Brandarakall ?

 

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur krafist þess að rannsóknin á hendur honum verði hætt. Þá krefst Baldur þess einnig að kyrrsetning eigna hans, á grundvelli ákvörðunar sýslumanns, verði felld úr gildi. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Heldur maðurinn að hægt sé að hætta svona rannsókn... ? Hann ætti að vera feginn að þetta sé rannsakað og hann hreinsaður af sök ef svo er.

Ef þetta mál væri skilið eftir og engin niðurstaða fengin þá mun þetta fylgja honum alla tíð og verða blettur á heiðri hans......dómur götunnar er harður.


mbl.is Baldur krefst þess að rannsókn verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

bara fyndið en þó grafalvarlegt þegar maður hugsar til þessarar siðblindu sem þessi einstaklingur virðist vera gæddur 

Jón Snæbjörnsson, 3.12.2009 kl. 13:16

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Fyrst að hann vill að rannsókninni verði hætt, þá bendir það til þess að hann sé með óhreint mél í pokahorninu. Eins og þú segir, þá hlítur það að vera honum i hag að rannsóknin fari fram til þess að hreinsa mannorð hans, ef hann er saklaus.

En hver ætli hafi skipað dómarana sem koma til með að dæma í þessu málli? Hmmmm. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig verður úrskurðað í þessu. Ég kaup ekki alveg þau rök að fyrst að FME hafi á sínum tíma hætt rannsókn, að þá sé ekki hægt að taka upp málið að nýju í ljósi nýrra upplýsinga. Það væri alveg fáranlegt.

Guðmundur Pétursson, 3.12.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi náungi gefur öðrum afbrotamönnum tilefni að klaga og kvarta undan meðferðinni á sér.

Hvað á maður sem hefur margsvikið stórfé að gjalda þegar einn hlutabréfabraskari í Stjórnaráðinu með allar innherjaupplýsingar fái ódýrari meðferð en hann sjálfur?

Eða skattsvikaranir sem hafa haft þjóðina að féþúfu? Á ekki lögfræðingurinn hans bara að skrifa Opið bréf í Morgunblaðið hans Davíðs og kvarta undan óþægindum frá lögreglunni? Það gerði einn hæstaréttarlögmaður á dögunum og varð að athlægi meðal margra starfsfélaga sinna. En Davíð birtir allt sem kann að grafa undan pólitískum andstæðingum hans og lætur setja ramma utan um greinarnar sem njóta náðar hans!!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 818797

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband