Týndur í Noregi ? .. eða bara kæruleysi ?

 "Í svari Skipulags- og byggingarsviðs sem nú er gert opinbert kemur fram að Sigmundur Davíð hefur mætt á 19 fundi á tímabilinu, verið í leyfi frá fundarstörfum í 7 fundi og verið fjarverandi og kallað út varamann á 19 fundi á tímabilinu, samkvæmt upplýsingum frá Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa.

„Út frá upplýsingum um laun fyrir setu í skipulagsráði má reikna að Sigmundur Davíð hefur haft 1.006.276 í tekjur fyrir tímabilið. Þar sem hann hefur mætt á 19 fundi gerir það 52.962 kr. fyrir hvern fund. "

Þegar ég var í skóla hét þetta skrópasýki... en það sem verst er að umræddur Sigmundur virðst vera að svæla til sín skattfé Reykjavíkur fyrir ekki neitt.

Á Akureyri fá nefndarmenn aðeins greitt fyrir fundi sem þeir mæta á... er það virkilega svo í Reykjavík að það séu föst laun fyrir almenna setu í nefndum ??


mbl.is Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það væri kannske ráð að taka upp sama hátt hér í Reykjavík og á Akureyri. Alla vega myndi þá borgin losna við að greiða Degi B. Eggertssyni dágóðar upphæðir fyrir að skrópa....

http://emilkr.blog.is/blog/emilkr/entry/974957/

Emil Örn Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já Emil, og þá Sigmundi Davíð líka eða hvað?

Hjörtur Herbertsson, 4.11.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Eðlilega, Hjörtur, eðlilega. Á ekki sama yfir alla að ganga. Hvort sem það er Sigmundur Davíð sem hefur þegið 53þúsund kall fyrir fundinn eða Dagur B. Eggertsson, sem hefur þegið 220þúsund kall fyrir.

Emil Örn Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Úps, þarna vantaði eitt spurningarmerki... fljótfærnisvilla.

Emil Örn Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 16:56

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Kannski kallinn hafi skellt sér í nám erlendis án þess að taka sér leyfi frá störfum líkt og Gísli Marteinn og Ingibjörg Sólrún.

Víðir Benediktsson, 4.11.2009 kl. 18:39

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Við vitum náttúrulega að svo er ekki, Víðir. En það skiptir engu. Ég ætla ekki að réttlæta mætingar eða mætingaleysi Sigmundar Davíðs. Hann er alveg maður til að svara fyrir sig sjálfur. Það eru Gísli Marteinn og Ingibjörg Sólrún líka, enda ætla ég ekki að svara fyrir þau heldur.

Það er bara orðið nokkuð langt síðan maður hefur séð eins lýsandi dæmi um flísina og bjálkann og málflutningur Bjarkar Vilhelmsdóttur er í þessu tilviki.

Emil Örn Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband