Hvað hefur núverandi kerfi rústað mörgum byggðum ?

 

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að með frumvörpum ríkisstjórnarinnar um breytingar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu verði stoðunum kippt undan atvinnulífinu á landsbyggðinni. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi rétt í þessu.

Ég veit ekki í hvaða öfugmælagír Höskuldur er núna. Hann veit það vel að mörg byggðalög...og ekki síst í hans eigin eru í sárum eftir kvótatilfærslur og misnotkun á núverandi kerfi.

Mörg sveitarfélög sitja eftir kvóta og atvinnulaus eftir tilfærslur á kvóta og græðgisvæðingar í núverandi kerfi... og eftir situr fólki atvinnulaust og eignir þess verðlausar.

Með fyrirhuguðum breytingum er reynt að vinda ofan af möguleikum á slíku og í frumvarpinu er gerð tilraun til að slá skildi fyrir þetta...hvernig sem svo mun takast til við breytingar á frumvarpinu sem Jón Bjarnason hefur lagt fram.

Kannski er Höskuldur svona ótengdur, sem ýmislegt bendir til, eða það sem verra væri, og ég vil ekki trúa, kominn í hagsmunagæslu fyrir stóreignakvótaeigendur í núverandi kerfi. Það hafa hingað til verið þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa verið í því hlutverki, að vera búrtíkur LÍÚ, og harla ósennilegt að Framsóknarflokkurinn, sem vill kalla sig flokk landsbyggðarinnar, væri lagstur í þann gírinn...en hver veit.


mbl.is Stoðunum kippt undan landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er afskaplega augljóst og sýnir svo ekki verður um villst að Framsókn og ekki síst Sjálfstæðismenn þyggja drjúgan skilding frá L.Í.Ú.  þess vegna eru þessi hörðu viðbrögð, en skilja þau ekki að þau eru að opinbera spillingu flokka sinna með þessum viðbrögðum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2011 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband