Fáránlegt þátttökuleysi.

 

"Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til trúnaðarstarfa hjá VR nú lokið en hún stóð frá 15. mars til hádegis í dag. Atkvæði greiddu 2102 en á kjörskrá voru alls 27.879 og var kosningaþátttaka því 7,54%."

Mann rekur í rogastans. Verið er að kjósa til trúnaðarstarfa í verkalýðsfélagi og þátttaka langt innan við 10%. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að í stétt verslunarmanna í Reykjavík þegar maður sér svona tölur... svo ekki sé talað um þær deilur sem hafa verið á þeim bænum alllengi.

Verkalýðshreyfingin og sérstaklega VR hefur ekki mikinn slagkraft ef þetta lýsir áhuga hins almenna félagsmanns.


mbl.is 7,54% kjörsókn hjá VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hefur eitthvert verkalýðsfélag það nú?

Allar líkur eru auk þess á því að ef í aðgerðir er farið að lögbann sé á þær lagt.

Þakkaðu heilagri Jóhönnu það og að styðja undir mannréttindi (eða þannig...) á íslandi hinu nýja með því að allar bjargir séu bannaðar....

Óskar Guðmundsson, 29.3.2010 kl. 16:15

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ha ??? 7,5 %, getur það verið ?

Finnur Bárðarson, 29.3.2010 kl. 16:56

3 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Sýnir bara heiladauða og sinnuleysi fólks á þessu guðsvolaða landi. Það sættir sig við að klíkan innan VR. ræni sig um hábjartann dag og sölsi undir sig milljarðana sem félagsmenn eiga. Kaus það byltingarsinnann sem knúði fram kosningar innan félagsins? Nei, það kaus grátlega strengjabrúðu sem klíkan stillti upp sér til varnar.  Og afsökun heimskingjanna er sú að það skipti ekki máli því  þetta sé Jóhönnu að kenna. Upphaflega stóð til að hreinsa óþverrann út úr félaginu en ekki kalla á verkföll. Skíturinn situr sem fastast ennþá og VR félagar eru bara sáttir með það. Verði ykkur að góðu.

Davíð Þ. Löve, 29.3.2010 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818086

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband