Sammála starfsmönnum öldrunarheimilanna.

Þegar ég var formaður skipulagsnefndar kom erindi þar sem okkur var falið að benda á þá staði sem til greina kæmu við staðsetingu öldrunarheimilis.

Það var gert og nefndir til leiks nokkrir staðir. Tanginn ... neðanverð Oddeyri þar sem uppbyggingar og endurnýjunar er þörf, Drottingarbrautarreitur, reitur við Krossanesbraut og svo var Vestursíðusvæðið með í þeirri skoðun. Reiturinn í Naustahverfi var að vísu sá eini sem tilbúin var á stundinni því þar er engin byggð og ekki þurfti að breyta aðalskipulagi.

En það var í sjálfu sér ekki vandamál því öll hönnun og forvinna var eftir og því nægur tími til að klára formlegheitin í skipulaginu meðan sú vinna færi fram.

Svo kom niðurstaðan. Byggja skyldi í Naustahverfi í útjaðri byggðar langt frá öllum helstu og grónustu svæðum bæjarins. Naustahverfi mun aldrei verða annað en íbúðahverfi og því fannst mér þetta einstaklega illa valið og lítt ígrundað val. En valið var ekki skipulagsyfirvalda heldur niðurstaða annarstaðar í kerfinu. Vafalaust var verið að leita að ódýrasta kosti með skammtímasjónarmið í huga.

Að mínu viti voru í það minnsta þrír af þeim stöðum sem nefndir hafa verið betri kostur en sá er valinn var. Oddeyri er nærri þjónustu, verslun og mannlífi, Drottningarbrautarreitur sömuleiðis en ef til vill of nærri aðalumferðaræð. Krossanesbrautarreitur er með fögru útsýni og nærri grónum svæðum og náttúru og mannlífi Eyjafjarðar. Vestursíðan er í grónu hverfi en ef til vill ekki nærri umsvifasvæðum en rétt við Síðuskóla og Glerárkirkju.

Starfmennirnir skrifa og er textinn tekin af heimasíðu Vikudags.

Hugmyndafræðin sem starfsfólk Öldrunarheimilanna vísar til, kallast “Eden-hugmyndafræði” og leggur hún mikla áherslu á að skapa heimili og umhverfi þar sem einstaklingurinn getur lifað fjölbreyttu og innihaldsríku lífi þrátt fyrir þverrandi heilsu og minnkandi færni. Því er, eins og segir í yfirskrift undirskriftalistans, áhersla á að “hjúkrunarheimili séu staðsett í grónum íbúðahverfum í nálægð við skóla, leikskóla og fjölbreytt mannlíf. Með slíkri staðsetningu er auðvelt fyrir íbúa hjúkrunarheimila að fara út í umhverfið og/eða fylgjast með daglegu lífi út um gluggana. Einnig er auðvelt fyrir stóra og smáa gesti að koma í heimsóknir og gleðja íbúanna með nærveru sinni.”

Ekki er beinlínis lögð til tiltekin ný staðsetning fyrir hjúkrunarheimilið, en ljóst er að til greina kemur að finna því stað við Vestursíðu, enda mun sú staðsetning falla betur að Wden-hugmyndafræðinni en að setja heimilið niður í útjaðri bæjarins.

Það er því skoðun mín að L-listinn ætti að nota vald sitt til að vinda ofan af þeim mistökum sem ég tel staðsetningu í Naustahverfi vera. Nú fá þeir fyrsta alvöru tækifærið til að taka alvöruákvörðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 818144

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband