Hver höndin upp á móti annarri.

 

Maður veltir fyrir sér framtíðinni. Icesavemálið er dæmigert fyrir þá ósamstöðu og þverhyggju sem þjáir okkur Íslendinga. Í stað þess að snúa bökum saman rífast menn út í eitt um málið og þjóðin færi misvísandi álit og skilaboð alla daga.

 Traust þjóðarinnar á kjörnum fulltrúum þjóðarinnar er neðan við núll og samstöðu og úrræðaleysi einkennir umræðuna.

Sorgleg staðreynd en sönn.

Ef Ísland á að ná sér á strik á ný er nauðsyn samstöðu...en þess í stað sjáum við hvern spekinginn á fætur öðrum lýsa skoðun SINNI og fjölmiðlar hlaupa eins og hauslausar hænur eftir ruglinu.

Maður er að verða þreyttur á þessu liði... sannarlega.


mbl.is Lagalegur vafi og ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eina "ruglið" í þessu máli er að "ríkisstjórn fólksins" heldur FASTí að Ices(L)ave- klafinn verði lagður á fólkið í landinu þvert ofan í vilja 70% þjóðarinnar.

En ég óska, þér og fjölskyldu þinni, gleðilegra jóla og farsældar í framtíðinni Jón Ingi.

Jóhann Elíasson, 23.12.2009 kl. 08:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það væri sannarlega óskandi, að þessi 30% þjóðarinnar hætti þessi rugli sínu og tuði og tæki höndum saman við hin 70% landsmanna og mynduðu þannig einhug gegn Icesave samningnum.

Það er alveg rétt hjá þér, Jón Ingi, að það er leiðinlegt að sjá hvern spekinginn á eftir öðrum, úr þessum 30% hóp, lýsa skoðun SINNI á ruglinu. 

Beittu þér fyrir samstöðu í málinu og reyndu að fá sem flesta til að fylkja sér með meirihlutanum.

Axel Jóhann Axelsson, 23.12.2009 kl. 08:57

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

  Hér eru mættir tveir sem hafa haldið sig við að ala á sundung ... velkomnir félaga...þig komið í lið með mér ..er það ekki 

Jón Ingi Cæsarsson, 23.12.2009 kl. 09:01

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ég held að þið félagar hafið ekki skilið það sem ég var að skrifa... sýnist mér.. 

Jón Ingi Cæsarsson, 23.12.2009 kl. 09:03

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Jón Ingi, ég get nú bara sagt fyrir mig að ég skili mjög vel hvað þú varst að fara en að mínum dómi varstu alveg á villigötum eins og svo oft áður.

Jóhann Elíasson, 23.12.2009 kl. 09:20

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ekki reikna með því Jón að það verði friður á Austurvelli eftir áramótin.  Vonandi færðu að sjá í hverju alvöru mótmæli felast !!

Og hvað varðar athugasemdirnar, þá sýnist mér þú ekki skilja sjálfur hvað þú ert að skrifa !!

Sigurður Sigurðsson, 23.12.2009 kl. 09:20

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Reyndu nú einu sinni að sýna samstöðu með meirihluta þjóðarinnar Jón og hætta þessari þversku.  Ég tek heilshugar undir með þér að þessi þverhyggja ykkar á eftir að verða þjóðinni dýr.

Magnús Sigurðsson, 23.12.2009 kl. 09:45

8 identicon

Gleðileg jól Jón Ingi og farsælt komandi. Það veldur mér stundum áhyggjum hvað ég (fyrrverandi skoðanabróðir þinn) er oft sammála þér enn í dag, t.d. varðandi þetta Icesave-dæmi. Gangi þér vel í prófkjörinu. Fleiri menn eins og þú í forystu Samfylkingarinnar gætu e.t.v. bjargað henni. Ég segi samt bara e.t.v. því mér finnst þurfa svolítið mikið til.

Daníel (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 10:01

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Félagar...eimitt þetta sem ég átti við... þrætubókalistin lætur ekki að sér hæða og þig brugðust mér ekki... Takk Daníel og gleðileg jól.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.12.2009 kl. 10:16

10 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það væri sannarlega stjórnarandstöðunni til sóma ef hún legðist á árar með ríkissjtórninni við að rétta þjóðarskútuna af en það er borin von.  Henni er nefnilega alveg sama um fólkið í landinu, kjör þess og líðan.

Það er von að fólk verði ruglað á þessum misvísandi skoðunum sem hellast yfir þjóðina frá áróðursmeisturum sem virðast vera málsmetandi menn en Þeir passa sig á því að nefna aldrei möguleikann á því að við gætum tapað í málaferlum við stórveldin og hvaða afleiðingar það hefði fyrir land og þjóð. Það passar nefnilega ekki inn i áróðurinn.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.12.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband