6.12.2009 | 09:10
Alltaf var flugvöllurinn nærri.
Ég og Akureyrarflugvöllur erum einginlega jafnaldrar. Ákveðið var að láta land undir völlinn fæðingarárið mitt og næstu tvö árin var unnið við völlinn og hann fullbúinn 1954.
Faðir minn Cæsar Hallgrímsson var vélstjóri á sanddælupramma Flugmálastjórnar sem vann þetta verk að miklu leiti og síðar einnig seinna við flugvellina á Neskaupsstað og Siglufirði sem nú eru lítið notaðir og ekkert fyrir áætlunarflug. Síðar var sama sanddæla notuð við að lengja völlinn til norðurs á árunum eftir 1970. Það voru mörg handtökin sem maður vann sem sumarmaður við endurbætur og viðhald á þessari ágætu sanddælu milli verkefna.
Þetta merkilega tæki endaði feril sinn sem dýpkunardæla á Höfn í Hornafirði og var þar kölluð Soffía. Mér fannst sem ég sjá gamlan félaga þegar ég hitti hana þar fyrir allmörgum árum.
Þegar þessu dælingum lauk var faðir minn starfsmaður á Akureyrarflugvelli og það eru margar minningarnar sem ég á frá þessum frábæra stað. Mér eru minnisstæðir mjög margir af samstarfsmönnum hans og alltaf var barnið og unglingurinn velkominn sama hvað var mikið að gera.
Akureyrarflugvöllur og allt sem þar var og þar er á stórt hólf í sálartetrinu og hafði veruleg áhrif á barnið og unglinginn sem þar var löngum, fyrst sem barn með föður sínum og síðan í starfi sem kallaði á daglegar heimsóknir í yfir 20 ár.
Akureyrarflugvöllur 55 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.