15.11.2009 | 21:13
Jurassic Park... nýr leiðtogi nýskriðin úr egginu.
Þá hefur hópurinn sem vill einangra Ísland og koma í veg fyrir að þjóðin ákveði í þjóðaratkvæði hver verður framtíð hennar skipt um formann.
Barnungur sauðfjárbóndi sem á allt undir að landmenn fái engan aðgang að öðrum matvælum en þau er hann og kollegar hans skammta úr hnefa á því verði sem þeir ákveða.
Þessi hópur á sér þann draum æðstan að umsókn um ESB verði dregin til baka og aldrei látið á það reyna hvað er í boði og þeir einir fái að ráða því á forsendum sem byggja á trúarbrögðum og afturhaldsamri heimsýn.
En sem betur fer fá þeir ekki að ráða. Í ESB eru 27 Evrópuþjóðir og mun fjölga um 3-5 án næstu árum. Það verða ekki margar þjóðir utan þessa sambands nema þær sem hafa styrk og efnahag til að takst á við það vegna styrks síns og möguleika...td Noregur með olíuauðinn og Sviss með sinn styrk
Ef Heimsýnarmenn eru svo forpokaðir og ólýðræðislegir að ekki má láta á það reyna hvað er í boði og að þjóðin ráði... þá spyr maður...
Við hvað eru þeir hræddir þegar þeir vilja láta fámenna valdaklíku ráða því hvert Ísland stefnir til framtíðar... í það minnsta er það ekki lýðræðisást sem ræður för.
Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef nú ekki beinlínis upplifað þessa einangrun sem þú ert að tala um. Reyndar skil ekki hvað hugtakið einangrun kemur ESB við. Veit ekki til þess að nein sjálfsstæð þjóð sem ekki er innan vébanda ESB telji sig einangraða og þær eru mun fleiri en þessar 27 sem þú talar um. Noregur, Sviss, Kanada, Ástralía, Japan, Nýja Sjáland og svo mætti lengi telja.
Samt komast þessar þjóðir vel af (Margar mun betur en flestar þjóðir innan ESB) og kvarta ekki undan einangrun enda er engin þessara þjóða einangruð frekar en Ísland. Þessi einangrunarfrasi ESB sinna er í besta falli fáránlegur. Varðandi lýðræðisást kemur grjót úr glerhúsi. Þjóðin fékk ekki að ákveða hvort við sæktum um aðild.
Víðir Benediktsson, 15.11.2009 kl. 22:49
Víðir öll þessi lönd er þú nefnir eru í öðrum heimsálfum nema Noregur og Sviss. Kanada er í NAFTA og stendur því ekki utan efnahagsbandalaga. Þeir eru tífalt fjölmennari en við en telja ekki ráðlegt að standa utan efnahagsbandalaga.
Stendur kannsi valið um að Ísland verði (áfram?) 51. fylki Bandaríkjanna eða 28. ríki ESB?
Theódór Norðkvist, 15.11.2009 kl. 23:43
Þeir í Heimssýn eru mjög málefnalegir og víðsýnir, annað en þeir einstaklingar sem vilja kúga upp á landið Icesave og þvinga þjóðina inn í eitthvað alríki.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 15.11.2009 kl. 23:50
Theódór, ég er fyllilega meðvitaður um hvar þessi lönd eru enda siglingafræðingur. Tók bara léttan hring kringum heiminn til að sýna fram á að heimurinn er ekki bara Evrópa. NAFTA og ESB eru gerólík fyrirbæri. Nær að líkja NAFTA við EFTA (snýst bara um viðskipti en ekki lög og reglugerðir) sem Íslendingar eru aðilar að ef ég man rétt.
Víðir Benediktsson, 16.11.2009 kl. 00:05
Jón,
þú ert kjáni.
Þið samfylkingarlið talið sínkt og heilagt um "hvað sé í boði". Leitt að upplýsa þig, við vitum nákvæmlega hvað við erum að fara út í, ef við förum inn í þetta Evrópubandalag.
Það sem er miður við þetta allt saman, er að flokkurinn þinn ruslar þjóðinni í aðildarviðræður með 1/3 stuðning þjóðarinnar.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 09:46
ég segi stundum "kjáni". Ekki illa meint félagi Jón.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 09:49
Jón - ekki var það mikil lýðræðisást þegar SF greiddi ekki atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins að þjóðin fengi að kjósa um það hvort farið yrði í þessar viðræður við ESB
Óðinn Þórisson, 16.11.2009 kl. 17:51
Umræðan um þá kosti sem okkur kunna að bjóðast með fullri aðild að ESB er nú ekki afar upplýst oft á tíðum. Sú stétt sem hvað eindregnast er mótfallin aðild eru bændur. Líklegt er að hvað landbúnaðarmálin snertir muni landbúnaðargreinar okkar fá samsvarandi eða betri skilyrði en nú er.
Sjávarútvegurinn okkar á mikil sóknartækifæri innan ESB, og breytingin þar á bær er eingöngu tilfinningalegt mál um tilhugsunina að kvóta "okkar" verði úthlutað í Brussel.
Lífkjör almennings munu örugglega batna og samkeppnisstaða margra fyrirtækja stórbatna með fullri aðild.
Af undarlegum ástæðum sem ég skil ekki er stór hluti þjóðarinnar enn ginnkeyptur fyrir gífuryrðum öfðasinna og kannski er aðlilegt að gamlir Nató andstæðingar, sem komast ekki yfir að járntjaldið er fallið, noti ESB andúð til að trappa sig niður, eftir allar Keflavíkurgöngurnar.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.