Stjórnlaust Ísland ?

 

Ráðvilltir stjórnmálamenn reyna að bjarga andlitinu. Ísland hefur nú verið í gíslingu stjórnarandstöðu, klofningsbrots úr stjórnarflokki og forseta Íslands.

Forsetinn hefur spila sig stóran að undanförnu og rætt við erlenda fjölmiðla eins og sá er valdið hefur. Kóngurinn missti vald sitt fyrir löngu en hinn nýji konungur býr á hinu þyrnum stráða Álftanesi.

Stundum dettur manni í hug að Ólafi leiðist ekki að stríða fjandvini sínum úr gamla Alþýðubandalaginu, langminnugir muna stríð þeirra eilíft og endalaust.

En hver er staðan ... meðan stjórnmálamenn rífast fram og til baka og endurreisnin tefst og tefst. Erlendir fjárfestar halda að sér höndum og lánafyrirgreiðsla tefst og tefst ?

Ísland er stjórnlaust. Flest mál eru stopp meðan hjörðin við Austurvöll rífst innbyrðis eins og óþæg börn á leikskóla. Þeim hefur förlast sýn með afgerandi hætti... sjá ekki rauveruleikann sem blasir við öllum öðrum.

Forsetinn hreykir sér eins og hani á haug og baðar sig í ljósi erlendra fjölmiðla..

Það er einlæg bón mín og örugglega fleiri að menn fari að takast á við vandann eins og menn. Ef þetta gengur svona mikið lengur fer allt endanlega til andskotans.

Og það skrifast á vanhæfa stjórnmálamenn, ráðvillta embættismenn og dómgreindarskertan forseta... hvað gerðum við eiginlega af okkur ??


mbl.is Flokksleiðtogar á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Hér er hlutunum því miður snúið öllum á hvolf. Sem einn af þeim sem varð stjórarskiptunum fyrir ár feginn og hafði miklar væntingar til þessarar stjórnar sem nú situr, finnst mér grátlegt að þurfa að viðurkenna að því miður hefur þetta fólk brugðist algjörlega. Dómgreindarskorturinn , manni liggur við að segja heimskan hefur leikið stjórnina grátt ásamt hæfilegum skammti af valdhroka.

Hvernig er hægt að klúðra málum svona algjörlega ? Jú, með botnlausri heimsku Steingríms í þessu Icesave-samningamáli. Nú er að opinberast sem aldrei fyrr hvernig hann hugðist taka DAVÍÐ á þetta og troða sínum samningi gegnum þingið án samráðs við meðspilara sína. Og því miður studdi geðlurðuflokkur samfylkingarinnar við þetta rugl. Maður fylgdist í forundran með. Nánast endurtekið efni frá fjölmiðlalaga- farsanum ,bara aðrir aðalleikarar og þeir nú úr röðum fólksins sem hneykslaðist mest á framgöngu ráðandi afla þá!

Forsetinn á auðvitað misjafna daga eins og aðrir. Mætti að ósekju stilla sig aðeins í yfirlýsingum, en að mestu leyti hefur hann staðið sína plikt og sinnt þeim verkefnum sem honum ber sem öryggisventill fyrir okkur , þjóðina, þegar önnur stjórnvöld bregðast .  Hann er jú þjóðkjörinn beinni kosningu og á því að sinna ýmsum verkefnum öðrum en að vera puntudúkka. Hans dómgreind í þessu máli er yfirgnæfandi miðað við þau skötuhjúin sem hæst á tróni sitja við ríkisstjórnarborðið!

Kristján H Theódórsson, 9.3.2010 kl. 14:30

2 identicon

það var mikið drengur að þú opnaðir augun, og renndir yfir garðinn þinn áður en þú gagnrýnir nágrannan, þetta er verklaus ríkisstjórn með rangar áherslur

og það er skylda okkar að gagnrýna hana fyrir

við vorum lamin niður, og við verðum að rísa upp aftur, við þurfum von  og verkstjórn, en ekki bensínlausa ráðherra

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:33

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg rétt hjá þér Jón Ingi að landið er stjórnlaust - ríkisstjórnin hefur brugðist í Icesave málinu, atvinnumálum, koma heimilunum til aðstoðar, kyrrstöðusáttmálinn o.s.frv. , það er ekki annað í stöðunni en að Jóhanna verkstjóri skili umboðinu og boði til kosninga.

Óðinn Þórisson, 9.3.2010 kl. 17:49

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekki þingmeirihluti á Íslandi vegna klofnings í öðrum stjórnarflokknum. Það hefur gert það að verkum að gapuxinn í Framsókn og N1 foringinn hafa náð að þvæla málin út um víðan völl... kjánaskapur Ögmundarliðsins hefur fær stjórnarandstöðunni þau völd að málin sitja föst.. nú er mál að linni.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.3.2010 kl. 20:50

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Siguróli.. það lekur spillingin út um öll göt á Framsóknarflokknum og ég veit að þjóðin hleypir þeim flokki ekki að stjórn landsins aftur.. þá væri þessi þjóð orðin illa dómgreindarskert. Menn ættu að rifja það upp hvaða ráðherrar og hvaða flokkur gáfu Finni Ingólfssyni, Ólafi Ólafssyni .. Sigmundi í Kögun og fleirum þjóðarauðinn á silfurfati í skjóli spillingar og þjófnaðar á eigum okkar íslendinga.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.3.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ertu ekki eitthvað að villast með mannnöfn núna gamli?

Víðir Benediktsson, 9.3.2010 kl. 21:00

7 identicon

gapuxinn og N1 foringinn !!!sé ég glitta í smá hroka þarna

hver gaf Ólafi Samskip aftur? VBS 26 milljarða, Saga Capital, Baugsfeðgar 365 miðla  aftur og Haga aftur

er samfylkingin spillt í þessum málum

svo finnst mér umræðan í pólitíkinni á mjög lágu plani, þegar menn mega ekki hafa komið nálægt rekstri , þá séu þeir dæmdir, eða dæmdir út frá foreldrum sínum

svo væri gaman að þú myndir gagnrýna Sigmund efnislega en ekki með upphrópunum, sem þið ´hjá samfó eigið reyndar íslandsmet í

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 12:08

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Já stjórnlaust Johnny boj - var ekki flokksfélagi þinn að setaj á laggirnar nýtt sendiráð - eins og þjóðfélagið er hér heima í dag á er þetta Samspillingarfólk gjörsamlega að tapa sér í svínaríinu - nú brenna þeir grirðingarstaurana til að geta soðið og étið útsæðið - ekki skinsemin að "bögga" þá hér

vertu velkominn upp úr svaðinu

Jón Snæbjörnsson, 10.3.2010 kl. 16:36

9 Smámynd: Aliber

siguróli: Ég skil ekki hvernig fólk heldur að samskip og hagar hafi verið gefin? Jóhannes MÁ kaupa aftur hlut í fyrirtækinu og eigendur Samskipa greiddu niður lán til að halda áfram rekstri.. hvar er gjöfin í því?

Þessi pólitíska sandkassaskothríð þar sem allir keppast við að benda á spillinguna hjá hvor öðrum er virkilega kjánaleg. Er þetta kannski vegna þess að enginn hefur raunverulega hugmynd um hvað eigi að gera næst? Hefur enginn almennilegar tillögur að aðgerðum eða skipulagi sem gæti bætt stöðuna í landinu (þá meina ég aðgerðir sem standast stjórnarskrá)? Hefur virkilega enginn neitt málefnalegt að segja og þurfa því allir að nota stór tískuorð til að láta hina líta bara verr út... ? Ef ríkisstjórnin er að gera þetta svo rangt, og fyrrverandi ríkisstjórnin var líka á villigötum þá spyr ég hver er rétta leiðin?

stjórnmál á íslandi eru barnaleg

Aliber, 11.3.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband