Moggabloggið..enn hverfa bloggarar á braut.

Það hefur breyst mikið moggabloggið frá því ég fór að blogga hér fyrir margt löngu. Hópurinn er orðin einsleitari og hófsömum og félagslega hugsandi bloggurum hefur fækkað mikið. Margir þeirra hafa horfið annað og plumma sig ágætlega þar.

Ég viðurkenni að ég kann ekkert sérstaklega vel við mig í hópi öfgaandstæðinga ESB, öfgatrúarmanna og manna sem hafa fátt annan fram að færa en skítkast í menn og málefni. Mér sýnist að Moggabloggið sem tilbúið að leyfa ýmislegt ef það hentar hverju sinni og það er áhyggjuefni.

Hér er enn með í leik bloggari sem taldi það réttlætanlegt að taka fólk af lífi af því það var ekki sammála honum og hann því.

Ég hef því velt því fyrir mér að hætta að blogga, fara annað, eða þrauka hér þó félagsskapurinn sé annar... í þessa umhugsun ætla ég að taka eina viku og gera í framhaldi af því það sem ég tel réttast og er sáttur við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MBl er með mjög svo augljósa mismunun... td gaurinn sem gaf í skyn að það ætti að taka suma af lífi.. hann fær að vera inni óáreittur.
Ég var bannaður á sínum tíma fyrir að segja sannleikann um sjáanda... í framhaldi af aftöku pistli Lofts þá sendi ég póst á mbl menn og fór fram á að blogg mitt yrði opnað að nýju.. í takt við að blámaður mælir með aftökum... þeir svara mér ekki einu sinni.

Svona er mbl og sjálfstæðisflokkur, helsti óvinur íslands.. helsti óvinur jafnræðis... ég get ekki annað en mælt með að fólk sem ber virðingu fyrir sjálfu sér hætti að blogga á þessu "Kínverska" batteríi.

Já kæri lesandi, berð þú viðingu fyrir sjálfum þér, fyrir íslandi og framtíð barna okkar... og frelsi þeirra... ?
Boltinn er hjá þér.

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 15:17

2 Smámynd: Benedikta E

Ja hérna hér kæri Jón - ég heyri á milli línanna að hugrenningar þínar eru daprar og bölmóðs þrungnar - en þá fyrst yrðir þú nú einmana - dapur og yfirgefinn ef þú létir þér í einhverri alvöru til hugar koma að yfirgefa hér þitt gamla og vel gróna svæði.

Það er þetta með græna grasið - hinu megin !

Benedikta E, 31.10.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Sævar Helgason

Ég er nú á því að Moggabloggið sé talsvert notendavænna en t.d Eyjan- þó góð sé

Þar poppa bloggarar upp á hliðarstikuna í einhverjar klst. og síðan hverfa þeir og aðrir taka yfir o.s.fv.  Þó hægt sé að fara inn á Bloggstikuna er það ekki mjög spennandi.  Uppsetning á mbl.is er í raun frábær.  Síðan er vaxandi tilhneiging hjá Eyjubloggurum að loka sig af og veita aðeins athugasemdir gegn leyfisveitingu . Það leiðir af sér að þau blogg eru mjög sniðgengin... Það er margt að athuga..

Sævar Helgason, 31.10.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef þig langar í ný Mogga-blogg Jón Ingi, þá eru þau hér: Ný blogg

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2009 kl. 16:01

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hér ættir þú að þrauka Jón

Jón Snæbjörnsson, 31.10.2009 kl. 16:07

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fleiri þrauka í þeirri von að auglýst verði eftir nýjum ritstjóra Morgunblaðsins. Mér fannst hreint ótrúlegt að nokkrum heilvita manni dytti í hug að ráða einn umdeildasta mann landsains í þetta starf. Bæði Matthías og Styrmir lærðu það að ekki væri vænleg leið að reka Morgunblaðið á hreinum flokkslínum. Þess vegna galopnuðu þeir það fyrir öllum sem vildu munda pennann og voru með málefnalega umræðu. Það hafa auðvitað slæðst ein og ein grein sem betur hefði verið óbirt en birt.

Hringt var frás Morgunblaðinu í Mosa síðastliðinn laugardag þá stöddum í SKorradal. Ekki var að heyra að neitt fararsnið væri á hinum umdeilda ritstjóra og Mosi ætlar að halda sig utan við áskrift þessara Davíðstíðinda. Breytingarnar eru vægast sagt ómögulegar, þetta sunnudagsblað er betur óútgefið en útgefið. Að fella Lesbókina inn í þetta sunnudagsblað eru afglöp, jafnvel þó Lesbókin hafi þynnst mjög síðustu misserin og er kannski gott dæmi um vinsælt rit sem drabbast niður í ekkert neitt.

Þá er að þrauka áfram á Moggablogginu í þeirri vona að brátt dragi til tíðinda í ritstjórn Morgunblaðsins. Það voru önnur sjónarmið en rekstrarleg að ráða Davíð að blaðinu. Hann ætti fremur að rita sjálfsævisögu sína áður en aðrir verða fyrri til að gera það.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband