Þingmaður á villigötum.

Maður er svo sem hættur að vera hissa. Það tekst ekki að koma einu einasta máli í gegnum þingið öðru vísi en einhver þingmaður eða þingmenn hefji hræðsluáróður og jafnvel gera sig seka um botnlaust bull.

Svo er komið fyrir Þór Saari í þessu máli og einkennilegt að hann einn hafi slíka sýn að þetta sé eitt stórt samsæri...jafnvel samið að úrrásarvíkingunum sjálfum svo þeir geti haldið áfram að græða.

Það eru margir orðnir þreyttir á vingulshætti þingmanna og ef þingmenn í stjórnarandstöðunni og sumir stjórnarþingmenn fengju að ráða væri ekkert gert. Mér sýnist að Þór Saari vilji að það verði ekkert gert í málefnum skuldara því þessum frestunarupphrópum fylgja engar tillögur um aðrar leiðir eða aðrar tillögur.

Mín skoðun er að þetta sé hystería manns sem hefur ekki getu eða hæfileika til að gegna því starfi sem hann var kjörinn til. Hann virðist afturhaldsamt og ákvarðanafælið möppudýr og við því er víst ekkert að gera.

Mér sýnist og heyrist á umræðunni ekki síst hér á blogginu að menn hafi ekki verið að hafa fyrir því að kynna sér málin að neinu gagni...slíkur er misskilningurinn.


mbl.is Segja gagnrýni á ný lög fjarstæðukennda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Ingi, Þór Saari fer með rétt mál.  Það er félagsmálaráðherra sem er að blöffa.  Samkvæmt lögunum eru ekki settar neinar skorður á það hvers eðlis skuldirnar eru og það er ekki sett þak á þær.  Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins er sérstakelga tekið fram að verðbréfa- og afleiðusamningar falli undir lögin.  Ég held að ég sé mjög vel upplýstur um efni laganna, enda samdi ég umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna.  Í umsögninni bendi ég á þetta og á fundi með nefndinni, þá spurði ég nefndarmenn hvort þetta væri virkilega það sem þeir vildu.

Þessi lög eru skandall.  Þau gera ekkert umfram það sem áður mátti nema að gera hina fáránlegu greiðslujöfnun verðtryggðra lána lögbundna nema fólk segi sig frá henni.  Það hefur ekkert bannað bönkum að gera samninga við viðskiptavini sína og slíkir samningar hafa verið gerðir.  Munurinn er að núna mega þeir hafa samráð um það hvernig þeir ætla að fullkomna eignaupptökuna sem þeir hafa staðið fyrir undanfarin ár.

Marinó G. Njálsson, 25.10.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sko Jón. Ég hef verið að reyna rýna í þetta frumvarp og einhverra hluta vegna er ég að skilja textann nákvæmlega eins og Þór Saari en í framhaldi spyr ég þig ef þetta er ekki eins og orðanna hljóðan. Hvernig verður tekið á máli úrrásarvíkings sem fer í bankann sinn og segist ekki geta greitt skuldir sínar? Samkvæmt frumvarpinu er skortur á greiðslugetu eina skilyrðið til að fá niðurfellingu skulda. Lát heyra hvernig þetta virkar í raun og veru.

Víðir Benediktsson, 25.10.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Víðir, heldurðu nokkuð að þessi Þór Saari sé Þórsari???

Haraldur Bjarnason, 25.10.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ykkar vandamál... þetta frumvarp er ekki samið af félagsmálaráðherra einum heldur fjölda lögfræðinga og sérfræðinga í þessum málum... og sennilega eru það hálfvitar upp til hópa að ykkar mati.   Sem dæmi... það munu engar skuldir verða afskrifaðar fyrr en það er ljóst í lok greiðslutímabils að viðkomandi er ekki að ráða við að greiða til enda. Þá verður það afskrifað annars ekki.

Það er slæmt að Marinó sem samdi álit fyrir hagsmunasamtök heimilana kalli það skandal að greiðslubyrði venjulegra fjölskyldna í vanda lækki um tugi þúsunda á mánuði... sú afstaða er rannsóknarefni.

   En með Víði hann ætlar að vera á móti öllu sem þessi ríkisstjórn ætlar að setja fram... og það breytir engu þó reynt sé að eyða tíma í að útskýra eitthvað fyrir honum...

Jón Ingi Cæsarsson, 25.10.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Jón Ingi.Mér finnst það skorta á Alþingi,að menn segi sínar skoðannir.Í þessu máli,þar sem Þór Saari og Pétur Blöndal voru einu andmælendur, sýna það eru þó að einhver þingmaður,sem starfar  samhvæmt sannfæringu sinni.

 Orð Þórs Saari virtist valda því,að það andaði köldu til hans.Mér fannst að það væri í lagi.Ef á þingi eru þingmenn,þar sem orð hans svíða.Hinir geta látið orð hans svífa framhjá sér.

Ingvi Rúnar Einarsson, 25.10.2009 kl. 19:51

6 identicon

Óumdeilanlega skondin verður að teljast sú staðfesta ráðherra að eignarhaldfélög fái ekkert svigrúm til greiðsluaðlögunar. 

Hvílík fásinna að taka slíkt fram. Í eignarhaldsdélögum eru nú almennt ekkert nema skuldir, sem ábyrgðaraðilar vilja enga og þurfa enga ábyrgð að taka á.

Eignarhaldsfélög eru einfaldlega "dömpstaður" skulda, sem einstaklingar hafa kosið að losa sig við.

Skulda, sem afskrifa verður og á endanum lánadrottnar og skattgreiðendur bera.

Auðvitað ætti málið að horfa svo við að eignarhaldsfélög ættu að sæta greiðsluaðlögun svo lengi sem þurfa þykir í því skyni að ábyrgð sé fullnustuð.

Dóri (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 20:03

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jón Ingi, það höfðu allir möguleika á því áður samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í byrjun apríl.  Fólk þurfti bara að bera sig eftir því.  Þetta ákvæði er ekki nýtt.  Það sem er nýtt að áður þurfti fólk að óska eftir því, núna þurfa þeir sem ekki vilja fara þessa leið að segja sig frá henni.  Annað er að greiðslujöfnun mun auka greiðslubyrðina til langs tíma samkvæmt umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuenytisins.  Það er líka í samræmi við mína útreikninga.

Ég held að þeir séu teljandi á fingri annarar handar sem þekkja þessi mál betur en ég.  Með fullri virðingu fyrir öllum.  Ég tel mig vita nákvæmlega hvað ég er að segja.  Ef þú veist meira um þetta mál, þá væri gott að heyra af því.

Ég veit ekki hver samdi lögin, en þau eru merkileg á margan hátt.  Bara það að félagsmálaráðherra sé að skipta sér að skuldamálum fyrirtækja er alveg með ólíkindum.  Ég vissi ekki að atvinnurekstur í landinu væri á hans könnu, þó málefni launafólks séu það.  Hitt er að með lögunum er verið að staðfesta að svindl gömlu bankanna á fólkinu í landinu.  Leiðréttingu á höfuðstól er algjörlega hafnað.  Félagsmálaráðherra tekur upp hanskann fyrir fjármálafyrirtækin sem rændu fólk eigum sínum.

Marinó G. Njálsson, 25.10.2009 kl. 20:04

8 identicon

Jafnaðarmannastefna Samspillingar í hnotskurn. 

Jafna kúlulánin á alla. Svei.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 21:10

9 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur , er þetta ekki að segja okkur allt og getur verið að þetta séu síðustu púslin í hrun spilinu að vera með hrunstjórana alstaðar?

 Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Neyðarstjórn óskast strax -!
  
Ég orðlaus yfir hræsninni sem Ríkisstjórn Ísland sýnir þjóð sinni !

Lúðvík Lúðvíksson, 25.10.2009 kl. 22:00

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hann er vandrataður hinn gullni meðalvegur og hreint ótrúlegt hvað þið samfylkingarmenn eruð paranojaðir en það vill á stundum fylgja misgóðri samvisku. Kannast ekki við að hafa kallað neinn hálvita á þessu spjalli og það sem meira er, minntist ekki á að ég væri á móti einu né neinu en þar sem þú ferð mikinn á blogginu Jón, bað ég um skýringar á texta í frumvarpi sem greinilega er ekki betur samið en það að fólk er ekki að túlka það á sama hátt. Þetta frumvarp er fullkomlega á ábyrgð Samfylkingarinnar hver svo sem samdi það og ef mig misminnir ekki er félagsmálaráðherra lögfræðingur.  Kannski lesskilningur Samfylkingarnnar sé vandamálið eftir allt saman.

Víðir Benediktsson, 25.10.2009 kl. 22:16

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Arnór, til að hafa það sem sannara reynist.  Allar afskriftir fjármálafyrirtækjanna lenda á kröfuhöfum þeirra.  Það er rangt að slíkt lendi á skattborgurum nema mögulega í tilfelli Íbúðalánasjóðs, en til eru leiðir framhjá því.

Marinó G. Njálsson, 25.10.2009 kl. 22:47

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón, þú bara svarar spurnigunni þegar þú hefur tíma en hún var svona "Hvernig verður tekið á máli útrásarvíkings sem fer í bankann sinn og segist ekki geta greitt skuldir sínar? Ég spyr í ljósi þess að nú eru nokkrir málsmetandi menn í þjóðfélaginu farnir að hafa efasemdir.

Víðir Benediktsson, 25.10.2009 kl. 23:50

13 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Almenningur í þessu landi er búinn að fá sig fullsaddan á stjórnarandstöðunni.

Það er kominn tími til að bjarga heimilunum, segjum við. Hvar er skjaldborgin um heimilin?, sögðum við.

Mér fannst tími til kominn að raunverulegar úrbætur í þeim málum litu dagsins ljós.  Nú eru aðgerðirnar komnar fram og þær felast meðal annars í því að færa greiðslubyrði lána niður í það sem þau voru í maí 2008. 

Ég get ekki betur séð en nokkuð vel hafi tekist til um þá leið sem valin hefur verið.  Hugsanlega eru gallar á henni og þá má kannski laga það ef ábendingar koma fram um slíkt.

Framganga Þórs Saari í málinu, er hins vegar með þeim hætti, að ég sé ekki að hann komi með málaefnalega gagnrýni á frumvarpið. Það er leitt.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 10:10

14 identicon

Hvernig er skuldastöðu félagsmálaráðherra háttað? Hvernig koma þessi lög við hann - og t.d. Björgvin G. Sigurðsson, að ekki sé nú minnst á kúlánadrottninguna Þorgerði Katrínu? Tek undir þau sjónarmið að þessi lög séu skandall. Það hefði verið hægt að koma heimilum og fyrirtækjum til aðstoðar með ótal öðrum leiðum.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband