sem gengið hefur fram á greni þar sem 6 tófuyrðlingar voru að gæða sér á nýdrepnum lömbum spyr hvort þeim sem svona ritar sé sjálfrátt?

Það eykur á vægi spurningarinnar að auk þess voru milli 40 og 60 lambahausar á greninu og með marki undirritaðs þar sem greina mátti markið.

Glöggur bóndi við Djúp segir að varla heyrist nú tíst í mófugli á vordögum á stórum svæðum.

Óþarflega margar sögur berast af dýrbitnum kindum fullorðnum eða hálfvöxnum.

Refurinn er sannkallaður vargur í lífríkinu og honum þarf að halda innan afar þröngra marka hvað fjölda og útbreiðslu áhrærir. Hvergi hef ég séð því hreyft að útrýma eigi ref enda væri það utan allra skynsemimarka.

Heimska getur verið ámælisverð og svo langt getur hún teygst að hún ætti að vera refsiverð.

Árni Gunnarsson, 29.8.2011 kl. 20:16

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samúel...kynntu þér hvað menn hafa verið að bardúsa við arnarvörp við Breiðafjörð.. það hefði ekki átt að fara framhjá þér sú umræða.

Það er svo sem ekkert nýtt að heyra menn tala um að réttur lamba í náttúrunni sé meiri en refa, það er löngu þekkt og lýsir best hvað menn eru sjálflægir og fjarri því að átta sig á náttúrunni og því sem þar fer fram. Árni þú mátt kalla það allskonar nöfnum en mín skoðun er að refur hafi jafnan rétt á við kindur sem beitt er á lönd þar sem refur hefur alltaf verið.

Þessi mófuglasaga er náttúrulega kátbrosleg því ef svo væri hefði enginn mófugl lifað af þau árþúsund sem liðu áður en menn mættu með sitt hafurtask til Íslands og refir léku lausum hala.

Dýrbítar eru jafn hundar sem refir og refurinn er ekki vargur í náttúrunni, hann tekur það sem hann þarf og fjölgar og fækkar eftir hversu gjöful náttúran er hverju sinni. Minkurinn er aftur á mót grimmari og tekur meira en hann þarf og náttúra Íslands er ekki í jafnvægi þegar honum fjölgar mikið.

En þeir sem kalla þá heimska sem ekki eru samála þeim lýsa sjálfum sér best

Rándýr er samheiti yfir dýraflokk...vargur er eitthvað sem drepur eða meiðir að nauðsynjalausu en ekki sér til matar.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.8.2011 kl. 21:07

9 identicon

það væri hollt fyrir margann að hugsa aðeins út fyrir boxið.

Prófið að ímynda ykkur að mannkynið væri ekki fólk, heldur eitthvað dýr.t.d.maurar.

Hverning hljómar það að þessi maurategund sem hefur nú þegar stíflað nokkrar stærstu ár landsins og fært árfarvegi til. Maurarnir hafa nú þegar fælt alla fugla úr móum og byggt sér risastór bú,svo stór að sjá má búinn utan úr geimnum.

Maurarnir hafa líka grafið sér göng og gert skörð í fjöll til að auðvelda sér flutning á milli maurabúa.

Verst er þó hverning Maurarnir ganga hart fram í að veiða önnur dýr og eru nokkrar dýrategundir horfnar að eilífu vegna ágangs mauranna.

.....mér datt þetta svona í hug, vegna þess að Rebbi nam land hér löngu áður en Ingólfur kom.

Rúnar (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 22:55

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að vera sammála eða ekki hefur lítið vægi í tilliti heimsku Jón Ingi. Það er nú einu sinni svo að búsmali og æðarfugl hefur verið ásamt fiskfangi uppistaða næringar og fatnaðar í búsetu þessarar þjóðar allt fram til miðbiks síðustu aldar.

Nú hefur þú kveðið upp þann úrskurð að refurinn, dýrbíturinn eigi að hafa jafnan rétt og sauðkindin á afréttum þessa lands, já og jafnvel líka á túnum. Þú telur að maðurinn eigi jafnvel að víkja fyrir dýrum merkurinnar og sú skoðun þín fellur mér í rauninni alls ekki illa. 

Eg hef lengi talið að maðurinn sé mesta meindýrið og um það sé tæpast unnt að deila.

En þrátt fyrir það er ég ekki tilbúinn að viðurkenna að bændur eigi að víkja fyrir ref á Íslandi og enn mun ég þiggja að snæða villibráð ef mér gefst færi á.

Refurinn á tilverurétt og um það hefur ekki verið deilt. Refurinn er hinsvegar meindýr sem þarf að halda í skefjum og það mun verða gert.

Þú telur lítið mark takandi á Indriða bónda á Skjaldfönn. þar skilur á milli okkar líka því ég tek mikilu meira mark á honum en þér því hann er veiðmaður og engir eru meiri náttúruverndarmenn en veiðimenn enda skilja þeir það umhverfi sem þeir lifa í og lifa með.

Þú tekur mig í kennslustund í náttúrufræðum þegar þú vitnar til Íslands við upphaf landnáms. Þú skalt ekki ganga lengra í að tala niður til mín í tengslum við náttúru landsins, sögu þess og lífríki. Ég treysti mér til að kljást við þig á þeim vettvangi og er meira að segja tilbúinn að hafa nokkra glögga áheyrendur viðstadda.

Þú veist ámóta mikið um ástand mófugla við landnám og ég. Og það er ekki nokkur vissa fyrir því að fjöldi mófuglategunda hafi verið fjölskrúðugur við landnám. En kannski veist þú að um leið og maðurinn tekur til við að raska lífríkinu þá byrja skekkjur að myndast. Þess vegna veit enginn hversu mófuglum vegnaði í sambúðinni við refinn á meðan landið var óbyggt af mönnum.

Og kannski þarftu að ganga fram á kind sem er étin upp að augum af tófu til að átta þig á því að líklega hafi eftir allt saman einum ref verið ofaukið á Íslandi.

Að lokum: Hvernig geturðu ályktað um íslenska refinn fyrr og nú í lífríki landsins?

Veistu hvort - eða hvaða - erfðabreytingar hafa orðið í stofninum við blöndun eftir að refir fóru að sleppa úr refabúum?

Árni Gunnarsson, 29.8.2011 kl. 22:56

11 identicon

Sæll Jón Ingi

Get ekki annað en að gamni spurt þig um,  hvað þú hefur mikinn skilning á náttúrunni?  Fyrst þú talar um hér um ýmislegt tengt náttúrunni, væri til í að fræðast nánar um þetta, og vona að þú getir svarað eftirfarandi spurningum hjá mér :)

Á hverju lifir refurinn?? Ef refurinn er ekki vargur hví er þá talað um það í íslenskum orðabókum? Hvernig var fuglalíf hér áður? Finnst þér þá ekki í lagi að verja búfénað? Veistu hvað er mikið af ref á Íslandi í dag? Svo hefur maður heyrt af ansi mörgum dæmum þar sem að varpi er algjörlega haldið niðri af tófu, eru það þá bara kjaftasögur sem skal slá af borðinu??  Hvenær mundi refnum fara að fækka þegar matarskorts fer að gæta??  Er ekki hætta á að   refurinn næði að klára einhverja fuglastofna hér á landi  áður en honum færi að fækka?   Svo að lokum fjölgar ekki refnum ansi hratt ef hann er ekki veiddur??                  

 Með von um skjót og góð svör....

Sveinn (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 23:00

12 identicon

Þar sem er refur...þar er ekkert fuglalíf.  Svo einfalt er það.  Refurinn og lúpínan eiga margt sameginlegt.  Bæði leggja undir sig stór svæði og eyða þar öllu.  Lúpínan vilta gróðrinum en Refurinn vilta fuglalífinu.  Það verður gaman að ganga um slík svæði í framtíðini..líkast eins og á tunglinu.

Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 23:38

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að refur éti rollu er mér slétt sama um, enda eiga bændur að hunskast til að hugsa um þessar skaðræðiskepnur.. en þa ðer svolítið merkileg þessi refa umræða á íslandi því heimskautarefurinn sem sá íslenski sannarlega er , er allstaðar á hrakhólum og á erfitt uppdráttar í lífríkinu nema á íslandi.. ísland er eina landsvæðið þar sem heimskautarefur fjölgar sér án utanaðkomandi aðstoðar .. en að halda því fram að refurinn útrými mófuglum er eitt mesta kjaftæði sem e´g veit um.. ef refnum fjölgar mikið á einu svæði sér náttúran um úrvalið.. hann étur sjáflan sig til dauða.. með öo.. ef hann fækkar svo mikið í þeim fuglastofnum sem á svæðinu voru , þá mun hann svelta næsta ár.. einfalt mál.. að rebbi eigi auðveldan aðgang að lömbum segir mér að bændur hugsa ekkert um þessa afurð síðna .. gróusögur um 50-40 dauð lömb fyrir utan eitt greni blæs ég á því rebbi karlinn er ekki mikið stærri en heimilisköttur og mundi aldrei getað torgað 50-60 lömbum á einu ári.. þetta er meira að segja meira magn af kjöti en úlfur þarf til að lifa af veturinn...

en það er gaman að lesa skoðanaskiptin og það er greinilegt að Árni veit hvað hann syngur að mestu..

Óskar Þorkelsson, 30.8.2011 kl. 09:42

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eiginlega skil ég ósköp lítið í þessu innleggi þínu Óskar Þ. enda kæmi mér þetta kannski ekki við nema af því að þú nefnir mig.

Þú segist blása á gróusögur um 50-40? lömb fyrir utan eitt greni, en síðan segirðu að Árni viti hvað hann syngi að mestu.

Nú verð ég að upplýsa þig og aðra sem kynnu að hafa efasemdir um þessa lambahausa á umræddu greni að maðurinn sem fann grenið og taldi hausana er sá sem skrifar undir þessa athugasemd.

Svo skulum við halda okkur við staðreyndir og frásagnir vandaðra manna. Mófugli hefur fækkað og sést varla á Vestfjarðakjálkanum. Þetta vita betur bændur og veiðimenn á svæðinu en Íslendingar búsettir í Noregi Óskar minn góður.

Þetta er farið að minna mig óþarflega á afskipti mín af umræðunni um hvítabjörninn sem felldur var á Þverárfjallinu fyrir norðan þarna um árið. Ég lét mér verða það á að bera blak af yfirlögregluþjóninum sem bar ábyrgð á "voðaverkinu." Það ætlaði allt vitlaust að verða á blogginu vegna þessa og ég var tekinn í gegn fyrir að verja þann glæp að deyða litla, sæta bangsa sem langaði svo mikið til að komast í Húsdýragarðinn og leika sér við börnin.

Hvergi hef ég séð hér á blogginu rætt um litla sæta bangsann sem drap konuna á Svalbarða í fyrra eða litla, sæta bangsann sem drap unglinginn á Svalbarða í sumar og særði nokkra aðra.

Meira að segja garpurinn Sverrir Stormsker sem lokaði bloggsíðu sinni fyrir mér út af Þverárfjallsmorðinu og sagði réttilega að "Árni væri áreiðanlega skíthræddur við ísbirni" - ég hef hvergi séð hann gera grín að drengnum sem sagðist hafa haldið að hann myndi ekki lifa af árásina en komst þú undan nánast helsærður.

Menn ættu kannski að kynna sér lífið í mörkinni og dýrin sem þar lifa áður en þeir taka sterkt til máls um það efni.

Árni Gunnarsson, 30.8.2011 kl. 18:18

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skv þér Árni, þá eru þeir íslendingar sem búsettir hafa verið á vestfjörðum og eiga ættir að rekja þangað síðustu aldir en hafa flutt til noregs ekki marktækir :D.. það sem ég meina með því að þú ert oftast með á nótunum meina ég.. ég tek yfirleitt mark á því sem þú skrifar en ekki í þessu máli.

Sumir refir verðadýrbítar og þá á að fella.. ég treysti hinsvegar bændum alls ekki til þess að gera greinarmun á dýrbít og venjulegum rebba sem bara veiðir fugla og nagdýr ásamt einstaka hræi sér til matar.. í augum bænda er dauður refur góður refur.

50 - 60 dauð lömb fyrir utan eitt greni er uppsafnað frá síðustu árum jafnvel áratug.. greni ganga í erfðir meðal refa og því er nauðsynlegt fyrir bændur að þekkja sitt land.. (alltof fáir þeirra raunverulega þekkja sitt land almennilega) ef greni hefur fengið að vera í friði í 10 ár eða meira með dýrbít innanborðs .. bendir til þess að bændur hafa verið að murka lífið úr þeim refum sem EKKI drepa lömb og afvelta rollur.. enda gera þeir ekki greinarmun þar á flestir hverjir..

Óskar Þorkelsson, 31.8.2011 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 818136

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband