Vill fólkið afnema þingræðið og koma á einræði ?

 

Stjórn Sambands Ungra framsóknarmanna hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á forseta Íslands að vísa nýsamþykktum Icesave-lögum til þjóðarinnar.

Þingið hefur samþykkt lög með miklum meirihluta. Nú vilja ýmir að forsetinn grípi inn í gerðir þingsins þar sem fyrir liggur afgerandi niðurstaða þar sem 44 segja já og 16 nei.

Áttar fólk sig ekki á valdaleysi forseta Íslands. Það er formsatriði að forseti undirriti lög og það þarf afar ríkar ástæður til að hann geri eitthvað annað.

Að vísu hefur núverandi forseti verið áhrifagjarn og veiklundaður ef honum eru færðir undirskriftalistar þannig að þrýstihópar hafa verið að ganga á lagið í æ ríkari mæli og skiptir þá engu þó ógegnsæjir undirskriftalistar af netinu eigi í hlut.

Ef fólki er svona umhugað að afnema þingræðið og koma á einræði þá er tækifærið núna. Bæta mætti við í stjórnarskrá ákvæðum sem afnumin voru úr dönsku lögunum á 19. öld þegar konungur þar hafði vald á þingi og þjóð... nánast einvaldur.

Nýja ákvæðið gæti hljóðað svo.

Ef forseta líkar ekki eða þóknast gerðir þingsins þá er honum heimilt að grípa til allra þeirra ráða sem HANN telur réttar og og honum líkar best.

En ég legg nú til að embættisheitinu verði jafnframt breytt í KEISARI ÍSLANDS..

 


mbl.is Skora á forsetann að synja lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert fyndinn - er það einræði að láta þjóðina kjósa?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 17:39

2 identicon

Endemis kjaftæði! Það þarf meira en lítið brenglaða hugsun til þess að líkja því við einræði að vísa umdeildu stórmáli í þjóðaratkvæði. Það má véfengja umboð hinna 44 þingmanna til þess að ljúka málinu. Margt ófyrirséð hefur gerst á þessu hálfa kjörtímabili frá því að núverandi þing fékk sitt umboð. Ef kosið yrði nú þá félli margt af þessu liði út af þingi, einnig úr okkar flokki.  Kjafthátturinn út í forsetann er ekki svaraverður. 

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband