Skynsemin sigrar.

 

„Þetta er galin hugmynd sem var á teikniborðinu á meðan peningarnir fengu að ráða,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. Ennfremur segir Ögmundur að ef ríkisstjórnin myndi ráðast í að flytja flugvöllinn myndi það kosta óhemju fjárútlát. „Ég er mjög afdráttarlaus á þeirri skoðun minni að við eigum að halda flugvellinum í Reykjavík.“

Loksins virðist sem skynsemin hafi orðið öðru yfirsterkari í flugvallarmálinu. Ef í burðarliðnum er samkomulag um að flugvöllur allra landsmanna verði áfram á þeim stað sem hann er nú, þá eru góðar líkur fyrir því að við séum ekki að ana út út í fúlann pytt ofurfjárfestingar og óskynsemi enn einu sinni.

Þessi umræða hefur nú staðið hátt í annan áratug og það er gott ef menn sjá hverskonar vitleysa það var að ætla að eyða milljarðatugum í að færa flugvöll á stað fjarri höfuðborginni. Það hefði sennilega gengið af innanlandsfluginu dauðu og við setið uppi með ígildi annarrar Landeyjarhafnar þar sem kappið var mikið og forsjáin engin.

Nóg komið af slíku og nú skulum við gleðjast.


mbl.is Hætt við nýjan flugvöll á Hólmsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í þetta sinn er ég algjörlega sammála þér Jón Ingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2011 kl. 08:14

2 identicon

Innanríkisráðherrann virðist forpokaður afturhaldskommatittur (svo ég noti gott og gamalt orðalag). Auðvitað á flugvöllurinn í Reykjavík að fara! Engann flugvöll á Hólmsheiði! Færum allt innanlandsflug til Keflavíkur, og ekki nóg með það, heldur hugsum stórt í kreppunni! Nauðsynleg framkvæmd á næstu árum: a)Tvöföldun suðurlandsvegar að Selfossi. b)Tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum amk. Byggjum Sundabraut og tengjum við tvöfaldan vesturlandsveg. Byggjum svo tvöld nútíma jarðgöng úr Nauthólsvík og á Álftnesið, og þaðan önnur jarðgöng í Straumsvík og tengjum við nýja hraðbraut á Keflavíkurflugvöll, bæði fyrir hraðlest og bílaumferð. Þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar til að koma okkur upp úr kreppunni. Gott væri að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu þetta, ættu mannvirkin og fengu af þeim vegtollatekjur.

Óli (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 09:10

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óli... það er í þér gamla 2007 syndrómið...tímabært að vakna. 

Jón Ingi Cæsarsson, 6.7.2011 kl. 09:17

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Óli. Þessar hugmyndir um flutning innanlandsflugs til Keflavíkur eru dæmdar til að mistakast. Og allar þesar framkvæmdir sem þú vilt ráðast í til að bæta samgöngur við Keflavík yrðu gagnslausar og ónýttar. Af hverju ekki bara hraðlest frá samgöngumiðstöð til Keflavíkur? Yrði sennilega mun hagkvæmara til lengri tima litið.

Ódýrast yrði samt, ef flugvöllurinn á að fara, að leggja þá bara niður innanlandsflug á Íslandi, punktur. Það mun einfaldlega leggjast af á stuttum tíma og því óþarfi að fylgja því til grafar með einhverjum stórfelldum samgöngumannvirkjum sem engin þyrfti á að halda að jarðarförinni lokinni.

Viðar Friðgeirsson, 6.7.2011 kl. 10:11

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Ég er sammála þér. Ögmundur Jónasson hefur rétt fyrir sér í þessu vanhugsaða flugvallar-deilumáli. Þetta yrði óhemju dýr framkvæmd, ekki bara í byggingu og flutningi, heldur einnig vegna ísingar, veðra-vandræða. Það virðist gleymast í umræðunni, hversu hátt yfir sjávarborði Hólmsheiði er.

Er ekki rétt á láta vanhugsað Landeyjarhafnar-klúðrið duga, þótt ekki sé öðru dauðadæmdu klúðri bætt við á Hólmsheiði?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.7.2011 kl. 11:03

6 identicon

Allir sem þekkja þetta málefni vita að bullið um flugvöll á Hólmsheiði var raunverulegt bull, til þess eins ætlað að eyðileggja umræðuna um nýjan flugvöll í Reykjavík. Hugmyndin um þá staðsetningu var svo óvavitlaus að þetta liggur ljóst fyrir. 

 

Við höfum nýendurbættan flugvöll á sínum gamla stað í Vatnsmýrinni, það er ágætt en breytir ekki því að miðborgin þarf á landinu að halda undir byggð. Ég hef trú á að í fyllingu tímans verði byggður nýr flugvöllur á landfyllingum í Skerjafirði þar sem veðurskilyrði eru  mun hagstæðari en á Miðnesheiði. Verðmæti byggingarlandsins getur þá gengið upp í nýja fjárfestingu.  Þannig verður áfram tryggð góð tengin landsbyggðarinnar við heilbrigðisþjónustu og stjórnsýslu í höfuðborginni. Sama á við um ferðaþjónustu, ráðstefnur og menningarviðburði. Og Reykjavík mun áfram njóta þess að hafa þennan stóra, þýðingarmikla vinnustað innan sinna marka.

Þetta munum við gera þrátt fyrir jaml, japl og fuður stjórnmálamanna af landsbyggðinni, sem hafa sumir hverjir talið sig til þess kjörna að segja fyrir um skipulagsmál í Reykjavík.

Haukur Brynjolfsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 21:33

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ömmi blanki á hér fágætt innlegg. Flest sem frá honum kemur er nefnilega upplýsing á því hversu skammsýnn/heimskur hann er.

Óskar Guðmundsson, 7.7.2011 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband