Hverjir ætla að velja hina þóknanlegu ?

 

Hverjir ætla að velja þá sem eru þóknanlegir í íslensku fjármála og athafnalífi ?

Ætlar Birgitta flökkuþingmaður að velja hina þóknanlegu ? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, VG eða Framsóknarflokurinn að velja hina þóknanlegu ?

Mér finnst ég kannast við þessa umræðu ... einu sinni völdu Kaupfélögin og Kolkrabbinn þá sem voru þóknanlegir í íslensku atvinnulífii...

Kannski viljum við að þeir tíma komi að einhverjir sjálfskipaðir siðapostular velji hina þóknanlegu eftir eigin smekk og löngunum..

Hvar er umræðan eiginlega stödd ?


mbl.is „Grátleg umræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert annar stjórnarstuðningsbloggarinn sem ég hef séð uppnefna og skrifa niðrandi um Birgittu Jónsdóttu síðan í gær.

Björn I (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Jón minn ágæti félagi.  Þetta er nú það skrítnasta sem ég hef séð þig skrifa.  Einstaka menn í þjóðfélaginu gera athugasemdir við að ríkið skuli semja við harðsnúna glæpamenn.  Og þá spyrð þú hver á að velja hina þóknanlegu?.

Málið snýst ekki um að velja þá þóknanlegu heldur einfaldlega að ríkið semji ekki við fyrirtæki sem hafa komið þjóðinni í þrot með skipulagðri glæpastarfsemi.

Segjum sem svo að það ætti að setja upp meðferðarheimili fyrir alkahólista á Akureyri.  Bæjaryfirvöld þar vildu fyrir alla muni semja við Guðmund í Byrginu um rekstur heimilisins og engan annan.  Væri það bara allt í góðu lagi því hverjir ætluðu þá að velja hina þóknanlegu?

Jón minn ágæti félagi, þú stendur þig vel á vaktinni að verja allt sem kemur frá Samfylkingunni en þú mátt nú ekki láta hanka þig á svona bulli

Jón Kristófer Arnarson, 19.12.2009 kl. 11:24

3 identicon

Til að endurreisa efnahagslífið þarf fjármagn. Það eru ekki margir erlendir fjárfestar sem þora að fjárfesta á Íslandi enda ríkir hér það hugarfar að ef menn lenda í skuldavanda þá beri mönnum siðferðileg skylda til að borga ekki því það var allt lánveitandanum að kenna hvort eð var.

Þeir fáu sem eiga peninga og eru tilbúnir að fjárfesta hér eru jafnfram sama pakkið og kom landinu á hvolf (að því gefnu að þeir eiga eitthvað ennþá eftir í skúffunum á Tortola). Ef menn vilja fá áhættufjármagn inn í landið (þ.e. eitthvað annað en lán) þá verða menn að kingja því að eigendur þess eru mis geðslegir.

Ég fyrir mitt leyti er sammála Jóni Inga. Það þjóðfélag sem ég aldist upp við að mega ekki skipta við Essó af því þar voru Framsóknarmenn eða Shell af því þá púkkaði ég undir kolkrabbann, er nákvæmlega það þjóðfélag sem ég vil ekki endurreisa. 

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 12:14

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kolkrabbinn og S Hópurinn eiga að blífa. Ekkert annað.

Jón Halldór Guðmundsson, 19.12.2009 kl. 12:40

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef ég er að skilja rétt er ekki eitt einasta mál að selja orku (nema Össur gangi um ljúgandi)Svo við erum ekki að missa af neinu þó ekki sé púkkað meira undir rassinn á þeim sem komu þjóðinni á heljarþröm. Það má hins vegar vera að velferðarbrú Samfylkingar felist í því að brúa hlunnindi til handa Bjórgólfi Thor, hver veit?

Víðir Benediktsson, 19.12.2009 kl. 14:02

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Félagi Jón.. ég hef varast að kalla þá glæpamenn sem ekki eru dæmdir.. og ætla að halda mig við það.. það er ein af grundvallarreglum réttarríkis...

Í þessu bloggi spyr ég bara hver ætlar að velja þá þóknalegu.. flóknara er það nú ekki.

Flökkuþingmenn kalla ég þá sem skipta um flokk og númer þegar það hentar Björn I.... alveg eins Birgittu eins og hvern annan sem það gerir... og ekkert ragnt eða niðrandi við það nema þitt eigið hugarfar.  

Jón Ingi Cæsarsson, 19.12.2009 kl. 17:47

7 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Jón. Þetta snýst ekki um að velja einhverja þóknanlega heldur að semja ekki við glæpamenn.  Björúlfur Thor er glæpamaður.  Í mínum huga er nefnilega sá sem fremur glæp glæpamaður.

Jón Kristófer Arnarson, 19.12.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband