Áhrifaleysi og ósýnleiki verður hlutskipti þeirra.

Sex þingmenn Vinstri grænna munu taka sæti í þeim sex nefndum sem þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sátu í, skv. upplýsingum frá framkvæmdastjóra flokksins. Atli og Lilja sögðu sig úr þingflokki VG í dag.

Þingmenn sem yfirgefa þingflokka sína eru yfirleitt áhrifalausir að mestu eftir það. Fjölmiðlar missa áhugan á að ræða mál við þingmenn sem eru einir á eyðimerkurgöngu.

Atli og Lilja nutu athygli fjölmiða af því þau voru upp á kant við flokkinn sinn og formann. Þegar þau hafa yfirgefið skútuna er öllum slétt sama hvað þeim finnst og hvað þau hafa að segja. Fjölmiðlar munu missa áhugan á að tala við þau og ferðum þeirra í Silfrið hjá Agli mun örugglega fækka...sennilegast að þær hætti alveg.

Nú er búið að skubba þeim út úr nefndum og ráðum og nú eru þau áhrifalaus með hugsjónir sínar í eyðimerkurgöngu.

Hversu oft hefur maður ekki séð þingmenn stökkva út úr þingflokkum og flokkum og nánast alltaf er niðurstaðan sú sama. Þeir hverfa úr umræðunni og síðan af þingi.

Svona er þetta nú bara... hver hefur áhuga á fýlupúka utan flokka ?... ekkert fútt í því.


mbl.is Nýir nefndarmenn í stað Lilju og Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Staða ríkisstjórnarinnar hefur veikst mikið við þetta og nú er Guðríður Lilja að snúa til baka og stórt spurningamerki hvað Ásmundur formaður heimssýnar gerir en hann hefur tilheyrt þessum hópi.

Óðinn Þórisson, 21.3.2011 kl. 18:04

2 identicon

Hvarf Jóhanna Sig af þingi þegar hún sagði skilið við sinn flokk?  Hún er reyndar oft í fýlu en hún situr nú enn...

Sumir líti sér nær!

Skúli (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818079

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband