Formaður fjárlaganefndar með varaformanninn á asnaeyrunum ?

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu harðlega nýja skýrslu sem Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, kynntu í gær um einka­væðingu bank­anna hinna síðari. Þá voru skýrslu­höf­und­ar sakaðir um að mis­nota nefnd­ina í póli­tísk­um til­gangi. „Þetta er ekki skrípa­sa­koma“ sagði þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

_______________

Skýrslumál Vigdísar og Guðlaugs Þórs er orðinn fáránlegur farsi.

Þau boða blaðamenn á sinn fund og skrökva því að þau séu að kynna skýrslu meirihluta fjárlaganefndar.

Það hefur síðan komið í ljós að þessi svokallaða skýrsla er bara heimasmíðað og ósamþykkt plagg.

Hefur ekkert formlegt gildi, bara svona miðskólastíll Vigdísar.

En að Guðlaugur Þór reyndur stjórnmálamaður láti Vigdísi Hauksdóttur draga sig á asnaeyrum í þetta dýki er furðulegt.

Sennilega er hann farinn að átta sig á því.

En þessir þingmenn eiga væntalega von á áminningu frá þinginu, þeir sannarlega misnotuðu nafn fjárlaganefndar í perónulegu stríði við andstæðinga sína.

Slíkt er örugglega fordæmalaust í þeirri mynd sem nú blasir við í stóra Vigdísarskýrslumálinu.


mbl.is „Þetta er ekki skrípasamkoma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fölsun formanns og varaformanns fjárlaganefndar.

Verið er að nota fjár­laga­nefnd í póli­tísk­um til­gangi og það er í hæsta máta óeðli­legt að nefnd­in taki upp mál sem stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hafði áður af­greitt þar sem for­mönn­um fjár­laga­nefnd­ar lík­ar ekki fyrri niðurstaða. Þetta seg­ir Odd­ný Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og 2. formaður fjár­laga­nefnd­ar, í sam­tali við mbl.is.

______________

Það er hrein fölsun hjá formanni og varaformanni fjárlaganefndar að leggja skýrslu fyrir fjölmiðla í nafni nefndarinnar.

Þessi skýrsla hefur aldrei verið tekin fyrir í nefndinni.

Þessi skýrsla sem virðist vera hrákasmíð sem formaður fjárlaganefndar hefur verið að dunda við að búa til í eldhúsinu heima.

Að varaformaður nefndarinnar skuli síðan leggja nafn sitt við fúskið er umhugsunarefni.

Stundum hefur maður haldið að varaformaðurinn væri stjórnmálamaður með metnað og ábyrgð.

Að hann skuli stökkva á þennan fúla vagn með formanninum sýnir að ekki er endilega allt sem sýnist.

Þessi uppákoma lýsir vel stjórnmálaferli formannsins, vönduð vinnubrögð eru ekki nauðsynleg, fúsk er í lagi ef á að reyna að koma höggi á pólítíska andstæðinga.

Sorgleg uppákoma og leiðinlegur punktur aftan við stjórnmálaferil sem nú er að enda.


mbl.is Nefndin notuð í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2016

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband