Afneitun eða blinda ?

 

"Það er mín skoðun að íslenska krónan verði okkar gjaldmiðill, a.m.k. um mörg ár í viðbót og allar aðrar hugmyndir séu óraunhæfar. Ég mun ekki standa að mótun neinnar gjaldeyris- eða peningamálastefnu sem ekki gerir ráð fyrir þeim jafngilda valkosti öðrum, að hér verði íslenska krónan okkar gjaldmiðill áfram."

Eins og allir vita eru fyrirtæki að flýja íslensku krónuna vegna þess að hún er ónothæf og staða hennar veik og ekki á vetur setjandi. Síðast flúði Össur frá Kauphöllinni þó haldið hafi verið í skráningu þar gegn vilja þeirra.

Einnig eru allar líkur á að einhverskonar gjaldeyrishöft verði hér á landi um ókomin ár.

Líklega líkar Steingrími ágætlega að endurvekja þau ár þegar fólk stóð í biðröð eftir gjaldeyri og íslenskur gjaldmiðill var ónothæfur í alþjóðaviðskipum.

Ég trúi varla að fjármálaráðherrann hafi ekki betri skiling á stöðunni...en hann verður líklega að segja þetta vegna vandamála í eigin flokki eins og allir vita.


mbl.is Steingrímur vill byggja á krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Og enn aftur kristallast hér sá gríðarlegi munur sem er í öllum málum hjá ríkisstjórninni sem virðist ekki vera sammála um neitt annað en að halda völum.

Óðinn Þórisson, 14.3.2011 kl. 17:21

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Nú þegar að stóra deilan í IceSave er í raun frá kemur að því að WC og Spillingin þurfa að fara að hugsa.... það gengur vægast sagt illa.

Sundurleitar hugmyndir sem eru í raun ekkii annað en dagdraumar er það besta sem WC-liðar koma með þessa dagana. Rómantísk þvæla sem getur aldrei orðið að raunveruleika.

Það kemur ekkert frá Spillingunni, ekki múkk enda Jóhrannar Erkisauður ekki í 101 póstnúmerinu.

Hvað tekur s.s. við að IceSave loknu?

Þrugl og þvaður sundurleitrar hjarðar komma í tilvistarkreppu!

Óskar Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 18:37

3 identicon

Ég myndi nú segja að þettaværi nú bara raunsæi.Aðrir gjaldmiðlar eru bara ekki inn í myndinni.Til að taka upp Evru þarf í fyrsta lagi að ganga í ESB sem verður ekki samþykkt í bráð og laga ýmis mál hér heima svo við verðum gjaldgengir.Svo er það nú bara ekkert sniðugt eins og staðan er í dag.Og vonlaust að ætla að taka upp Dollar .Svo er þá ekki bara best að reyna að auka trúna á ylhýra Íslenska gjaldmiðilinn þegar annað stendur ekki til boða.Og hætta að tala hana niður.

josef smari asmundsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 18:46

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Hann vill krónuna því hann er fjármálaráðherra og getur notað krónuna eins og písk á hagkerfi sem hann vill helst af öllu miðstýra. Hann talar um afnám gjaldeyrishafta og stöðvun á skuldasöfnun ríkisins en meinar ekki eitt orð með því. Honum líður vel með alla þræði peningamála á höndum sínum og sinna skoðanasystkyna. Hann mun hvorki stöðva skuldasöfnun ríkisins né beita sér af alvöru fyrir afnámi gjaldeyrishaftanna. 

Þetta eru rök Steingríms J. fyrir áframhaldandi notkun krónunnar. 

Önnur rök (og betri, að mínu mati) eru til, en þetta eru hans rök (í raun og veru). 

Geir Ágústsson, 15.3.2011 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband