15.12.2009 | 07:33
Icesaveumræðan er einhæf, einhliða umræða.
Merkileg umræðan á Íslandi. Hún er föst í umræðunni um Icesave en önnur atriði ber vart á góma. Auðvitað er 10-15% af vergri þjóðarframleiðslu grafalvarlegt mál og mikið rætt. En spurningin er...af hverju er nánast ekkert rætt um þrjú atriðin sem eru enn stærri en Icesave. Er það af því stjórnarandstaðan hefur valið það að ræða þetta ekki...td er atriði tvö hægt að kalla bein mistök seðlabankastjóra og seðlabankastjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn réði för ? Er þægilegra fyrir Sjálfstæðisflokkinn að beina umræðunni annað... líklega er ástæðan sú. Þessi mistök eru stærri en Icesave og líklegri til að tjóna land og þjóð enn meira því eignir koma ekki á móti eins og í Icesave og endurfjármögnun bankanna sem er í þriðja sæti á undan Icesave.
Stærsta ástæðan fyrir vaxandi skuldum Íslands er gríðarlega hár fjárlagahalli, segir Flanagan. Það eykur skuldir ríkisins um 30-40% af vergri landsframleiðslu á nokkrum árum, segir sendifulltrúinn.
Þar á eftir komi það tap sem ríkið og Seðlabankinn urðu fyrir þegar bankakerfið hrundi. Mikið af verðbréfum, sem ríkið og Seðlabankinn voru með urðu nánast verðlaus. Tap vegna þessa svari til um 20% af landsframleiðslu.
Þriðja ástæðan sé svo kostnaður ríkisins við endurfjármögnun bankanna en á móti komi eignir.
Icesave sé í fjórða sæti. Flanagan segir, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi reiknað út hver kostnaður þjóðarbúsins vegna Icesave kunni að verða og og áætlað sé að hann muni nema 10-15% af vergri landsframleiðslu.
Það væri faglegra að fjölmiðlar á Íslandi ræddu þessi mál af meiri fagmennsku og af meiri yfirsýn... einhverjum hefur tekist að festa þá í einhæfri og einhliða umræðu um eitt mál af mörgum sem settu landið á hliðina.
Hverjir skyldu hafa beina hagsmuni af að halda umræðunni í þröngum einhæfum fasa þar sem nánast ekkert er rætt nema eitt afmarkað atriði í stórri atburðarás?
Flanagan: Icesave í fjórða sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er lítil almenn umræða um það hver ber ábyrgð á tilurð þessarar milliríkjadeilu. Algjörlega undarlega lítil.
Jón Halldór Guðmundsson, 15.12.2009 kl. 16:35
Það hentar Framsóknar og Sjálfstæðisflokki að halda gangandi blekkinum og villandi umræðu.
Indefencehópurinn á beinan uppruna í Framsóknarflokknum og Davíð Oddsson fer hamförum á Mogga.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.12.2009 kl. 16:59
að vilja borga skuldir óreyðumanna - ekki skil ég það enda ekki sf-maður.
Óðinn Þórisson, 15.12.2009 kl. 19:27
Skrítin jafnaðarmennska að láta saklaust fjölskyldufólk borga skuldir fjárglæframanna.
Víðir Benediktsson, 15.12.2009 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.