Formaður flokksins sem hækkaði skatta á lágar tekjur en lækkaði á hátekjur.

Altlaf er Bjarni Benediktsson jafn seinheppinn í málflutingi sínum á þingi.

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að þær hugmyndir um skattkerfisbreytingar, sem fjallað hefði verið um í fjölmiðlum í gær og dag vera um brjálaða leið en ekki blandaða leið eins og ríkisstjórnin hefði talað um fyrir kosningar.

Þetta gefur okkur tilefni til að rifja upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn stóð að málum í valdatíð sinni. Það er staðfest og viðurkennt að skattbyrði þyngdist gríðarlega á lágar og millitekjur í stjórnartíð Sjálfsstæðisflokksins en lækka stórlega á hátekjur og fjármagnseigendur sluppu nánast alveg.

Nú ætlar ríkisstjórnin í tilraun til að afla tekna í illa farinn ríkissjóð að sækja tekur til þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn sleppti sérstaklega en þessi í stað að reyna lækkun á skattbyrði lágra tekna.

Það er kannski ekki nema von að varðhundur hinna ríku spangóli þegar þangað er leitað og vart við öðru að búast. Crying


mbl.is Brjáluð leið - ekki blönduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

gefðu manninum séns Jón Ingi - ekki snúa öllu upp á versta veg þe ekki nokkur ástæða til þess

Jón Snæbjörnsson, 10.11.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Ég er alveg til í að borga hærri skatta svona í prinsippinu en stjórnvöldum treysti ég bara ekki í dag. Þegar alþingismenn eru með persónufylgi á bak við sig skal ég sætta mig við það en á meðan flokkræðið er við líði lít ég svo á að umboð stjórnvalda sé takmarkað. Þau fengu falleinkunn en eru að spila sama gamla leikinn, það kalla ég kosningasvik. Hvar er stjórnlagaþingið? Hversvegna var sótt um evrópubandalags aðild þegar fyrir kosningar var talað um kerfisbreytingu? Af hverju ganga störf Alþingis þessarar lægstu stofnunar okkar út að að sverta hana enn frekar?

Það er næstum ekkert að marka nokkra einustu manneskju þarna inni, ég bara fæ ekki traust á neinni, það er næstum því samasem merki á milli orðanna "þingmaður" og "hálviti" í dag. Svo snúast rifrildin um hver sé nú meiri hálviti en hinn. Því að ef einhver þarna inni hefur rétt fyrir sér þá eru þau öll hálvitar, því ég veit bara því miður ekki um neinn þingmann sem ekki hefur fallið í þessa grifju að benda á annan og segja: Að heyra í þér, þinn flokkur stóð nú fyrir bla bla bla bla.

Ég geri mér grein fyrir því að þetta fær ekki staðist nákvæma skoðun hjá mér en svona byrtist þetta mér samt.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 10.11.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Góðar ábendingar hjá þér Jón Ingi.  Skattagagnrýni sjálfstæðismanna er grímulaus hagsmunabarátta þess flokks sem hefur gengið að lítilmagnanum af miskunnarleysi á þeim tímum sem hinir betur stæðu fengu skattalækkanir.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.11.2009 kl. 15:58

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bjarni veit eins og ASÍ að margt smátt gerir eitt stórt þannig er betra að ráðast á garðann þar sem hann er lægstur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að myndi ekki skipta nokkrum máli hvað Sjálfstæðisflokkurinn mynda gera eða ekki gera - hvað ákvörðun eða hvað sem hann stæði eða stæði ekki fyrir þá myndi flokkspenninn Jón Ingi alltaf finna því eitthvað til foráttu.

Óðinn Þórisson, 10.11.2009 kl. 17:31

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nákvæmlega  sem fólk sem er að missa allt ofan af sér þarf á að halda, meiri skattur, dýrara eldsneyti og dýrara rafmagn o.s.frv. Allt fer þetta síðan inn í vísitöluna sem aftur verður til þess að lánin hjá vísitölufjölskyldunni hækka. Endilega hjálpa til við að koma sem flestum á hausinn svo það sé klárt að það verða alltaf færri og færri sem verða eftir til að borga. Þarf ekkert  Bjarna Ben til að sjá að þetta er bilun ef ekki hrein og klár mannvonska. Veit ekki hvernig í ósöpunum Jóhanna gat fengið það út að almenningur eigi að borga sukk nokkurra fjárglæframanna. Ég er löngu hættur að skilja jafnaðarmennsku.

Víðir Benediktsson, 10.11.2009 kl. 17:54

7 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Hér eru tvær mjög stórar spurningar sem fáir virðast spyrja:

1. Hvernig er hægt að skilja þessar skattatillögur sem auknar álögur á þá efnuðu, þegar við erum ennþá með 10% fjármagnstekjuskatt?

2. Hversvegna erum við að hækka skatta, afhverju er ríkið í svona miklum vandræðum? Lítum framhjá Icesave í augnablik og skoðum erlendar lántökur t.d. orkufyrirtækjanna okkar. Er eðlilegt að við séum svo skuldsett til að fjármagna orkurekstur fyrir erlend stórfyrirtæki?

Reynum að sjá skóginn fyrir trjánum. 

Steinn E. Sigurðarson, 10.11.2009 kl. 20:04

8 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek undir fyrri hluta hjá þér Víðir, en pistilhöfund gef ég skít í eins og alla í samspillingunni.

Ég hefði aldrei trúað því að ég mundi sætta mig við það að vera sagt upp vinnunni, en viti menn það er búið að segja mér upp og uppsögnin tekur gildi 25. des og þá verð ég atvinnulaus.

Hvað gerðist? ég sem hélt að atvinnumissir væri jafnt og heimsendir sá í nýju ljósi að svo var ekki, heldur í stað þess að þræla mér úti á sjó og léti hirða bróðurpart afrakstursins af mér þá fer ég á atvinnuleysisbætur og nýt þess sem hinir eru að ,greiða af erfiði sínu. Það má nú segja að jafnaðarstefnan hún er slungin og skilar sér.

Þórólfur Ingvarsson, 10.11.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband