Töframaðurinn frá Norge.

„Enn vindur Icesave-hneykslið upp á sig. Hvað eftir annað hefur ríkisstjórnin komið fram með staðhæfingar sem að hún hefur síðan hrakist til baka með,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðu um Icesave á Alþingi fyrir stundu."

Svarnættis-Simmi hefur upp raust sína. Biluð, rispuð Framsóknarplatan þvæld og skæld urgar undir nálinni. Sami gamli Framsóknarsöngurinn, svik, prettir, hneyksli, kúgun, harka, ósvífni, lýsingarorðaflaumurinn streymir fram undan slitinni nálinni. 

En hverjir gáfu út þessa svartnættisplötu sem Simmi spilar fyrir okkur. Hann fann hana í græna herberginu og áttaði sig ekki á því að útgefendurnir standa honum nærri, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson bjuggu til þessi vandræði með snargeggjuðum athöfnum á árunum frá 2000 - 2004.

Þá fengu flokkseigendafélögin veiðleyfi á eigur landsmanna og útdeildu þeim til vildarvina sinna sem sumir hvernir standa sumum umræddum nokkuð nærri.

Töframaðurinn frá Norge hefur ekki áttað sig á að með hverju orði sem hann vegur að fólki sem er að leysa vanda þjóðarinnar er hann að vega að þeim sem komu þessu í kring.... forustumönnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks fyrri ára... og sumir eru þarna enn... en hvernig á hann að átta sig á því í drullumekkinum sem umlykur hann alla daga. 


mbl.is Stjórnvöld á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Flugfreyjan ber mesta ábyrgð af öllum núlifandi íslendingum á því ástandi sem er í þjóðfélaginu og mun leiða til örbirgðar í íslensku þjóðfélagi á næstu árum nema henni verði hent út úr þeim stjórnklefa sem hún hefur troðið sér í, og heldur þar um stjórnvölinn í örvæntingu og veit ekkert hvert hún er að fara með farþegana sem er íslenska þjóðin.Þessi flugfreyja heitir Jóhanna Sigurðardóttir.

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hún trauð sér inn í flugvélina 18 mánuðum fyrir hrap og ber fulla ábyrgð á því.Síðan trauð hún sér að stýrinu.Samfylkingin ber mesta ábyrgð á hruninu.

Sigurgeir Jónsson, 22.10.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir... ég held að þú sért ekki asni... heldur örvæntingarfullur Framsóknarmaður sem veist staðreyndir málsins og vilt láta þær hverfa eins og fyrir töfra...en þú veist betur 

Jón Ingi Cæsarsson, 23.10.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband