Bara fúll á móti !!

 

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir nýtt lánshæfismat alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor's vera mjög sérkennilegt"

Merkilegt hvað þessi maður kann ekki að gleðjast yfir góðum fréttum af því þær henta honum ekki..pólitískt..

Man ekki betur en þessi maður væri að hvetja til samstöðu stjórnmálamanna.. gæfulega byrjar það með sama poppulismamálflutinginn. og hefur einkennt hann frá fyrsta degi..


mbl.is Segir nýtt lánshæfismat S&P mjög sérkennilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Þessar athugasemdir Sigmundar eru algjörlega tímabærar og í fullu samræmi við þessar upplýsingar um matið og matsfyrirtækið.  Sem betur fer eru á þingi menn eins og Sigmundur Davíð sem varar við því að þjóðin undir forystu Samfylkingarinnar marseri öll í takt fyrir björg. 

Magnús Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 17:09

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Magnús.. skoðanir Sigmundar á þessu skipta engu máli... eftir þessu er farið og þetta eru þau viðmið sem notuð eru... þó fúlir Framsóknarmenn séu þessu ósammála.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2010 kl. 17:28

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vil minna þig á aurana sem við áttum inni í Noregi samkvæmt sama manni... hver tekur yfirhöfuð mark á þessum bullyfirlýsingum þessa manns.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2010 kl. 17:29

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sigmundur Davíð er lýðskrumari af verstu gerð. Þetta er mín niðurstaða eftir að hafa fylgst með þessum manni um hríð. Í fyrstu var ég jákvæður gagnvart honum, minnugur framkomu hans í fjölmiðlum varðandi skipulagsmál, en eftir að hann skellti sér í Framsóknina þá hefur hann harpað í áliti hjá mér. Hann hefur í tvígang lýst stjórn Jóhönnu Sig sem verstu stjórn lýðveldisins (jafnvel Íslandssögunnar) og það sýnir best við hvaða heygarðshorn hann hímir. Svo er hann með slæman „besservisser“ kjæk sem kom síðast fram í Vikulokunum í morgun. Æ - það er leiðinlegt þegar svona menn verða fyrirferðamiklir í þjóðlífinu. Maður bara vonar að hans tími líði hratt og örugglega í stjórnmálunum. Hann á fullt af peningum og getur gert hvaðeina - vonandi allt annað en að vera sífellt í fjölmiðlum á þeim neikvæðu nótum sem einkenna hann.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.1.2010 kl. 17:32

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvað um það strákar, þá skiptir það miklu máli ef að stjórnvöld eru að kaupa svona umsagnir, mér finnst það sem hann segir í því máli þess virðið að það sé skoðað en ekki hvaða skoðun Sigmundur hefur eða hvaða skoðun hver hefur á honum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2010 kl. 17:38

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er hann ekki svona álíka marktækur og fyrrum bankamálaráðherrann sem sagði allt í lukkunnarvelstandi mánuði fyrir hrun eða fyrrum formaður Samfó sem sagði "það er engin kreppa á Íslandi" kortéri fyrir hrun. Tek undir með þér Jón, hver tekur yfirhöfuð mark á þessum bullyfirlýsingum þessa fólks?

Víðir Benediktsson, 2.1.2010 kl. 17:38

7 Smámynd: Ásta Hafberg S.

Öll matsfyrirtækin vinna einnig mjög náið með AGS, svo náið að þau hafa verið gagnrýnd ásamt AGS að búa til "kreppur". einmitt með að skrúfa upp matið og skrúfa það svo mjög snöggt niður. Matsfyrirtækin selja ekki bara ríkjum greiðslumat heldur líka fjármálastofnunum og fyrirtækjum.

Þú getur kíkt á bloggið mitt. Þar er ýmislegt um AGS og fundinn sem við áttum með þeim Flanagan og Franek í Seðlabankanum.

Icesave og AGS eru bundin órjúfanlegum böndum.

Þar kom mjög skýrt fram að AGS sér fyrir sér að Ísland verði hrávöru framleiðsluland og ekki þjónustu land.

Ásta Hafberg S., 2.1.2010 kl. 17:43

8 identicon

Ég hef það óþægilega á tilfinningunni að Sigmundur hafi rétt fyrir sér. Ekki glæsileg framtíðarsýn ef rýnt er í hvað AGS er að boða í framtíðinni fyrir okkur Íslendinga. Framleiðsluþjóðfélag með lág laun og versnandi lífskjör. Er þetta það sem Samfylkingin stefnir að. Samfylkingin er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir fólkið í landinu og kemur ekki með neinar vitrænar lausnir á einu né neinu. Maður er komin með algert ógeð á þessu liði. En sem betur fer þá eigum við flest þann möguleika að flytja frá þessu spillingarskeri og það mun sennilega verða raunin

Sigurdur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 17:50

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég hljóp á mig - fór að blása út fýlu minni gagnvart Sigmundi Davíð í stað þess að ræða málið. En ég stend við hvert orð sem ég skrifaði um manninn.

Varðandi pöntuð álit þá þykir mér það ótrúverðugt að ríkisstjórn Jóhönnu standi í því að kaupa sér þessa sendingu frá S&P. Það þjónar engum tilgangi og kemur bara í hausinn á þeim ef þau reyna að stunda svona loftfimleika. Það er rétt að hafa alla fyrirvara á þessum greiningardeildum og fyrirtækjum sem þéna aur á slíkri vinnu. Loftbólukúlusukkið var allt vottað bak og fyrir af matsfyrirtækjum og greiningardeildum og skýrslum frá bönkum og fræðingum.

Hins vegar er það ágætt að S&P gefi jákvæðari umsögn en áður - það spillir allavega ekki fyrir og getur lagað lánshæfismatið sem er víst svo nauðsynlegt uppá vaxtakjörin.

Allir , og Sigmundur með, ættu að kætast pínulítið við hver jákvæð viðbrögð umheimsins. Við erum í skammarkróknum eftir glæfralega „útrás“ í okkar fyrrum góða nafni.

Svo vil ég spyrja fræðingana hér á undan (Ástu og Sigurð): hvernig miunum við skipta yfir í þenna AGS gír sem þið lýsið? Hvað verður um alla þá íslendinga sem nú stunda ýmiskonar þjónustustörf s.s. í ferðaþjónustunni??

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.1.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband