Tvískinnungur.. ljótur blettur á Alþingi.

 

Framkoma þessa þingmanns er lítilmótleg. Að taka sér frí frá Alþingi til að fara út á götuna og mótmæla þessu sama Alþingi er í besta falli kjánalegt en í reynd viðkomandi til háborinnar skammar.

Alþingi hefur skaðast illa síðustu árin og trúverðugleiki þings og þingmanna hefur sjaldan verið minna. Svo þegar sumir þessara þingmanna yfirgefa þingsali til að fara út á götuna og mótmæla sama Alþingi og vinnustað sínum er tvöfeldnin búin að ná ákveðnu hámarki.

En ég svo sem veit að Birgitta skilur ekki stöðu sína og því verður við víst að fyrirgefa henni barnaskapinn því ég held að hún meini vel þá flestir sjái hversu óumræðilega lítilmótlegt og kjánalegt þetta athæfi er.


mbl.is Tunnur barðar við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við: "taka sér frí frá Alþingi"

Var ekki ríkisstjórnarfundur? Það þýðir væntanlega að það var ekki þingfundur á Alþingi eða ríkisstjórnin var sjálf að skrópa.

Ríkisstjórnin er heldur ekki Alþingi heldur situr hún með stuðningi meirihluta þingmanna. Það er vel hægt að mótmæla framkvæmdavaldinu þó að þú sért hluti af löggjafarvaldinu.

Karma (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nefndafundir voru á þingi í morgun. Þannig að ef þingmaður sem situr í nefnd mætir ekki er um skróp af hans hálfu að ræða.

Annars er það einkenni skrílsláta að brjóta rúður og kasta eggjum. Í búsáhaldabyltingunni lagði Hörður Torfason áherslu á friðsöm mótmæli. Þeir sem vilja mótmæla vaxtaokrinu eiga auðvitað að mótmæla í bönkunum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2010 kl. 12:58

3 Smámynd: Skríll Lýðsson

Sjaldan séð eins lítilmótleg og óþroskuð skrif og þessi Jón, tek undir orð Karma hér að ofan.

Skríll Lýðsson, 12.10.2010 kl. 12:58

4 Smámynd: Skríll Lýðsson

p.s

Held að það segi allt sem segja þarf að höfundur telji það "kjánalegt" að standa með sínum sannfæringum.

Skríll Lýðsson, 12.10.2010 kl. 13:04

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það hafa víst einhverjir aðrir sett ljótari bletti á Alþingi undanfarnar vikur og þeir víðsfjarri þessum þingmanni í flokki. Maður líttu þér nær!

Birgitta stendur þó með sinni þjóð gegn undirlægjuhætti við auðvaldið sem "Gungur og Druslur" stjórnarinnar sýna!

Kristján H Theódórsson, 12.10.2010 kl. 13:45

6 identicon

Tók Birgitta sér frí til að fara að mótmæla?

Fór hún ekki á ráðstefnu og þurfti að kalla inn varamann sem lögum samkvæmt þarf að sitja á þingi í tvær vikur að lágmarki?

Björn I (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 13:53

7 Smámynd: Björn Birgisson

Varamenn sem sitja á Alþingi samkvæmt vef þingsins:

Baldvin Jónsson (BaldJ) Aðalmaður: Birgitta Jónsdóttir 9. þm. Reykv. s. Hreyf. varamaður Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (HLÞ) Aðalmaður: Lilja Rafney Magnúsdóttir 6. þm. Norðvest. Vinstri-gr. varamaður Jórunn Einarsdóttir (JórE) Aðalmaður: Atli Gíslason 4. þm. Suðurk. Vinstri-gr. varamaður Logi Már Einarsson (LME) Aðalmaður: Sigmundur Ernir Rúnarsson 7. þm. Norðaust. Samf. varamaður Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) Aðalmaður: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3. þm. Suðvest. Vinstri-gr. varamaður Sigurður Kári Kristjánsson (SKK) Aðalmaður: Illugi Gunnarsson 3. þm. Reykv. n. Sjálfstfl. varamaður

Björn Birgisson, 12.10.2010 kl. 14:11

8 identicon

Birgitta hefur ekki dregið Alþigi niður í svaðið, hún er sómi Íslands og skjöldur. Gamla fjórflokkaklíkan hefur hinsvegar alfarið sé til þess að virðing þessarar stofnunar er nánast engin meðal almennings í dag. Menn hafa líka fært fyrir því rök að Alþingi sem stofnun hafi verð rænd frá þjóðinni í áratuga spillingartíð fjórflokkaklíkunnar og ég er eiginlega bara sammála því.

Nú Hörður gerði nákvæmleg ekkert fyrir almenning með mótmælasamkomum sínum. Ég sótti öll hans mótmæli og þau skiluðu sér nákvæmlega ekkert til ráðamanna. Hvers vegna átti það svo sem að geta gerst þegar fólk átti bara að mæta þarna og standa eins og Zombiar á meðan það hlustaði á sjálfhverfan leiðtogann? Aggressive Búsáhaldabyltingin umpólaði hinsvegar valdahlutföllunum í samfélaginu. Hún færði valdið til fólksins í fyrsta skipti í sögu þings og þjóðar; það var svo sannanlega komin tími á að slíkt gerðist. Fyrir Búsáhaldabyltingunni fór fólk sem neitaði að láta ráðamenn og varðhunda þeirra segja sér hvernig tilhlíðilegt væri að hegða sér í mótmælum gegn þeim. Sú tíð mun koma að þjóðin mun sjá að það var hnefarétturinn sem bjargðaði þjóðinni frá þjóðnýðingunum en ekki undirlægjuháttur svokallaðra "friðsemdarmótmæla".

Daníel (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 14:14

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þeir sem tala niður til Birgittu eru á villigötum því að betri málsvara höfum við vart fengið nú seinni tíð!

Sigurður Haraldsson, 12.10.2010 kl. 18:09

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óttalega kjánaleg hegðun.  Það verður að segjast. 

Og á landið sem sagt að bumba sig í gegnum þessa erifðleika eða?

Erfitt í raun að finna orð sem lýsa þessu fyrirbrigði.  Í senn dapurlegt og óttalega heimskulegt.

Þetta er soldið þannig að fólk sé að kalla:  Við viljum 2007, við viljum 2007 o.s.frv.  Að það hafi ekkert orðið hérna efnahagshrun og allt sem þurfi sé bara einhver vilji til að töfra fram 2007 peninga.

Minnir líka á auglýsinguna þarna í denn, þarna krakkar aðallega sem börðu hnífapörum í borðið og kölluðu:  Við viljum Vilkó, við viljum Vilkó - en það var einhver pakkasúpa sem var vinsæl í þá tíð. 

Það sem þetta sýnir líka almennt, þ.e. Hreifingardæmið, að það er ekki lausn að kjósa einhverja inn á alþingi sem eru ótengdir gömlu flokkunum.  En þá skoðun heyrir maður oft.  Hreifingin er alveg gangandi og talandi dæmi um að það gæti verið enn verra og stórhættulegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2010 kl. 20:24

11 identicon

Velkominn Ómar Bjarki, sjálfskipaður óopinber talsmaður ríkisstjórnarinnar: "það er ekki lausn að kjósa einhverja inn á alþingi sem eru ótengdir gömlu flokkunum"

Með öðrum orðum: fjórflokkurinn verður að halda völdum, sama hvað!

Karma (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818101

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband