Er eftirspurn eftir hrunflokkunum að stjórn landsins ?

 

Maður spyr sig. Er það löngun og vilji meirihluta þjóðarinnar að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komi að endurreisn landsins ?

 Hafa formenn þessara flokka sýnt okkur að þeir séu vandanum vaxnir ?

Eru Sigmundur Davíð  og Bjarni Benediksson trúverðugir stjórnmálamenn í ljósi frétta að undanförnu?

Nei...ættum við ekki að bíða með svona umræðu þar til spillingarskýrslan mikla hefur verið birt og helmingur þessara tveggja formanna hafa gert hreint fyrir sínum dyrum.


mbl.is Vill frekar þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Man ekki betur en var Samfylkingin ekki líka hluti af hrunstjórnunum?

Svo er ekkert skrítið að þetta stjórnarsamstarf sé orðið þreytt þegar
Samfylkingin kúgar algjörlega Vinstri græna í öllu nema umhverfismálunum.

Arnar (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 07:35

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Jón engar áhyggjur, framsókn og sjálfstæðismenn þora ekki í stjórn,

Sigurður Helgason, 8.2.2010 kl. 07:41

3 Smámynd: corvus corax

Með hverjum deginum eykst eftirspurnin eftir framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn af því að vinstri glærir og samfylkingarhrunflokkurinn ráða ekki við vandann. Heimilin og hinn almenni launa- og skuldaþræll eru og hafa verið úti í kuldanum síðan þessi ríkisstjórnarsamsuða komst til valda á lygunum einum.

corvus corax, 8.2.2010 kl. 07:48

4 identicon

Samfylking er ekki kölluð samspilling út af engu. Hún var með í leiknum en komst ein stjórna upp með að svindla. Svo ef við ættum að fara eftir því þá ættum við víst fáa flokka eftir til að hreinsa upp. Þótt súrt sé að bíta í það súra epli þá er líklega eini möguleikinn að láta sjálfstæðis og/eða framsóknarmenn laga það sem fór úrskeiðis. Þeir hafa ekki fengið tækifærið enn svo það er ekki sýnt hvort þeir séu vandanum vaxnir, svo ég reyni að svara einhverjum spurninga Jóns Inga. Aftur á móti hefur samspillingin og Vinstri grænir sýnt fram á að þeir eru engan veginn að ráða við þetta verkefni og eru í raun að gera illt verra með þeirri staðreynd. En ég er sammála Sigmundi. Þjóðstjórn væri best í stöðunni. Þá væru allir jafn spilltir, sama frá hvaða flokki þeir koma.

assa (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 07:59

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sjálfstæðisflokkur Framsóknarflokkur og VG væri eini raunhæfi kosturinn nú þegar Samspillingin ætlar í annað skiptið á rúmu ári að hlaupa úr ríkisstjórn og kenna samstarfsflokknum um allt sem miður fór

Hreinn Sigurðsson, 8.2.2010 kl. 08:20

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þjóðstjórn ekki annað hægt fjórflokksræðið er óstarfhæft vegna spillingar og einkavinavæðingar, við verðum að ná þjófunum strax ekki hægt að bíða öllu lengur eftir sérstökum saksóknara vegna þess að því lengur sem líður frá hruninu og þjófnaðinum er erfiðara að ná peningunum sem þeir stálu!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 08:48

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, svarið við spurningunum þínum þrem, er aðeins eitt:  JÁ.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 08:53

8 identicon

Jón, Hrunaflokkarnir, ertu að meina D,B og S ?

1. hver var viðskiptaráðherra þegar Landsinn opnaði Icesave í Hollandi ?

2. og hver var formaður stjórnar FME og stjórnarmaður í Seðlabankanum?

3. hver var utanríkisráðherra ( ráðherra no 2 í stiganum)

4. hvaða flokkur á aðild að báðum Icesave samningunum, sem allir vita nú að eru verstu samningar sem gerðir hafa verið( sbr. flokksystur þína Kristrúnu Heimisdóttur)

5. hvaða flokkur er nú búinn að gefa Samskip aftur , og Haga aftur ?

6. hvaða flokkar eru miklir áhugamenn um fagleg vinnubrögð? ( Svavar Gestsson, Ásmundur Stefánss) hæfustu mennirnir er það ekki?

7. hrunið varð 2008, allir þeir sem réðu einhverju þá hafa sagt af sér nema Jóhanna, Össur og Kristján Möller, hvað er sammerkt með þessu fólki..., jú þau eru öll í flokki sem heitir " svo má böl bæta , að benda á eittvað annað, eða "ekki benda á mig, þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn" þið voruð ekki í stjórn 2007,2008, og ekki 1991-1995, og eruð ekki í stjórn núna.... svo kannist þið ekki við að hafa verið í stjórn 1988-1991, þegar lögin um frjálst framsal kvóta var leyft..... ef YKKUR finnst það vera vandamálið!! (Jóhanna engill var félagsmálaráðherra og Steingrímur clean var Landbúnaðarráðherra), en sennilega taka þau tacktikina " ég vissi ekki " eins og Bjöggi litli gerði 2007 og 2008 og sennilega 2009

siguróli Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 09:04

9 Smámynd: Skarfurinn

Axel Jóhann þér getur ekki verið alvara, eða ertu með skammtímaminni eða maður sem allt fyrirgefur og það strax ?

Skarfurinn, 8.2.2010 kl. 09:05

10 Smámynd: Sigurður Helgason

SKARFUR,,,,,þetta heitir siðblinda alveg nýtt nafn, fundið upp fyrir stjórnmálamenn og þeirra fylgismenn,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Áður notað á morðingja og annan glæpalíð,,,,,

Sigurður Helgason, 8.2.2010 kl. 09:23

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón er af gamla skólanum við því er ekkert að gera hann verður að hafa sýnar skoðanir við vitum betur!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 09:56

12 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessar spurningar Jóns hafa komið við viðkvæma bletti. Það er alveg greinilegt. Stundum þarf að koma með óþægilegar spurningar.  Viðræður við stjórnarandstöðuna undanfarna daga haf verið mjög gagnlegar. Þær hafa til dæmis haft þau áhrif að þeir Bjarni og Sigmundur Davíð tala um stöðu okkar að meiri raunsæi en áður.  En hvort þeir eru hæfir til að fá inngöngu í ríkisstjórn, er alls ekki þar með sagt.

Jón Halldór Guðmundsson, 8.2.2010 kl. 10:10

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður Helgason er greinilega miðill, jafnvel nokkurskonar fjölmiðill, því hann getur skilgreint sálarlíf fólks, sem hann þekkir ekki neitt, og það úr fjarlægð. 

Slíkir snillingar eru gulls ígildi og ættu að vera ráðgjafar ríkisstjórnarinnar.  Ekki veitir henni af slíku innsæi.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 13:43

14 Smámynd: Sigurður Helgason

rétt Axel, 

þetta bull í ykkur er yfirnáttúrulega vitlaust, að halda að auðmenn eins og Bjarni og framsóknarhetjan sem sagði í viðtali að hann þyrfti ekki að vinna að því konan hans væri svo rík, geri einkvað betur fyrir hinn venjulega mann,

það þarf engan miðil til að sjá þetta bull í ykkur, það þarf bara örlítið af skynsemi sem vantar í fylgismenn flokkana,

Sigurður Helgason, 8.2.2010 kl. 14:24

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður Helgason, það er rétt hjá þér, að gáfur eru gull.  Þú þakkar væntanlega fyrir það, á hverjum degi, hvað þú ert miklu betur af guði gerður á því sviði, en sauðsvartur almúginn.

Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2010 kl. 14:57

16 Smámynd: Sigurður Helgason

Enda að Vestann

Sigurður Helgason, 8.2.2010 kl. 15:39

17 identicon

Sæll Sigurður.... og glæpurinn hans Sigmundar Davíðs er ??????? haltu okkur upplýstum

siguróliKristjánsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 17:22

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi ríkisstjórn er komin á endastöð - það er alveg klárt mál - hún hefur brugðist þjóðinni algerlega - það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með hækjuflokknum fórna stenu sinni og hugsjónum fyrir völd -

Óðinn Þórisson, 8.2.2010 kl. 17:52

19 Smámynd: Sigurður Helgason

siguróli,,,,, hver var að tala um glæp, ég var að tala um siðblindu,

Annars er það glæpur svona yfir leitt að kjósa eða vera framsóknarmaður ef þú ferð út í það,

þurfa að láta ríkið jarða sína menn geta ekki kostað það sjálfir það þarf ég að gera

Sigurður Helgason, 9.2.2010 kl. 05:25

20 identicon

viljuru sakfella saklausann mann

segðu þá ekkert áðveðið ljótt um hann,

en láttu svona í veðrinu vaka, 

að hann hafi unnið til saka..........

 man þetta ekki allveg........... okey, enginn glæpur , en siðblindan felst í hverju , segiru? leyfðu mér að fylgjast með, ég ætla nefnilega að kjósa hann næst dæmi?

siguróli kristjánsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818080

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband