Málflutningur stjórnarandstöðunnar rödd hrópandans í eyðimörkinni.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru orðnir eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni. Meirihluti þjóðarinnar vill klára þetta Icesave mál og halda áfram fram veginn.

Það sást vel á mótmælum um Icesave í dag að þetta mál er ekki ágreiningsefni almennings lengur. Fáeinir mættu og meirihluti þjóðarinnar skilur að þessu verður að ljúka... ákvarðanafælni og hugleysi gera ekkert annað en skaða okkur til framtíðar.

Sigmundur Davíð og Bjarni Ben eru orðnir eins og bilaðar plötur sem vilja drepa öllu á dreif og tefja mál...stórskaðlegur hugsunarháttur og er ekkert annað en pólitískur hráskinnaleikur..þeir vita betur.

Nú verður þetta mál klárað af stjórnmálamönnum sem skilja og þora...það verður bara að láta hina eiga sig í sinni neikvæðni og úrtölum.

 


mbl.is Mótmæla Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvaða skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar vilji klára Icesave-málið með nauðungarsamningum ríkisstjórnarinnar?

En talandi um hrópandann í eyðimörkunni, Samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Meira að segja ráðamenn í Brussel eru farnir að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og það ekki að ástæðulausu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.11.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um 75–80% Íslendinga eru á móti Icesave-samningunum. Þjóðin vissi ekki af þessum útifundum í dag, fundurinn var ekki auglýstur, sbr. HÉR. Við mótmælendur eru fjárvana, en þú ættir að spyrja að leikslokum.

Og ætlar þú að borga Icesave? Fylgir það flokksskírteininu?

Jón Valur Jensson, 21.11.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vandamálið Jón er að þið vinstrimenn skyldu ekki að þetta var ekki deila á milli vinstrimanna og hægrimanna þetta var milliríkjadeila.
Þið settuð það sjálfir upp að ef Icesave yrði ekki samþykkt þá félli stjórnin - það kom aldrei fram í máli Sjálfstæðismanna - en miðað við afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á þessu máli væri kanski réttast að hún færi frá -

Óðinn Þórisson, 22.11.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ruglingslegt er þetta frá þér, Óðinn, t.d. er ég ekki vinstri maður!

Jón Valur Jensson, 22.11.2009 kl. 14:48

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, fyrirgefðu, þú hlýtur að hafa átt við Jón Inga.

Jón Valur Jensson, 22.11.2009 kl. 14:49

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hvað ætli það séu margir íslendingar sem séu á móti Icesave reikningunum?

Jón Halldór Guðmundsson, 23.11.2009 kl. 20:25

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Of margir fyrir Jón Inga til að telja þá. Hann getur haldið sig við að telja sína eigin menn. Það er líka miklu fljótlegra.

Jón Valur Jensson, 24.11.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband