En Arngrímur Ísberg og Einar Ingimundarson..tímamótamistök.

 

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi formaður stjórnar Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrum sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru allir sýknaðir í Exeter málinu svokallaða af Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Allir glæpir eru leyfilegir svo framarlega að einhver vafi sé á að þeir hafi verið "óvart eða ekki."

Ég veit ekki á hvaða leið dómskerfið er en mann grunar að hér fáum við þá sýn sem dómarar á Íslandi ætla að hafa á hvítflibblaglæpina í aðdraganda hrunsins og fyrst á eftir..

Dómarar á Íslandi sýna með þessu að almenningur getur alls ekki treyst því að dæmt sé hlutlaust í þessum glæpum og maður spyr sig til hvers er yfirleitt verið að eyða milljörðum í að rannsaka þessi mál og það stappar nærri fullvissu hjá manni að sýknudómar verði það sem koma skal.

Dómskerfið á Íslandi er á leið inn í þá stöðu að enginn trúir því að þar sé dæmt hlutlaust og arfur skipanna dómara frá árum áður skili sér nú í að dómarar standi vörð um þá og það kerfi sem kom þeim á jötuna.

Nú mun reyna á Hæstarétt í þessu máli en því miður hefur maður vonda tilfinningu fyrir því framhaldi.


mbl.is Allir sýknaðir í Exeter málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

dómarar endurspegla hugsunarhátt þjóðarinnar..

Óskar Þorkelsson, 30.6.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta var verra en nokkurn grunaði.

Einar Ingimundarson, héraðsdómari sem dæmdi í Exeter-málinu svokallaða, gegnir stöðu hjá fyrirtæki sem er í eigu Byrs.

Einar sýknaði sakborningana í Exeter-málinu, en Arngrímur Ísberg sem einnig dæmdi í málinu dæmdi á sama veg og Einar. En Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari vildi sakfella tvo sakborninga í málinu. Hún skilaði sérákvæði þar sem rökstuddi það að þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður í Byr og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, skyldu dæmdir sekir um umboðssvik.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.6.2011 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband