Veruleikaflótti og ábyrðarleysi.

 

Icesave er orðin þráhyggja þjóðar sem er skuldum hlaðin og er í miklum vanda. Í stað þess að snúa bökum saman hefur þjóðin skipst í fylkingar þar sem gengur á með upphrópum, þjóðrembu og ótrúlegri skammsýni.

Ef til vill er þetta eðlilegt. Þjóðin er í áfalli og það er mikið kjaftshögg að falla af þeim stalli að vera rík framfarasinnuð þjóð sem er við það að taka heiminn með trompi í það að verða skuldum vafin og öðrum háður.

Líklega hefði þurft að koma til áfallahjálp því margt að því sem sagt er og hvernig talað er ber vott um streituáfall af alvarlegri gerðinni. Umræðan ber vott um alvarlegan veruleikaflótta og stórir hópar fólks telja alveg eðlilegt að taka þá áhættu að gefa heiminum langt nef upp á von og óvon. Það hefur stundum verið kölluð rússnesk rúlletta og hefur sjaldan skilað miklum sigrum til lengri tíma.

Þeir sem vilja axla ábyrgð og semja sig frá ósýnilegri áhættu eru kallaðir illum nöfnum og fara þar fremstir í flokki formenn flokkanna sem bera meginábyrgð á þeirri stöðu sem Ísland er í. Það væri fróðlegt að safna saman á einn stað allt sem þeir menn og forverar þeirra í Sjálfstæðis og Framsóknarflokkum hafa sagt undanfarin ár og fram á þennan dag... það verður áhugaverð lesning í framtíðinni.

Þessar skoðanir flokksformannanna styðja síðan hjarðir bloggara sem keppast um að vera sem stóryrtastir og ráðast með miklum látum og fúkyrðum að þeim sem voga sér að vilja semja eða fara gætilega í málin...

Vonandi fara stjórnmálamenn að átta sig á því að þessi mál þarf að klára. Icesave er ekki tilfinningamál eins og flestir vilja vera láta.. Icesave er ísköld rökhyggja þar sem þarf að hugsa alla leiki langt fram í tímann, en ekki eitthvað stundarbrjálæði þar sem tilfinningar og æsingur verði látinn ráða niðurstöðunni.

Við eru líklega stödd þar sem við erum, af því við fórum offari og gleymdum okkur í blindu þjóðarstolts og hroka þar sem við vorum stærst, mest og flottust... sú sýn var tálsýn og innistæðulaus.

Ef til vill viljum við halda áfram að láta tálsýnir, þjóðarstolt og hástemmdar tilfinningar stjórna gjörðum okkar... ef svo þá það.

En það er jafn augljóst og allt sem augljóst er að slík vinnubrögð og framkvæmd er áhættuatriði af verstu gerð og við gætum dæmt okkur til útlegðar í samfélagi þjóðanna sem óreiðu og óskilafólk sem enginn vill eiga samskipti við. Þetta hafa okkar helstu "vinaþjóðir" sagt með skýrum hætti og ekki ætti neinn að velkjast í vafa með að svo yrði.

 Hvernig erum við þá að skilja landið eftir handa börnum okkar og barnabörnum ? Er það áhættunnar virði að skilja allt eftir í upplausn án lausna og í lausu lofti ?

 Ég segi nei og fæ eflaust að heyra það hjá ofurbloggurum í draumalandinu. En ég segi og stend við það... skoðun mín er að það væri ábyrgðarleysi og veruleikaflótti sem gæti skilið Ísland eftir endanlega gjaldþrota, einangarað og vinasnautt... og hver sigraði ef svo færi ???

 


mbl.is Nauðsynlegt að samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það virðist vera draumur margra að fara aftur inn í moldarkofana og loka endanlega á öll samskipti við aðrar þjóðir.

Finnur Bárðarson, 23.12.2009 kl. 15:50

2 identicon

Sæll; Jón Ingi, Eyfirðingur !

Fyrir það fyrsta; sé ég ekki, með nokkru móti - að þú; eða ég, berum nokkra ábyrgð á þeim ofur skuldum; til hverra lausagöngu glæpamennirnir, innlendir, stofnuðu, á sínum tíma, Jón minn. Bankarnir; voru ekki, í höndum ríkisins, þá glæpirnir voru framdir - svo; til haga sé haldið.

Þjóðfélagið er; í algerri rúst, þó enginn stjórnmálamanna, ráðandi afla, hafi enn sýnt þann kjark, að gefa út þá nauðsynlegu yfirlýsingu, til allrar verald ar, eins við blasir, að ætti að vera búið að, fyrir löngu síðan.

Margir samborgara okkar; eiga vart til hnífs og skeiðar - og fer ástandið fremur versnandi, og varla er Brezkum og Hollenzkum akkur í, að hér veslist fólk upp, í stórum stíl - eða hvað ?

Þeir; Bretar og Hollendingar; hafa öldunum saman, rænt og ruplað aðrar þjóðir, um víða veröld - og; hvar var þeirra siðferði þá ?

Þeim er því mátulegt; að bera skaðann sjálfir, af þeirri ginningar græðgi, sem íslenzkum ómennum tókst, að koma þeim í - þó; ég ítreki enn, að þeir Landsbanka menn - sem og hinir kollegar þeirra, í öllu svindlinu, innanlands sem utan, verðskuldi ekkert minna, en hörðustu pínslir, sem eftir lifir, þeirra aumu æfi, Eyfirðingur góður.   

Með beztu Jólakveðjum - til þín og þinna, Jón Ingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Láttu ekki icesave áfallastreytuna skemma fyrir þér hátíðirnar vinur.  Gleðileg Jól.

Magnús Sigurðsson, 23.12.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Icesave klárast í næstu viku.

Gleðileg jól Jóni Ingi og hafðu það gott um jólahátíðna.

Óðinn Þórisson, 23.12.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Af hverju segir Finnur þetta? Hver vill inn í moldarkofana? Þeir sem vilja samþykkja Icesave eða hinir sem eru á móti ? Bara til að  hafa þetta á hreinu. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.12.2009 kl. 10:22

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ef við viljum ekki staðfesta Ice samningana, hver er þá hinn kosturinn?  Treystir þjóðin Bjarna Ben, er hann ekki enn einn (N1) útrásarvíkingurinn?  Hvar er Hörður Torfa? Hann á að sYngja um Sigmund Davíð og Bjarna sem eru bara Guðjón bak við tjöldin.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.12.2009 kl. 16:21

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Óttalega er þetta klént hjá Jóni. Skilur einhver það? Hinn kosturinn er semsagt hver? Hvar kemur Hörður Torfa inn í þetta? Stjórnaði hann ekki byltingunni í fyrra og kom þeim að sem nú stjórna? Ég vona bara að hann sé búinn að syngja sitt síðasta karlinn. Hafa ekki VG verið vitlaus í að komast í moldarkofana aftur og að þjóðin lifi á hundasúrum og fjallagrösum.

Nú vilja þessir sömu kommúnistar steypa  skuldafarganinu yfir þjóðina til að ná tökum á henni endanlega. Samfylkingin vill koma okkur undir erlend yfirráð eins og menn vita. Allt betra í útlöndum, gamla viðhorfið. Ef Icesave verður ekki samþykkt eru bæði VG og Samfylkingin búin að vera það er mín skoðun og því er þetta barátta upp á líf og dauða, ekki bara fyrir þjóðina heldur þessa flokka líka. Það er eina skýringin á endalausu þófi um þetta fram og til baka, þó nokkuð  ljóst sé að þjóðin er á móti. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.12.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband