Siðleysi yfirmanna RÚV er að verða sláandi.

 

Ég trúi ekki öðru en athygli stjórnar RÚV og ráðamanna fari að beinst að yfirmönnum þessarar ágætu stofnunar.

Aftur og aftur eru þeir í fréttum vegna embættisfærslu sem er í besta falli á gráu svæði.

Að reka fréttamann sem skrifar bók er ótrúlegur gjörningur.. og skilgreining á trúnarbresti getur aldrei orðið hentiákvörðun manna sem mér sýnast fyrst og fremst hafa móðgast.

Mér sýnist að yfirmenn RÚV hafi augljólega skapað stofnuninni bótaskyldu með ólöglegri uppsögn samkvæmt lögum.


mbl.is Bókaskrif leiddu til uppsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sérðu ekki í alvöru samhengið ?

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svona "kommatittir" eins og Hilmar Jónsson, sjá samsæri í hverju horni.  Ég get nú ekki annað en verið sammála Jóni Inga núna eins og í gær.  Undur og stórmerki hafa gerst, ég hef verið sammála Jóni Inga tvo daga í röð.  Annað hvort er hann að koma aðeins til eða þá að hann er aðeins að þroskast aðeins og sér þá að hann á ekkert sameiginlegt með Landráðafylkingunni.

Jóhann Elíasson, 10.11.2010 kl. 10:53

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér sýnist nú samsæriskenningin aðalega birtast hjá síðuhafa Jóhann. En þú ert þá væntanlega sáttur við setu Hannesar Hrunsteins í HÍ ?

hilmar jónsson, 10.11.2010 kl. 11:14

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi stefna Páls Magnússonar er góð, það er ef hann heldur henni til streitu.

Næst hlýtur hann að reka Egil Helgason en hann hefur marg oft gerst sekur um að taka einhliða stefnu í mörgum málum, bæði í pólitík sem öðrum og er þáttur hanns litaður af því.

Svo hlýtur Páll að skoða stjórnendur morgunútvarps rásar 2, en þar er haldið uppi látlausum áróðri fyrir vilja stjórnvalda og ESB umsókn. Stjórnendur þess þáttar fá reglulega menn eins og Jón Baldvin, Guðmund Ólafsson og fleiri í viðtöl og leyfa þesssum mönnum gagnrýnislaust að láta móðann mása, eins og þeir séu hinir einu í heiminum sem eitthvað vita, allir aðrir séu fífl!

Það þarf vissulega að taka til hendinni í þeirri merku stofnun sem RUV er. Fyrst Páli Magnússyni finnst það brottrekstrar sök að fréttamaður skrifi bók um stjórnmálamann, ætti eftirleikurinn að vera auðveldur hjá honum!

Það er þó umhugsunarvert að Þórhallur fékk leyfi hjá fréttastjóra til að skrifa bók um stjórnmálamann áður en hann byrjaði verk sitt. Honum láðist hins vegar að segja um hvaða mann hann ætlaði að skrifa og var rekinn þegar í ljós kom hver sú persóna er. Því er spurning hvort Þórhallur hefði haldið sínu starfi ef hann hefði gert bók í samstarfi við og um t.d. Ingibjörgu Sólrúnu!!

Gunnar Heiðarsson, 10.11.2010 kl. 11:46

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stefna útvarpsstjóra er furðuleg. Hann rekur fólk sitt á hvað, fleygir í burtu vinsælasta efninu t.d. Spaugstofu og svo til að spara einhverja aura les hann sjálfur fréttirnar. Er öðrum kannski ekki treystandi til þess? Spurning hvort hann geti ekki sparað meira t.d. með því að skúra sjálfur á næturnar þegar starfsemi er í lágmarki. Þá væri hann á kaupi meira og minna allan sólarhringinn en svo er að skilja að starfsmannastefna hans sé að draga sem mest úr fjölda starfsmanna og sjá sem mest um allt sjálfur.

Hann minnir að nokkru á Knut Ziemsen sem var borgarstjóri á 3ja áratugnum. Líklega er sá borgarstjóri einna þekktastur á ljósmynd tekinni 1925 þar sem hann grípur fram fyrir hendurnar á lögreglumanni sem var að stjórna umferð á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband